Langt er nú síðan

ég bloggaði síðast..Hef einhvern veginn ekki fundið þörf hjá mér að blogga, en ætla að henda inn örfáum orðum.

Eitthvað hef ég heyrt af því, að bloggarar séu með eitthvað skítkast, hver út í annan og er það eitthvða sem ég vel að taka ekki þátt í. Kannski er það ein af ástæðum þess að hér hefur farið lítið fyrir mér.

Margt hefur líka verið að ske í kringum mig sem hefur haft tíma minn og hugsanir þannig að það hefur setið fyrir hjá mér.

Sorglegir atburðir sem setur mark á mann, svili minn lést fyrir aldur fram og er það oft Þess valdandi að maður fer að huga meira að því hversu dýrmætt lífið er og horfa um öxl og meta lífið og reyna að breyta því sem hægt er að breyta og bæta fyrir annað sem hægt er að bæta fyrir.

Gamlir vinir hafa verið að koma til baka, eftir nokkurt hlé og er það alveg yndislegt..Oft er það nú svo að með árunum hverfa gamlir vinir og einhvern vegin tínast þeir í huga mínum en gleymast ekki. Akkurat eitthvað svoleiðis er að ske hjá mér og finnst mér, ég vera að týna upp úr geymslu heilans og endurskoða og er það bara mjög gott.

Suma sér maður aldrei aftur, en þeir sem maður getur á einhvern hátt fundið og náð til, þeir verða svo dýrmætir að hjartað tekur ósjálfrátt kipp. Þannig skeður það hjá mér. Ég verð glöð og þakklát og vill varðveita þann vinskap sem ég átti og vil eiga í framtíðinni.

Lífið er ekki það langt að maður sé að erfa misgjörðir og vanhugsuð orð, það er fyrir mér í dag bara rugl. En því miður hefur maður ekki alltaf séð það þannig en loksins er maður að þroskast, enda alveg tími til komin.

En ekki ætla ég að hafa þetta tuð öllu lengra, eigum fallega daga nú þegar páskar ganga í garð.

kv unns


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 6.4.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Heyrðu kona,þú ert nú alger dúlla  Eigðu góðan dag og ekkert að vera með neina bloggleti

Birna Dúadóttir, 6.4.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Inga María

.skil alveg þessa bloggleti....en njóttu tímans vel!

Inga María, 7.4.2009 kl. 13:36

4 Smámynd: Unnur R. H.

Takk dömur mínar, verð að fara að taka mig á

Unnur R. H., 7.4.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.4.2009 kl. 16:52

6 identicon

Gleðilega páska.Kveðja til krakkanna þinna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 13:29

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gleðilega páska mín kæra

Gaman að þú sért komin aftur,verð að viðurkenna að ég saknaði þín

Kveðja á stóru krakkana þín vona að þau hafi það gott

Knús til þín

Anna Margrét Bragadóttir, 13.4.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband