Færsluflokkur: Bloggar
20.9.2008 | 21:39
Alveg að gleyma
mér í dagsins önn. Sem sagt alveg búin að gleyma mér í kreppunni. Er ekki alveg í lagi með að fylgjast með og dæma, ekkert virðist vera í lagi ehemm
Kannski ætti maður bara að gleyma ástandinu í þjóðfélaginu og gera bara gaman að lífinu, af hverju ekki, lífið er ekki það langt
Ok kannski er ég bara pirruð yfir þeim niðurstöðum sem ég fékk frá hjartavermd!
Já Já ég er pirruð, Ég á samanber þessum rannsóknum, missa 10 kíló, hætta að reykja, ARG og fara að éta grænmeti og ávexti út í eitt, annars verð ég komin með pillur við sykursýki
Er ekkert rosa hress, en ok, verð að fara að gera eitthvað!!
Hér með leita ég eftir fólki sem er að hætta að reykja og vill fá einhverja kellu, sem er geðveik, til að spjalla við
En ég er að pæla í að fara að leggja mig Annars verð ég alveg klikkuð ARG!
Góða nótt og sofið rótt (or something ) ehemm
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
13.9.2008 | 22:16
Laugardagur til lukku!
Ég ólst upp við að hver dagur hefði sitt og ég stend ennþá við það Í dag fórum við á Skagann að kíkja í kringum okkur. Sáum við þvílíkt mikið að eignum, sem eru þess virði að líta á, en við fórum bara að skoða eitt virkilega kósí hús Það var bara æðislegt og ég féll svo virkilega fyrir því
Ég er samt svo ferleg með að gefa öðru ekki tækifæri, þannig að núna ætla ég að vera þolinmóð og skoða meira Við rúntuðum mikið og vorum með tvær sprellfjörugar stelpur með okkur, þannig að þetta var mikil gleðiför.
Akranes er fallegur bær svona í fljótu bragði, þótt svo að það eru hús inn á milli sem mættu horfa á betri daga. Ég er einhvernveginn alveg með það samt á hreinu að ég yrði ánægð þar, þótt svo að ég væri að fara með sjálfa mig með.
Nokkra þekki nú þar eins og auðvitað Gummann og fam og fólk úr fortíðinni sem ég hef ekkert nema gott að segja af. Ég væri bara glöð að getað mætt því fólki og verið eins og ég er, kannski þekkir þetta folk mig ekki aftur. En sama um Það ég er bara glöð að getað byrjað annað (3, 4, 5, ) líf þarna
En annað er flott, nóg að gera með geð og annað
Komaséríró hehe
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.9.2008 | 10:35
Fjórfalt klapp og húrrahróp
Stórsöngvarar styrkja langveik börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.9.2008 | 10:32
Ekki batnar það!
Að menn skuli nota sakleysi til að koma sínu fram, þetta er ekki í lagi. Alveg getur maður séð með þessu að þessi kona er örugglega ekki eina fórnarlambið! Mér verður allaf svo óglatt þegar ég les svona að það hálfa væri það.
Vonandi fá þessir menn langan og strangan dóm
Kynmök til að aflétta bölvun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 13:21
Ég virðist ekki getað skotið mér
undan þessum endalausu klukki ehemm, þannig að ég ætla að láta mig hafa það!!
4 STÖRF SEM ÉG HEF UNNIÐ UM ÆFINA
1. KEA (meðan það var og hét)
2. ÚA (líka meðan það var og hét)
3. Gjaldkeri hjá Pósti og Síma(einmitt meðan það var og hét líka)
4. Póstútburðarkona.
4 BÍÓMYNDIR SEM ÉG HELD MEST UPP Á.
1. E.T.
2. My girl
3. Lord of the ring
4.Allar myndir sem Johnny Depp leikur í
$ STAÐIR SEM ÉG HEF BÚIÐ Á.
1. Akureyri
2. Reykjavík.
3 Kópavogur.
4. Noregur (sem betur fer í stuttann tíma)
4 SJÓNVARPSÞÆTTIR SEM MÉR LÍKAR BEST VIÐ.
1. Monk
2. Low and order svu
3. House
4 C.S.I.
4STAÐIR SEM ÉG HEF HEIMSÓTT Í FRÍUM.
1. Noregur.
2 Damnörk.
3. Portugal.
4. Mest allt ísland (á húsbílnum)
4. SÍÐUR SEM ÉG HEIMSÆKI DAGLEGA UTAN VIÐ BLOGGSÍÐUR.
1. mbl.is
2. leit.is
3. ja.is (er allaf að leitaaf fólki)
4. visir.is
4 UPPÁHALDSRÉTTIR.
1. villibráð sem gumminn minn eldar
2 flest allir réttir sem kjúklingur er í
3 pastaréttur a la ása
4 kótilettur í raspi upp á gamla móðinn, með raukáli, baunum, feiti og rabbabarasultu namm
4 BÆKUR SEM ÉG HEF OFT LESIÐ.
1. synir arabahöfðans
2.Jane Eire (man ekki alveg hvernig það er skrifað)
Síðan bara allar ástarbullbækur sem ég kemst yfir!
4 STAÐIR SEM ÉG VILDI VERA Á NÚNA!
1. Portugal með sólglerugu og sælu
2. Spáni með sólgleraugu og sælu
3. Tyrklandi með sólgleraugu og sælu
4. Allstaðar nema heima hjá mér að þrífa og pikka þetta
4BLOGGARAR SEM ÉG KLUKKA.
Það er erfitt, þar sem ég held að allir mínir bloggvinir hafi verið klukkaðir nú þegar, en þeir sem hafa það ekki, taki þetta bara til sín og drífa sig
THE END
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.9.2008 | 08:15
Mikið væri
Týnd stúlka hugsanlega fundin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.9.2008 | 20:00
Of mikil heilavinna...
Eg er alveg að fara yfir um vegna of mikilla vinnu á heilann En málið er að nú er íbúðin farin á sölu og er ég að leita fyrir mér upp á skaga, og bojoboj, þetta er meira en lítil vinna omg
En annars er allt flott hér, sól og sumar og öllum gengur vel með það sem þeir eru að gera.. Skagaparið kom með guttana í heimsókn og sá stutti er bara stór og mikill
Nökkvi minn er náttlega bara yndislegur eins og allaf......Dúllan er enn að velta fyrir sér hvernig væri að flytja og ekki alveg að sættast, helst vill hún íbúð með sundlaug eða heitum potti, þetta kemur allt í ljós, vona ég..
Ég er að vísu ekkert rosalega hress andlega, en ég held að Það sé bara út af öllu þessu sem er að ganga á í kringum mig, vonandi Samt er ég vaðandi úr einu í annað og veit varla hvað snýr upp og hvað niður
Kannski finn ég endi á Þessu öllu, vonandi
En hvað með það, hér fór hitinn yfir 18 gráður í dag þannig að maður á bara að vera hress og kátur og njóta lífsins, ekki satt
En ok, förum með frið í hjarta í kvöld að sofa
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.9.2008 | 11:26
Mikið var
Britney kom, sá og sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.9.2008 | 21:10
0809
Einmitt, núna í dag er ég 48 ára gömul En svona er þetta......Getting older, and older.....En hvað með það, ég er búin að eiga alveg dásamlegan dag í dag.............
Það byrjaði að vísu ekki vel, svaf ílla og kannski með einhverjar ranghugmyndir um komandi dag ó nei, það voru hroturnar í kallinum sem héldu mér vakandi
Ok ég bara færði mig inn í annað herbergi og náði að sofa, og gleyma, ehemm, að þegar ég færi á fætur væri ég 48
Ekki var ég alveg að trúa því en sorry, ég verð víst að sætta mig við þetta
Þetta lofaði að vísu góðu, var alveg til í að elda góðan mat, sem ég gerði
ok ok, grísalundir, bakaðar karöflur, brúnað grænmeti og ferskt salaat. Ekki slæmt það
Og þessar dúllur, sem sagt dætur mínar gáfu mér ekki neitt smá flottann hring Og mamma mín og systir gáfu mér pening til að kaupa mér föt Ég elska ykkur öll..... En ég var svo happy að fá stóru mína og hennar ektamann í mat að ég varla hélt vatni....ehemm ekki alveg rétt. Ég held vatni mjög vel
En sem sagt er ég næstum happy ehemm, 48
Elskið aldur, ekki skvaldur
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
8.9.2008 | 08:13
Skildi hann hafa
Læddist óboðinn inn á heimili að nóttu til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)