Færsluflokkur: Bloggar
5.9.2008 | 20:05
Þar höfum við kellur það!!
Göngulagið kemur upp um G-blettinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.9.2008 | 11:55
Ekki kom þetta
Uppselt á minningartónleika um Vilhjálm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2008 | 20:43
jabb
Ég er buin að reyna ca, fimm sinnum að blogga en sorry það bara kom ekkert
ok kannski á ég ekki að láta vita hversu ílla mér lí'ður
Ekki
Ok Fínt, en sem sagt hefur mér ekki liðið rosa vel, eeeen þetta kemur....Get ekki hætt að laga til og er alveg að missa mig í að þrífa, ekki gott
En plúsinn er að hér er allt hreint sem hefur ekki skeð í marga mánuði þannig að þetta er nú bara af hinu góðu!
Í dag kom fasteignasali að meta þetta hérna og vonandi setur hann það hátt á eignina að hún selst ekki. Nei þetta er nú einum of hjá mér! Þetta sýnir bara hversu frek ég er og vill hafa mitt!
En home, sweet home, no matter where it is, its in your heart! Þetta er rétt og skal vera það
see u
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2008 | 10:07
Bara góður
Bankaræningi strauk og sótti um vinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.9.2008 | 20:16
Er ekki alveg
eí lagi, sem sagt í maníu, en mér líður bara vel og það er held ég fyrir bestu
Hef haft alveg nóg að gera, búin að kaupa mér eitthvað súperefni sem gerir allt eins og nýtt og þá mein ég eins og nýtt
Þetta undra efni er eitthvað sem ég hefðí viljað þekkja fyrir mörgum, mörgum árum síðan, en því miður var þetta bara að ske
Ég nefnilega hef ekki verið svo rosalega dugleg á mínu heimili, að nú var sko kominn tími til að fara ofan í mesta skítinn,,,,,
Það er meira en að segja það,OJ En ok ég verð bara að sætta mig við það að sultan sat fyrir
Þarna sjáið þið hversu berjaveik ég er hehehe
En ég er ekki alveg sátt við hvernig ég hef það í dag er alveg á fullu að þrífa og reyna að gera allt fín hér, en sorrý, þetta er ekki alveg að virka fyrir mig!
Mér líður ekkert rosalega vel og veit ekki alveg hvað ég á að gera.
Ekki á ég kall sem getur skilið mig, eða börn(enda vil ég ekki bögga þau) en mér sem sagt líður ekki vel
Kannski kemur þetta smátt og smátt, vona það, en hvernig væri að hafa það gott
love unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.8.2008 | 18:18
Alveg kominn
tími til að blogga. Hef haft eitthvað svo mikið að gera að það hálfa væri nóg. En margt hefur skeð síðan síðast og í stuttum orðum ætla égað reyna að koma því frá mér !!!
Núna nýverið hef ég tekið upp fyrri yðju, það er að ræna alla nágranna af berjum og er búin að búa til um það bil 40 krukkur af rifsberjahlaupi og svo 6 krukkur af sólberjum, þannig að ef þið fréttið að einhverjum berjaþjóf, ÞÁ VAR ÞAÐ EKKI ÉG!. En mér finnst svo gaman að sulta og sulla þannig auðvitað er alveg kjörið að tæma runnana í hverfinu, ekki vill ég láta þetta verða fuglafæðu eða bara ónýtt!!!
Um síðustu helgi fórum við litla fjölskildan, á afmælishátíð hjá húsbílafélaginu. Þetta félag er sem sé orðið 25 ára og var haldin þvílik hátíð. Á föstudagskvöldið kom Gísli Einarson og skemmti, og ég held að ég hafi ekki hlegið svona mikið í langan tíma. Á laugardagskvöldið var svo aðalhátíðin með hlaðborð, bæði heitt og kalt, og góða skemmtikrafta. Mikið fannst mér gaman. Þannig að ég var alveg í skýjunum eftir helgina.
Ekki var það að skemma að "strákarnir okkar" voru búnir að ná silfrinu og ætlaði ég að horfa á þá spila síðasta leikinn, en var bara búin að sjá að þeir myndu aldrei ná gullinu, enda finnst mér silfur fallergra
En þetta er svona stilkað á stóru í lífi mínu þessa dagana..... Ég er samt svolítið á varðbegi gagvart mínum andlega sjúkdóm. Ég er búin að vera frekar manísk og það hefur ekki skeð í 8 ár þannig að ég verð að fara að gæta að mér og horfa á hvað ég er að gera Kannski er ég bara að verða betri , eða bara verri, ég veit ekki. En eitt veit ég að ég verð að hafa aðgát með þetta þar sem þetta gæti endað ílla
En núna er ég kát og glöð, búin að baka og þrífa og, og OMG, núna ætla ég að slappa af og njóta kjötsúpunar sem ég er búin að elda...........
hafið það sem allra best og berjum(ber í berjamó) meðan ekki frystir
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.8.2008 | 20:26
Er ennþá eitthvað löt!!
En samt hefur verið alveg nóg að gera hjá mér, eitt og annað að ske, og ýmislegt brallað Ég er orðin , loksins segi ég, óð á heimilinu!
Eftir að ég var búin að vinna þessa lotu, sem ég virkilega hafði gaman af, var ég svo búin ehemm, að ég lagðist í leti sem tvífalt er búið að lenda á mér
Ég er svo óvön að taka svona vinnutarnir að ég var bókstaflega búin með allt sem heitir orka, rétt skreið upp í rúm og gaf alveg skít í allt sem heitir þrif á heimilinu. Eins og við konur vitum, þá fer skítur og annað í burt, svo núna er ég að ráðast á þennan óvin og reyna að gera hann óvirkan!
Ég tók herbergið hjá dúllunni alveg frá stafrófsröð og hún, þessi elska, skúraði. Þannig að núna á hún tvisvar sinnum stærra herbergi og allt í röð og reglu. Yndislegt
Næsta mál á dagskrá var ísskápurinn, bojóboj, það var sko vinna en þessi elska hún tróð sér inn í skápinn (í bókstaflegri merkingu) með tannbusta og þreif allar rifur og rimla.
Núna er ég svo sæl með ísskáp sem er eins og nýr og allt er að fara í rétt horf En ég er svo glöð yfir að skólinn sé að byrja. Þá get ég sett allt í gamla gírinn og haft gaman af ölluNúna er ég hætt!
Verum glöð (skólinn er að byrja) EHEMM
og góða nótt
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
8.8.2008 | 23:09
Er bara búin
að vera ferlega löt að athuga með bloggið. Ég er ekki alveg vön að vera að vinna svona allan daginn og þreytan er algerlega að gera út af við mig! Hefði ekki haldið að ég væri svona virkilega veik af þessari fj... vefjagigt.
En af hverju ætti ég að halda áfram að afneita þessum sjúkdóm, jú ég hélt að það væri nú alveg nóg að vera með þetta þunglyndi, en svona er þetta!
Ég er að vinna frá fyrir átta til að verða fjögur á daginn og bara svo að þið vitið það, þá er ég svo búin, andlega og líkamlega, að ég vil helst fara að sofa. En það er ekki hægt, ó nei ég er með barn heima sem ég verð að sinna og þar sem ég leyfi henni að sofa fram eftir get ég eiginlega ekki farið fram á að hún fari að sofa með mér ehe ég vil fara að sofa kl níu
En við erum að vísu búin að hafa það alveg ágætt. Um verlsunarmannahelgina fórum við gömlu að Kleppjárnsreykjum og vorum þar í blíðu og strí'ðu
En núna er ég bara heima að gera ekkert, enda svo búin á límingunum að það hálfa væri nóg
Ég skrifa meira seinna og kannski set ég myndir inn, aldrei að vita
just love, not war
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.7.2008 | 20:30
Fyrst ég
er á annað borð komin af stað er eins gott að halda áfram. Ýmsir þankagangar hafa verið hjá mér eins og eitt til dæmis, við konur hugsum, held ég, alltaf um það þegar við kaupum veski, hvort pláss sé fyrir varalitinn, ég pesónulega mála mig yfirleitt ekki, en ég er samt allaf með varalit veit ekki af hverju þar sem ég nota hann ekkert svona dags daglega
Og svo annað, ég held að ég sé að gera tengdardóttir mína alveg galna Ég hingi í tíma og ótíma og athuga með hvort allt sé í lagi, er bara að bíða eftir að hún segi mér upp sem tengdamömmuekki væri ég hissa á því.
Svona er heilinn minn í dag en á morgun örugglega eitthvað annað, ó ég gleymdi, þar sem ég er vinnandi kona þessa dagana er ekki alveg útilokað að ég slæ út annað veifið, er ekki vön að þurfa nota heilan svona mikið.
Hafið gott kvöld og brosum
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
23.7.2008 | 17:34
LONG TIME
Já það er orði'ð ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Hef bara einhvernvegin haft nóg að gera og svo líka að ég hef ekki nennt því.
En eitt og annað hefur skeð síðan síðast. Ég fór náttlega á írsku dagana og var alveg svaka gaman. Við vorum með börnin mín, tengdabörn og barnabörn í mat á föstudagskvöldinu og var það alveg frá bært nema að litli nýji vildi bara sofa, það fannst ömmu ekki neitt gaman . En Birnan mín kom á laugardeginum aftur með guttana og þá fékk amma aðeins að sjá hann vakandi, svo það bætti þann dag alveg upp. Við fórum ekki í bæinn fyrr en á sunnudagskvöldið þar sem veðrið var svo frábært að við tímdum ekki að fara.
Svo fór ég upp á skaga og var í nokkra daga, þar sem litli nýji var að fá nafn og pabbi hans að vinna út á landi, þannig að ég og dúllan fórum að hjálpa til fyrir skírnina. Allt gekk það ljómandi vel fyrir sig og fékk sá stutti nafnið Alexander Björn, og var það stóri bróðir sem sagði prestinum hvað nafnið væri. Hann Nökkvi minn var svo flottur að amma gamla fékk bara tár í augun. Veislan var flott og hitti ég fullt af fólki sem ég hef ekki séð í langan tíma og var það æðislegt.
Svo var Nökkvi minn hér hjá okkur 4 daga og um síðustu helgi fórum við í smá ferð með hann og dúlluna. Byrjuðum á Úlfljótsvatni, gistum eina nótt en það var svo hvasst að við færðum okkur upp í laugarásinn og vorum þar í þvílíkri bongóbliðu, bara yndislegt.
En nú er ég byrjuð að vinna allan daginn og svo þreytt á kvöldin að ég er alveg búin, enda viðbrygði að byrja að vinna eftir allan þennan tíma.
En ég er sátt við lífið og tilveruna og vona að allir aðrir séu það líka
bæforná. kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)