31.5.2007 | 16:43
Bölsýnið búið
Jæja þáer ég kominn í rétta gír, er bara bjartsýn í dag enda ekki annað hægt í þessari blíðu
Fann það út að brottför litlu minnar til danmerkur var ástæða skammvinns bölsýnis. Nú eru ekki nema 6 dagar þar til hún leggur land undir fót og fer í danaveldi. Auðvitað verður gaman hjá henni ég veit það en ég er bara svooo háð henni En ég ætla bara að nota þessar 7 vikur sem ég hef frí og gera hluti sem mér er búið að langa til að gera en ekki gert Annars er hún með hita núna en það er farið að sjá fyrir endan á því þar sem ég fer með hana til doc á morgun(hún er með sýkingu í hálsinum) og fær að öllum líkindum pensilin.
Nú er stóra stelpan alveg flutt að heiman þannig að það verður rólegt hér á næstunni og nógur tími til þrifa og þesslegs hluta Svo er sonur minn að fara til Tyrklands með konu og barn þannig að ekki sé ég mikið af þeim. En ég læt mér bara líða vel það er ekki æastæða til annars.
Hins vegar fannst mér ljótt að lesa með stúlkurnar tvær sem aðrar þrjár voru að berja. Ætla bara að vona að þetta sé ekki eitthvað sem maður fer að lesa á síðum blaðanna daglega, það væri alveg hræðilegt
en nú er ég hætt í bili kv unns
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það er hrikalegt hvað ofbeldi hefur aukist hérna á litla Íslandi.
Ekki gleyma að njóta barna-frísins
Jóna Á. Gísladóttir, 31.5.2007 kl. 23:54
já þetta er alvarlegt mál,en ég ætla að reyna aðnjóta mín í sumar
kv unns
Unnur R. H., 1.6.2007 kl. 08:44
Vonandi getur þú notið frísins og gaman að börnin þín skuli hafa tækifæri að fara erlendis. Gangi ykkur allt í haginn.
Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.