Stress

Ég hef það alveg á tilfinningunni að ég sé að fara yfirum á taugum. Stressið við undirbúning ferðarinnar hjá litlunni er að gera mig vitlausa!!!Er búin að pakka niður í töskuna, taka alllt úr aftur og pakka aftur og svona gæti ég endalaust haldið áframUndecided Verð að fara að ákveða hvað blessað barnið á aðhafa með sér annað er ekki aðganga uppAngry Hún fer sem sagt eftir einn og hálfan sólahring þessi elska og er að ég held búin að plana ALLT! uhummm veit ekki alveg hvort hún hafi nokkuð um það að segja að minnsta kosti ekki allt! En núna sdit ég við tölvuna og er að reyna að gera plan fyrir mig sjálfa hvað ég eigi að gera af MÉR! Þetta er erfittErrm Ég hef bara ekki hugmynd um hvernig ég á að eyða sumrinu. Ekki get ég verið í garðvinnu í allt sumar (garðurinn er á stærð við sendibréf!) ekki get ég farið að hanga á skyldfólki því það fer þá að sjá rautt þegar ég kem, allir vinir flýja líklegast bæinn þannig að hér sit ég með tóman haus og veit ekki neitt í hann.(hausinn sko)

Að líkindum verð ég núna að fara að ganga frá ferðatöskunni og setja hana bara strax út í bíl svo ég rífi ekki meira upp og pakka niður úfffff!

hætt í bili kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit ráð....

....þú ferð í langa göngutúra snemma á morgnana, kemur svo heim og færð þér góðan morgunmat og kaffibolla. Kíkir í bók - ertu búin að lesa Flugdrekahlauparann eða Á ég að gæta systur minnar? Frábærar bækur..... Ég gat ekki litið upp fyrr en ég var búin með þær. Svo er hægt að leggja sig - dorma aðeins..... leigja góða mynd.... fara á kaffihús með vinkonum - eða bara einsömul og horfa á allt hitt fólkið - hlera hvað fólkið á næsta borði er að tala um á meðan þú þykist lesa blaðið  Elda svo góðan mat handa kallinum og fara snemma í rúmið

Möguleikarnir eru ótæmandi

Hrönn Sigurðardóttir, 5.6.2007 kl. 21:15

2 Smámynd: Unnur R. H.

takk ffyrir góðar ábendingar nota örugglega þetta allt

Unnur R. H., 6.6.2007 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband