Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2008 | 17:30
Ennþá lasinn
Skil bara ekki af hverju þessi flensa fer ekki, kannski er verið að kenna mér þolimæði, aldrei að vita. En dagarnir hafa sem sagt farið í að liggja, þrífa pínu, liggja og þrífa pínu meira
Litli gormur gummason er vikugamall í dag og ég er ekki farin að mega sjá hann. En ég knúsa hann bara þeim mun meira þegar að því kemur. Nökkvi minn er svo stoltur stóri bróðir og auðvitað vissi ég að svo yrði, hann er svo mikið æði gaurinn.
Eina jákvæða við þessa flensu er að nokkur grömm hafa fokið, þannig að líklega fæ ég bara bikini fyrir sólina ehemm.Dúllan mín er farin að verða svo spennt fyrir ferðinni og mikið verður þetta gaman, sem sagt gaman saman
Stóra mín er svo dugleg er að leiða fundi á klepp og vogi eins og ekkert sé og finnst mér það svo yndislegt að sjá þessar breytingar á henni að það hálfa væri það
Núna er ég að taka mig til (fyrir sjónvarpið) og ætla að syngja með. Ég fann nefnilega textan í dagskránni og sem sagt, ég og eurobandið erum að fara að syngja
En ætli ég láti þetta ekki nægja í bili
hvetjum okkar fólk oyea
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.5.2008 | 18:43
Ég er ekki alveg!!!!
Eitthvað er að segja mér að færslurnar mínar séu alveg EKKI í lagi
Allt sem ég geri eru að verða tvisvar, annað hvort er ég svona frábær eða tölvan mín rugluð ok tölvan rugluð
En núna er ég öll að koma til, nema að hitin fer ekki alveg skil ekki alveg.
Ég er nefbblega svo stút full af kvefi að það hálfa væri það, en ég hef nú verið kvefuð áður!!! Guð hvað ég er alveg ósátt
Ég vona samt að þetta komi svona hægt og hljótt. En, ok, ég er alveg (ekki alveg) að sætta mig við þetta lið sem les og gerir líf mitt leiðilegt. OK OK ég er hætt
Af mér er ekkert gott að frétta. Er að drepast, skil þetta ekki hef eiginlega pínu áhyggjur af sjálfri mér. En núna ætla ég að gefa fólkinu mat, þar sem ég ætla að horfa á uv no 1
skil jú?
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.5.2008 | 00:22
Gott
að ekkeru íllyndi á þeim bænum. Hann virðist nú alveg kunna sig hann Billy Bob. Eitt sinn fannst mér hann svo hrikalega ómyndarlegurm , en í dag bara þokkalega sætur.
Gott hvað hann getur glaðst fyrir hennar hönd
Thornton lýsir aðdáun sinni á Jolie | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 00:17
Einum færra
Framsal á Pólverja staðfest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 10:00
komin
Ég ákvað að skrönglast að tölvunni og skrifa nokkrar línur. Ég er bókstaflega búin að vera fárveik, hiti hálsbólga hausverkur og hlustaverkur. Þetta er firsti dagurinn sem ég held haus svei mér þá.
Gat svo sem passað, þar sem litli prinsinn er kominn í heiminn, og amma gamla má ekki fara til að skoða hann fyrr en ég er orðin alveg hress.
En stóra mín fór og tók myndir og læt ég örugglega einhverja detta inn hjá mér í dag.
En núna er ég að pirra mig á fólki út í bæ. Mér finnst alveg merkilegt að þótt ég sé að blogga hér fyrir sjálfa mig aðalega, þá er svo mikið af svo undarlegu fólki sem virðist fá eitthvað kikk í að lesa og hringa svo um allar trissur til að tilkynna bloggin. Þetta finnst mér sýna svo mikinn vanþroska hjá þessu fólki og er ég að láta þetta pirra mig, þar sem þetta sama fólk er að hringja í húsbandið með einhverskonar dilgjur Ég á bara til nokkur orð yfir þetta fólk og það er GET LIVE!!
Jæja þá er ég búin að losa mig við þetta.
skrifa meira þegar ég er orðin aðeins hressari
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.5.2008 | 19:35
ER ORÐIN AMMA AFTUR
Birnan mín er búin að eiga og fékk ég ömmubarn no 2 kl 18:22 Hann er pínu á undan, en beið eftir Stóru minni. Og ég er svo montin og, og ég á ekki til orð
Hætti að sinni, er alveg í skýjunum
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
15.5.2008 | 16:42
Jibbý
Stóra mín er komin Reif mig á fætur fyrir sex og brenndi á völlin til að sækja hana, mikið svakalega var ég glöð að sjá hana, og hún er ekkert smá brún. En heim héldum við og lét ég dúlluna vera heima þar sem hún svaf ekki fyrir tilhlökkun
Svo eru bara aðrir og meiri hlutir að ske, Birnan mín er komin á fæðingardeildina og fylgist ég mjög mikið með, nema að vatnið fór að fara um hádegi og mín (Birnan) ætlaði bara að fara að laga til, en sem betur fer var Gumminn minn eins og eldflaug og þaut uppeftir svo núna er ég bara að bíða og heyra. Ekki má ég mæta, full af kvefi og skít, en stóra fer um leið og eitthvað meira er í gangi!
uff hvaðég er yfirspennt, vissi að ef veðrið væri gott kæmi hinn guttinn. Þegar Nökkvi minn fæddist var þvílik blíða. Enda sat ég í makindum í Mosó og hafði það gott á mínum stuttbuxum og ermalausa bol.
Og þannig mætti ég á fæðingardeildina, rétt náði að taka þátt í að mæla þessa elsku stund sem ég aldrei gleymi. En ég hálfskammaðist mín fyrir útganginn ehemm.
En er á vaktinni, elskið sólina
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 22:01
Fallegur sólardagur
að kveldi kominn Þvílík og önnur eins blíða, þetta er frábært. Sat úti á sólpalli og þar var svo heitt að ég gafst upp, enda pallurinn alveg í skjóli og ekki andvari sem kom þar. Bakið rautt svo og bringa og andlit. Held bara að ég verði orðin þokkaleg þegar ég fer til portual.
Hún stóra mín er að koma í fyrramáli kl 6 og ætla égað fara til Keflavíkur að sækja hana. Mikið hlakka ég til að sjá hana Þótt ekki séu nema 2 vikur síðan hún fór þá finnst mér þessi tími vera búin að líða frekar hægt. Sem sagt ég er þokkalega háð henni En sem sagt þá fer ég á fætur kl 5:30, þannig að ég ætla að fara að sofa. Dúllan mín er orðin rjóð í vöngum og freknurnar komnar á sinn stað í andlitinu enda er hún svo dugleg að vera úti. Það er orðið frekar erfitt að koma henni inn á kvöldin og er ég ekki ein um það að eiga í vandræðum, helst að flestir foreldrar lendi í þessu á vorin. Og þegar veðrið er svona flott þá finnst mér erftitt að vera leiðileg mamma sem heimtar að hún komi allt of snemma inn ehemm.
Nú verð ég að fara að stoppa mig af og dífa mig að fara að sofa
Vonandi verður morgundagurinn sólríkur og sæll
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2008 | 12:50
Kom að því
Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2008 | 12:09
Allaf er það
Beatrice hædd í breskum blöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)