Færsluflokkur: Bloggar

Ég þakka

fyrir mig og er bara glöð yfir að einhver nennir að lesa bloggiðKissing Ég er bara sátt við mig og aðra, enda er ég í rosalega góðum gírW00t

Ég er að fara upp á skaga um helgina og ég er alveg að fara yfirum af tilhlökkun þar sem litlu gaurarnir búa þar. Það er ekkert smá gaman að getað verið með þeim um helgina.

Í fyrra fórum við á írska daga og við vorum yfir okkur hneyksluð, það var enginn virðing borin fyrir einu eða neinuAngry. Vonandi verður breyting þar á!

Ég og kallinn minn eigum 10 ára brúðkaupsafmæli á föstudaginn og er ég og sonur minn búin að plana matarboð handa okkur familíunniGrin.

Ég hlakka rosalega mikið til. En svona af öðru er bara gott, okkur líður vel og erum öll í góðum málum, sorry ég gleymdi, Stóra mín er búin að vera veik en er ölla að koma tilWink

Elska alla, konur og kallaTounge

kv unns 


Jæja mætt aftur

Ég er búin að vera svo löt við að blogga að það hálfa væri nóg! En ég ætla að henda inn nokkrum línum.

Ég er einvernveginn búin að hafa nóg að gera síðan ég kom heim, sem er ágætt og kannski þess vegna ekki verið að blogga. En núna um helgina drifum við okkur, gamla settið og dúllan, á húsbílnum í smá ferð. Það var alveg yndislegt að komast aðeins út úr bænum, hitta fólk og finna stemminguna aftur. Við fórum í Garðinn, en þar var hátíð með ýmsum skemmtiefni fyrir börn og fullorðna.

Að vísu var veðrið svo sem ekkert að dekra við okkur, sem sagt mikið rok, en ekki létum við það á okkur fá enda myndaði bíllinn skjól þannig að ég gat setið úti í sól og sæluTounge. En svona er ísland, vitum aldrei hverju hægt er að eiga von á í veðri.

En sem sagt alveg frábært að fara svona og í gær var boðið upp á bröns í boði staðarinns og var það frábært. Síðan var brunað í bæinn og drifið sig í sparigallan, þar sem við vorum að fara í fermingu. Fermingarbarnið kom frá noregi að láta ferma sig og var þetta hin mesta og besta veisla, þar sem saman var komin mestur hluti af ætt húsbóndans.

Nú get ég sem sagt verið sátt. Er nú þegar farin að plana ferð um næstu helgi. Eitthvert stutt þar sem bensín er dýrt en gaman að fara svona um helgar frá amstri borgarinnarSmile

En hafið það gott í dag og brosa!Grin

kv unns 


Mín komin heim

Jæja nú er ég komin heim frá albuavera og það var ekkert smá gamanSmile Ég og dúllan og auðavitað systir mín, við höfðum það alveg yndislegt, eða það fannst mérCool

Hitinn var svolítið meiri en ég vildi en svona er þetta. Ég hef aldrei verið svona brún, að ég held, frá fæðingu, svo ég má vera mjög sátt.

Sólin er eins og dúllan segir rosalega heit þarna í Portugal, var ekki alveg að skilja að það gæti verið svona heitt hér, með sömu sólinaWoundering.

Við fórum flest kvöld út að borða og sú stutta var alltaf til í að smakka eitthvað nýtt, sama hvað var. Mikið var ég fegin hversu mikla matarlist hún hafði, hún var allaf að borða og gerði mig svo happyInLove

En sem sagt þá er ég komin heim og lífi'ð er farið að taka á sig venjulega mynd, sem sagt þjóna en ekki láta þjóna sérFrown

Þvílíkt frí fyrir mig að getað labbað út af íbúðinni án þess að þurfa að þrífa sjálf og búa um OMG. En svona er þetta bara, þannig að ég er komin í mína gömlu rútínu og þannig er það baraKissing

En föðmum hvort annað og gerum lífið að leikCool

kv unns 


Bloggfrí

Nú er ég kominn í smá frí, fer til portugal í nótt

Brosum við lífinu

k unns 


Knúsi krús

Loksins fékk ég að sjá jaxlinn litla og hann er bara æðiGrin Auðvitað er hann fallegasta barnabarn sem ég hef séð svona utan við Nökkva minn, en ok þeir eru jafn fallegirInLove

Svo fékk ég að njóta þess unaðar að vera sú fyrsta sem fékk að passa hannTounge, ekki slæmt þaðGrin. En sá stutti virtist finna á sér að móðurlyktin var farinn úr húsi og byrjaði að rumaska. Og amma gamla sem er ekki ennþá fangvön krílinu, fór í baklásCrying, hringjandi í fári í foreldra (sem voru nú bara að kaupa barnavagn hér rétt hjá) og nánast argaði á hjálpWhistling. Ok en eitthvað sagði mér að taka kútinn og knúsa hann nógu mikið í fangið og troða snuði upp í hann, og hvað skeði, hann hætti að gráta og vara bara að skoða þetta gamla viðrini sem hann hafði ekki séð áðurJoyful. En hann var ekki hræddur þannig að ég er nokkuð sátt, oh sá er sjarmurInLove

En svona af öðru þá fékk ég yndislega gesti í dag. Þá komu vinafólk mitt úr Höfnunum sem ég hef ekki hitt í meira en ár. Það var alveg frábært að fá þau, og ekki nóg með það, þau eru svo á alveg sömu bylgjulengd og við að það er bara fyndiðLoL

Þannig að ég er sátt við lífið, nema að ég er strax komin með kvíða yfir fimmtudeginum, en þá förum við til Portugal ójé ehemm.

Elskum lífið. kv unns 


Endanega orðin hress

og kát. ég er svo ánægð með lífið eins og er að það hálfa væri nógSmile. Ég er kominn upp úr lægðinni og líður bara vel. En því má þakka henni Helgu vinkonuInLove En málið er að þau voru að fara til Mallorka og af einhverri rælni fórum við að ræða gistingu yfir nótt. Meira var ég til í að fá þau þar sem 13 ár eru síðan að við höfum rætt almennilega saman. Og hún þáði gistingu og þessar elskur komu hér í gærkvöldi og einhvernveginn small allt saman, mikil hamingjaGrin

 Dúllan hennar er árinu eldri en mín dúlla, og nóta bena, þær þekkjast ekkert en smullu saman eins og smjör og brauð, bara yndislegt.

Maðurinn hennar og minn kall náðu saman eins og þeir hefðu þekkst í mörg ár, þetta var bara æðiJoyful

En sem sé við sátum og kjöftuðum saman til að ganga 2 í nótt og mér hefur ekki liðið betur í langan tíma. TAKK HELGA MÍNInLove

Skrýtið, að finna hvor aðra eftir öll þessi ár, á blogginu, það segir mér svo mikið. En ég er rosa glöð yfir að hafa drifið mig í að bloggaGrin

En núna ætla ég að hætta í bili og fara að sinna MÉR og hafa það gott

Elska lífiðInLove

kv unns 


Skammtur 2

Er ekki alveg sáttDevil Hélt að ég væri orðin góð, en því miður varð ég að leysa ut skammt no 2 og er ekki alveg sátt við þetta líf í dagPinch

En ok, þetta kemur. En af mér er eitthvað lítið að frétta. Er eins og sést ekki sáttAngry en vonandi verð ég orðin góð eftir 10 daga, því þá fer ég til PortugalW00t

OMG hvað ég hlakka til, ekkert smá, en þó svo að ég verð á penslilíni þá ætti þetta alveg að vera í lagiWoundering. Dúllan mín er alveg að verða búin í skólanum, mikið er ég glöð yfir því. Er ekki alveg að nenna þessu bulli með skólan. Bara eitthvað til að hafa ofan af fyrir börnunum, þannig að ég er ekki alveg að skilja þetta sístem, en ég er enginn proffi þannig að Shocking

En núna er ég að éta þetta fjárans pensilín ojFrown og blogga þegar skapið verður betraCrying

Verum góð!!!

kv unns 


komið!!

Er loksins orðin góð jibbýSmile

Núna er ég alveg að verða eins og ný, og ekki er ég smá glöðSmile Að vísu er ekkert smá að ske hér á suðulandi og ég meina suðu, jarðskjálfar að fara alveg með okkur, og ef það er eitthvað sem ég er hrædd við, þá er það einmitt þaðFrown. Ég sat út á sólpalli og var að hafa það gott, talandi við vinkonu mína, þegar allt í einu fór allt að skjálfa, pallurinn á öðru hundraðinu og stóra mín kom hljóðandi út(hún var upp í sínu herbergi í rúmminu veik) og við vorum argandi hvor á aðra, vissum ekki hvað eiginlega var að skeFrown

En auðvitað vorum við bara heppnar, en ég á vini um allt suðurland og byrjaði strax að ath. Og sorgin hjá mer var að það voru ekki margir sem sluppu (sem ég þekki)

Ég er svo hræðilega hrædd við allt sem við getum ekki útskýrt. Gumminn minn hringdi í mig og sófin hjá þeim fór á stað, og þau búa á skaganum.

Ég er hræðslupúki og viðurkenni það fúslega. Annars er ég alveg að verða eins og ungi, nýr úr eggi, sem sagt góðGrin

Vona samt að ég þurfi ekki að sofa í tjaldi í nótt.

Hugsum vel um þá sem eiga erfitt núna í skjálftunum

kv unns 


2 dagur

í bata. Þetta virðist allt vera að koma hjá mér, þótt hægt fariCrying. Það mér finnst þó verst með þetta allt er að þegar ég verð svona líkamlega veik, þá leggst það líka á andlegu hliðina, sem er hið versta mál! Þótt ég sé að éta mig sadda af geðlyfjum, þá gerist það samt að ég fer í mikla lægð. Þannig er þetta búið að vera hjá mér síðustu viku og hefur frekað hallað undan fæti ef eitthvað er.

Svefninn er búin að vera svo hræðilega slæmur að ég sef ekki nema ca 2 tíma í einu og vakna og það tekur mig langan tíma að sofna aftur. Þetta er það versta sem fyrir mig getur komið.Sem sagt svona frekar óhress.

Versta við það að vera svona svefnvana er að ég verð svo rosalega paranojuð. Má ekki heyra í sírenum eða nokkru slíku, þá er ég rokin í símann að athuga með dúlluna. Hún eðlilega finnur þetta og það finnst mér það versta, því hún hefur ekkert með mín veikindi að gera.

Svo er að það að ég gjarnan loka mig inni, fer ekkert, hitti engann og það verður erfitt að tala í símann. Þannig að ég virðist láta þetta bitna á öllu mínu lífi. En ég virðist ekkert ráða við þetta, veit að þetta er tímabundið og verð að þrauka og taka bara eitt skref í einu.

Ég hef rosalega gaman af öllu föndri og á ég núna fullt af efni sem ég get farið að nota, en það virðist bara vaxa mér í augum og ég kem engu frá mér. Ætlaði að vera búin að sauma gardínur fyrir dúlluna en stari bara á efnið hérna fyrir framan mig.

Það er ekki í mér, þegar ég er í lagi, að láta veðurblíðu stoppa mig, er yfirleitt dugleg að vera utandyra, en get ekki hugsað mér það eins og er.

En ég veit að þetta líður hjá og er ég í dag mjög fegin hversu vel ég er farin að fylgjast með andlegu hliðinni hjá mér, því að það eru bara 2 ár síðan ég fór að taka ábyrgð á mínum sjúkdómi. Eins gott að fara að brosa framan í heiminn enda ekki nema 17 dagar þar til ég fer til portugal og ætla ég svo sannalega vera orðin hress andlega og líkamlega.

Um helgina ætla ég svo að fara að sjá elsku litla drenginn, loksins, því þá verð ég búin með sterka pensilínið og ætti að vera alveg óhætt að knúsa sæta litla og hann Nökkva minn.

En nú ætla ég að fara að koma einhverju í verkUndecided

kv unns 


Loksins

dreif ég mig til læknis og nú er ég komin á 2 tegundir af síklalyfjum. Já mín komin með í lungnapípurnar og öllum holum og götum sem finnast í hauskúpunni, sei mér þáGetLost

Ég er ekki ennþá búin að fara að sjá litla dúllustrákinn, sem sagt nýja barnabarnið, þar sem ég hef ekki viljað draga einhverja pest inn á heimilið, en nú get ég farið um leið og virkni er byrjuð í lyfjunum. Ég hlakka svo tilInLove En Gumminn minn kom í fyrradag, þessi elska og setti inn í tölvuna nýjar myndir svo að ég get haldið áfram að dáðst af drengnumGrin.

Svo horfði ég á eurovision eins og þjóðin öll og fannst, eins og þjóðin öll, að okkar fólk ætti alveg skilið fleiri atkvæði en þau fengu. En svona er þetta bara ekkert hægt að fást við þaðPinch.Að öðru leiti er ég bara búin að vera svona aðeins að dunda mér hér heima, hef ekki nokkra orku en vonandi fer það að koma allt saman, er bara bjartsýn á það.

Dúllan fór í vorferðina með skólanum í dag og var haldið í Hvalfjörðinn og skoðuð lömb og aðrir ferfætlingar og hafði hún rosa gaman af, enda allaf gaman að fara í sveitinaWink

En nú ætla ég að gera eitthvað af viti.

Hafið það gott elskurnar. Kv unns 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband