Færsluflokkur: Bloggar
14.5.2008 | 10:44
Þau eru bara æðisleg
Regína Ósk í bleikum skóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2008 | 00:43
ég var hins vegar
að hrósa öllum í kringum mig, mér ehe, fyrir að halda út án þess að hafa nokkra heilsu í neinu, dúllunni minn að vera hún og ekki síst kallinum , hann er bara góður. Dundar sér í flutningbílnum sem flytja á okkur út einhvern tíman, en ég persónulega er ákveðin að fara út fljótlega eftir mánaðarmót júni=júli. Þar sem mér er mikið í hjarta að dúllan fái aðeins tækifæri að læra dönskuna áður en skólinn byrjar, svona þrjósk og stíf er ég
Ég se nefnilega eingann tilgang að vera bíða eftir einhverri ódýrri ferð með innbúið, við þurfum ekkert nema rúmm og sængur og við erum seif
Ég vil að dúllan fái að kinnast umhverfi, tilvonandi skólafélögum og öllu því sem fylgir að flytja milli landa. Kannski er ég ekki að hugsa rökrétt, en þetta er allt að halda mér vakandi á nóttunni
Ég er ákveðin, as long as my men get something to do!!!! it must be
En núna ætla égað reyna að sofna my dears
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2008 | 15:36
Hvítasunnan búin
Jæja þá er hvítasunnan búin og fór fyrir lítið hjá mér Hér voru veikindi og leiðindi, en ég lét mig hafa það, og á laugardaginn var dúllan 9 ára og þótt hún væri búin að fá að halda upp á það, þá fékk hún að ráða matseðli dagsins Og viti menn, hakk og spagettí, það vildi hún, enga steik eða hamborgara, nei, hakk og spagettí var það. Svo á sunnudaginn komu Gummin, Birnan, Nökkvi minn og föðursystur. Ég bauð nú bara upp á vöfflur, enda ekki heilsa til að standa í stórræðum, en það var allt í lagi, allir voru sáttir og þá er ég ánægð
Stóra mín er ennþá í ameríkunni og hlakka ég svo til að fá hana heim, ég sakna hennar þvílíkt mikið. Svo er Birnan mín 25 ára í dag. En hún er náttlega alveg komin á steypirinn þessi elska. En ekki lítur samt út fyrir að stubburinn fæðist í dag
Og þar sem maður er svo alveg búin að fá nóg af neikvæðni í þjóðfélaginu, þá má eiginlega segja að ég er hætt að horfa á fréttir, verð allaf svo sorgmædd og sorry yfir öllu sem er að ske í heiminum að það er bara best að sleppa að láta mata sig af þessu öllu!Og ég dreif mig í það í morgun að láta klippa mig það var ekki vanþörf á og í leiðinni voru klippt af mér eins og 2 ár í útliti og ég er ekki frá því að einhver kíló hafi fokið af líka
Nú styttist allaf í að við förum til portugal og erum við mæðgur að springa úr tilhlökkun að vísu er ég ekki búin að fjárfesta í bikini en það kemur ehemm
Er ekki alveg til í að láta þessi öll aukakíló flæða um alla ströndina þarna úti, kannski fæ ég mér bara sonna minnkunarsmokk til að vera í verst þó að þá verð ég ekki brún, þarf að hugsa þetta aðeins betur. En ég er öll að hressast, stuttklippt og flott svo ekki kvarta ég í dag
Hleypum sólinni og vorinu í hjarta okkar.
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.5.2008 | 20:21
Þreyta
Mikið er ég farin að finna fyrir aldrinum þessa dagana Ég var að vinna í dag að vísu frá átta til hálf fimm, svo farið í bónus og að lokum upp í árbæ með dúlluna, og ég er svo búin að það hálfa væri það
Að vísu, þar sem ég er ekki alveg heil (yfirleitt) þá er það mjög mikið álag fyrir mig að vinna svona allan daginn, en það eru ekki margir dagar í mánuði. En nóg til Þess að ég er eins og sprungið dekk Sem sagt gagnlaus!!!
En ég hef verið að lesa blogg og var einmitt að lesa hjá henni Helgu vinkonu minni, og ég fattaði að neikvæðni, það er alveg að gera út af mig líka. Alveg sama hvert er litið, ekkert nema neikvæðni. Og ég, eins og fleiri, tek þetta alveg prívat og persónulega til mín. Eins og allt það vonda sé að soga úr mér allan vilja og gleði
Nei, hingað og ekki lengra, þetta er ekki að ganga upp og nú fer ég að gera eins og fleiri, VERA JÁKVÆÐ, ha, það er fullt af hlutum til að gleðjast yfir. Og ef ekkert annað, þá bara Pollyönnuleikinn, ekkert væl
Að vísu var ég að rifja upp, að þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem ég er ekki búin að standa á haus allan daginn, við að undirbúa húsbílaferð um Hvítasunnuna, og vitiði, ég sakna þess ekki Ég er svo sátt við að vera heima
En dúllan ætlar að gista upp í árbæ í nótt þannig að ég get gert hvað sem er kannski bara að fara snemma að sofa, eða eitthvað allt annað, aldrei að vita
En bara vera Pollyanna
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.5.2008 | 23:52
Mín síðasta færsla átti einmitt að fylga þessari frétt
þannig að þið bara lesið það sem undan var komið
Góða nótt
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2008 | 23:49
Kannski er þetta einhver
sem maður ætti að þekkja. Gegn um alla mína reynslu á ungu fólki í neyslu, þá gæti þetta verið einhver mjög náin manni, það er aldrei að vita. En eitt veit ég, börnin mín eru svo fjarri því að gera svona, þar sem þau eru bæði í mjög góðum málum. Það eitt færir mér hamingju Stóra mín er í ameríku og Gummin minn alveg í frábærum gír, enda alveg að smella í strák no 2 hjá þeim. En mín tilgáta er að þessi einstaklingur er í virkilegum vandræðum og þarf á hjálp á að halda þegar upp kemst.
en þetta er bara mitt mat á þessu máli
Ég er stolt af mínum börnum að vera búin að koma sínum málum á hreint og þau fá frá mér þessar elskur.
höldum utan um börnin okkar og ekki láta þau lenda í ógöngur
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2008 | 20:20
Geðveikur dagur!!
Hér er búið að vera þvílíkt fjör Hér er búnir að vera 23 krakkar í afmæli oboj, oboj. Ég byrjaði klukkan 8 í morgun að baka og undirbúa þennan fögnuð hjá dúllunni. Já ´hún var að halda upp á 9 ára afmælið sitt og bauð öllum bekknum, kannski kennara líka, en hún kom ekki .
Nema að ég vissi í raun alveg hversu margir krakkar kæmu, en ég gleymdi að reikna með hvað ég er orðin gömul Þetta er ekki alveg eins og þegar ég var með eldri börnin og þoldi allan hávaða og læti. Ó NEI! Ég var svo bókstaflega að fara á límingunum strax um klukkan 4:30 og herlegheitin byrjuðu klukkan 4!!!!! En að vera með þennan hóp og rigning úti Skelfilegt.
En nú er mestu lætin búin bara 2 börn eftir bíddu nú við, þau eiga að vera farin
Eins gott að senda þau heim til sín! En dúllan er alveg í skýjunum og hefur aldrei upplifað svona skemmtilegan afmælisdag. Æ hvað það er æðislegt
Enda fékk hún alveg fullt af pökkum og var svo sæl og glöð, peninga og glingur og dót að hætti stelpna hehe
Svo af þessu blessaða baunalands máli mínu. Mér þykir mjög líklegt að ég sé bara að fara, sendibíllinn kominn í hlað og bara eftir að tína inn í hann þetta er bara svona smá grín, en ég er orðin svo þreytt á svartsýninni hér á landi að kannski að ég drífi mig sem fyrst, þar sem danir eru svo léttir og kátir
Svaka partýkveðjur
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.5.2008 | 11:36
Þetta var ekki Ég
Leitað að bankaræningja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 11:24
Ég á ekki til orð
Jarðhýsið skipulagt árið 1978 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.5.2008 | 11:21
Alla svona menn
Mynd birt af barnaníðingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)