Færsluflokkur: Bloggar
13.11.2008 | 23:04
Ég er svo sannarlega
búin að fá nóg af öllu þessu kreppulífi Nei, nei ég er hætt að horfa á fréttir og þannig og þá líður mér svona þokkalega vel...
Ég var með minn yndissvein Alexander no 2 barnabarn, í morgun og hann er svo yndislegur og æðislegur að ég knúsa hann allaf í rúst, ehemm ekki alveg samt
En ég er samt búin að vera svoo ógeðslega fúl út í bensínverðið hér hjá okkur, ætti ekki endalega að fara að kjósa á ný
Ég veit eitt að ég mæti á laugardaginn í mótmæli, jabb það geri ég og þó svo að við vitum að ekkert breytist NEMA við stöndum saman, so, bíddu var ég eitthvað ekki alveg í sambandi, well, við af stað!!
Ekki hef ég tekið þátt fyr, en núna skal ég
En ég er þreytt og verð að fara að sofa.
Góða nótt og stöndum saman
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2008 | 11:23
Ekki borgar sig
Skapvonskan leiddi til slyss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.11.2008 | 01:03
Er búin að rífa mig upp
nenni ekki að lykkja í þessu volæði. Veitir ekki að verða hress aftur just fake it!
En samt er ég aðeins að sjá birtu í öllu þessu myrkri. Ég og dúllurnar erum að fara að gera jólahreingerningu á morgun og ekki veitir af.....Og kannski tökum við nokkur penslaför fyrst við erum að byrja.
En sorry, kreppan náði tíma á mér en nú er ég að berjast upp úr þeim skít sem fylgir..Ég er ekkert vongóð í að getað borgað af okkar eign, en ég sé alls ekki ein um það þannig að næsta laugardag fer égað mótmæla, hef ekki haft heilsu hingað til, en nú fer ég af stað
Hef alve nóg að segja og er samt að hugsa mér að vera í sonna grímubúningi, svo að þeir af fammelíunni þurfi nú ekki að skammast sín
En sem sagt aðeins betri í þessari fk... geðheilsu
knús til allra
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.11.2008 | 21:49
Þar sem ég er
ekki í neinu bloggstuði og mér líður alls ekki vel, þá ætla égekki að vera að blogga eitthvað bull um vellíðan og annað
Þunglyndið er að ná of miklum tökum á mér, en ég er að berjast..Vill samt ekki vera að bögga fólk með þessu Annars er BARA fínt af börnum og barnabörnum, sem er mjög gott.
En hafið góða nótt og farið vel með ykkur, ég ætla að reyna að gera það fyrir mig
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.11.2008 | 00:07
Er ekki komið nóg
af barlóm og leiðindum, það finnst mér. Þó svo í kringum mig er ekkert raunar gott að frétta, þá nenni ég ekki að leggjast í volæði
Jú sonur minn fékk uppsagnarbréf í gær, en við erum ekki að búa til þjóðarsorg úr því, við erum nefnilega famelía sem vill standa saman og gera gott úr öllu. Það koma betri tímar aftur en við verðum að standa saman eins og einn, ekki satt?
Hjá mér hefur alveg verið nóg að gera..Er orðin húsmóðir eins og ég var fyrir 20 árum síðan, sem sagt baka og elda mat á mjög svo hagstæðan hátt, og er ekkert að skammast mín fyrir það.
Dúllan mín fór í kvöld út að betla sem sagt tók trukkið á hrekkjavöku og dreif 2 vinkonur með sér. Og mér til undrunar og gleði komu þessar hörkustelpur með nammi og smákökur eftir þessa ferð
En að öðru leiti er ekkert mikið að mér og mínum að frétta, jú, stóra min var að flytja að heiman þannig að nú get ég velt mér upp úr sorg og sút..Auðvitað sakna ég hennar en hún er ekkert barn lengur þannig að ég á ekkert að kvarta
En núna er komið langt fram yfir minn svefntíma
Er farin að sofa
Hafið það sem best og ekki kreppa ykkur
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.10.2008 | 09:40
Komin á stjá.
Ekki hef ég verið upp á marga fiska síðustu 3 vikurnar. Fékk náttlega þessa flensulufsu sem var mig lifandi að drepa
Svo þegar allt fór á stað í bankabiluninni, þá rauk ég til og fór í bónus að hamstra. Í þrjá daga gerði ég þetta og svo skildi ég ekkert í því hvað ég væri slöpp og drusluleg þannig að ég ákvað að láta líta á mig svona til öryggis.
Jú mín komin með lungnabólgu, ekki skrítið að mér hafi fundist erfitt að anda. Svo doksi lét mig á pensilín og steraúða sem ég er búin að vera að nota til hægri og vinstri. En ég er ekkert orðin nógu góð, kannski bara svona hrikalega óþolinmóð.
En um síðustu helgi kom fallega famelían af skaganum og borðuðu með okkur á laugardeginum. Það var alveg yndisleg stund. Alexander er svo æðislegur, glaðlegur og góður strákur. Mér finnst ég vera að missa svolítið mikið af honum þar sem ég sé hann svo miklu sjaldnar en Nökkva þegar hann var ungabarn.
En svona er lífið og ég er bara ánægð með þær stundir sem ég fæ. Dúllan mín er bara byrjuð að taka samræmd próf, litla trítlu stráið mitt, alveg ótrúlegt hve tíminn er fljótur að líða.
En ég er bara ánægð með mig að hafa dröslast að hripa þessi orð niður. En jú, eitthvað gaman líka. Éger að fara með vinkonu minni og systir á mama mía singalong í kvöld. Mikið held ég að það verði mikið fjör, enda ætla ég að njóta þess og hafa skemmtilegt kvöld
En elskið hvort annað og brosum framan í náungann, það kostar ekkert
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.10.2008 | 20:46
Er alveg að verða
vitlaus á þessari fj..... pest. Er næstum ekki nærri því að verða góð
Var orðin svo sátt, alveg að verða góð! þá varð dúllan veik og svei mér þá ef hún hefur ekki smitað mig aftur vegna þess að ég er komin með hita aftur og alveg að drepast í hálsinum!
En annað er svo sem í lagi, nema að þessi þjóð er alveg að fara í rass..., eða hvað
Ég vona samt að allt fari að batna og við getum verið glöð
Hætt að sinni og er farin að sofa
see u
unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.10.2008 | 19:31
Þankagangur
Ég hef verið að hugsa svolítið meira en lítið um ofbeldi gegn börnum,
Hér hef ég eitt dæmi: Ungur maður sem ég þekki deili á og hefur komið smá inn í mitt líf, er mjög veikur einstaklingur. Fyrst hugsaði ég , að þetta væri eitthvað sem væri meðfætt með þessari persónu.
Annað kom á daginn og í stuttum orðum vil ég skrifa mig frá þeirri vanlíðan sem það skapaði mér að heyra þessa raunalögu
Við fæðumst án Þess að vilja Það og þetta er akkurat það sem ég meina með því
Sem barn var þessi persóna lamin í orðum og hnefum, ekkert sem persónan vissi gæti hjálpað. Þetta gekk svona fram að skilnaði foreldra, en ekki tók neitt betra við, lendandi í kynferðislegu ofbeldi, bætti það bara ofan á pakkan, og auðvitað! byrjaði persónan í neyslu. Hörð og ströng neysla sem leiddi til ofbeldis og þeim hlutum sem við viljum ekki tala um í daglegu tali, það var bara raunveruleikinn!
Mjög skemmd, og ílla farinn af neyslu fór persónan í meðfer'ð, en var það eitthvað að hjálpa, ónei
Persónan mín á ekki neina von um bata, ekki andlega og ekki líkamlega! Jú um leið og við erum orðin 18 ára þá erum við bara skítur
Og erum við hissa á hvesu langur vegurinn er að bara þar sem enginn hjálp er þegar fólk vill sækja hana. Og hvað með fólk eins og Þennan einstakling sem engan á að, nema persónan gæti hugsanlega grætt pening á sinni ógæfu
Þetta er ógeð að mér finnst og er ég alveg að fríka út, þótt veik sé
En ég verð bara að jafna mig og reyna að senda umheiminum góða strauma, þrátt fyrir ömurlegar horfur
Sorry
Góða nótt kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.9.2008 | 17:19
Vágestur í heimsókn!
Hún stóra mín var send heim úr vinnu veik í gær, enda godman búin að vera veikur og smitað hana
Það væri nu í lagi, en þessi dóttir mín, henni fannst endilega áríðandi að deila þessu með mömmu sinni þannig að nú er ég komin með þetta líka geðslega pest
Ég var að dreyma í nótt að ég var að tína epli og döðlur sem er bara gott að dreyma, en klukkan 5 vaknaði ég með svo mikla verki í líkamanum að ég varð að fara og taka inn ibofen, allt í lagi með það nema að ég var svo lítið vakandi að ég var allaf að hugsa um hversu erfitt þetta væri fyrir líkaman að vera að tína þessa ávexti. Áttaði mig á þvi þegar ég lagðist í rúmið aftur, að þetta væri ekkert með það að gera enda bara draumur, sem sagt komin með beinverki og allt sem því fylgir. Er komin með rautt nef af snítingum, hausverk helv... og get varla komið upp orði fyrir hálsbólgu..Mikið held ég samt að heimilisfólkið sé ánægt engar skammir og ekki neitt! En samt er ég að sinna þessum almennum verkum hér heima, þvo þvott, laga til, gefa öllum að borða og svo mætti lengi upp telja(þvílíksnilld að finna upp ibufen) en samt er ég alveg búin á því, en læt mig hafa það
Dúllan var ekki smá heppin í gær. Hún fékk fullan svartan ruslapoka af fötum, það sem meira er allt vönduð og góð föt. Kvöldið í gær fór í að máta og gefa upp skræki, þegar hún sá eitthvað sem hún kolféll fyrir. Þannig að nú þarf ég ekkert að versla föt á hana fyrr en næsta sumar
En núna er ég samt að pæla í að leggja mig, enda alveg búin á því og svo að elda handa faminu, það má víst enginn svelta hér
En hafið það sem allra best og lifið lífinu lifandi!
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.9.2008 | 22:38
Löt að blogga!
Ég er búin að vera alveg hræðilega löt að blogga, enda haft nog að gera. Me,my self hehe er allaf á fullu þessa dag.
Ég er búin að vera í svo mikilli dýfu andlega, að það hálfa væri alveg nóg. En það sem hefur bjargað mér er að ég er búin að vera að vinna síðustu 2 dagana. Það hefur bjargað minni sálarheill þar sem ég var ekki búin að fara út í 3 daga á undan. Samt er allt búið að vera á fullu í vinnunni, en tíminn er svo fljótur að líða að það er bara grín
Ok, ég er sem sagt ekkert rosa vel sett andlega en þetta er ekkert nýtt hjá mér þannig að ég vinn á þessu....
Annað samt er að bögga mig. Þannig er að ég var með barnsföður mínum no 1 í ár og það ár var í raun martröð. Núna er ég allaf að upplifa það ofbeldi sem ég lenti í með honum og sef lítið
Ég var með þessum manni í 1 ár og á einn son með honum. Hann(maðurinn) var mjög veikur strax sem ungur maður en það sem ég lenti í er ekki afsaka hvernig hann kom fram.
Ofbeldi af hans hendi var ekki lítið, ég var barin sundur og saman þegar hann var drukkinn. Ef hann var edrú var hann hvers manns hugljúfi!
En sem betur fer skildum við á endanum, þá var það ég sem fékk nóg og barði á móti(komin 8 mánuði á leið) og þar tók við tími til að aðlagast öðru.
En viti menn, daginn sem sonur minn fæddist kom hann, undir áhrifum af einhverju og gerði allt vilaust, sem endaði með að löggan varð að koma og fjarlægja hann...
En núna get ég ekki meir er alveg búin.
Dúllan þarfá mér að halda
Góða nótt!
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)