Færsluflokkur: Bloggar

Tíminn líður

allt of hratt. Þessi vika er búin að vera erfið, en sem betur fer fljót að líða.

Er búin að vera að vesenast í bankamálum, sem mér finnst ekki gaman, en málin að verða komin í höfnWink Hef ég verið raunar allt of upptekin í öðrum málum, til að hafa áhyggjur af flugferðinni í næstu viku.

En ég er byrjuð að skrifa lista yfir allt sem ég ætla að kaupa og er það ansi langur listiSmile Dúllan mín er líka mjög dugleg að bæta við þannig að ég veit ekki alveg hvernig þetta endar.

Held ég komi bara með borgina innpakkaða og staðsetji hana á hálendi íslandsLoL

Stóra mín á mjög bágt þessa dagana, og hef ég reynt að vera til taks fyrir hana. Var að enda sambúð sem var rosalega erfið og eru taugarnar í henni búnar. Bíð núna eftir að fá upphringingu um hvenær hún eigi að koma í áfallahjálp..Annars er ég svolítið hissa á hvað sá prósess tekur langan tíma, hefði haldið að það ætti að sinna svona málum strax, en svo er ekki.Fyrst þarf að útbúa beiðni og svo bara að bíða  og bíða eftir að haft verður samband...Eg er ekki alveg sáttGetLost

Vona bara að þetta sé að fara að ganga, henni líður alveg hræðilega og það er svo erfitt að horfa á barnið sitt í svona mikilli vanlíðan og geta í raun ekkert gert, nema jú verið hér.

Nú ætla ég að hætta í bili og sinna henni

kv unns 


Bara gaman

Í dag fór ég í Kringluna,ekki merkilegt,nema aðÉG fer ekki þangað nema í fylgdBlush. Sko ekki í löggufylgd, ehemm, en í fylgd með öðrum.....Nema að dúllan og kallinn komu með mér jíbbí,,,það er svooo efitt að fá hann u knowBlush með mér..En so vat, við hittum Gummann minn, Birnu mína og Nökkva ömmustrák, og fórum við saman á kaffihús..

En halló, hvað er í gangi,HA kringlan var yfirfull af fólki, og ég hélt að ég hefði sofið af mér einhverja mánuði og komið væri þolllákur....OMG hef ekki séð annað eins mannflóð sins last xmas!!!

Ég lifði þetta af og ömmustrákur heimtaði að koma heim með okkur, bara gaman, hann er yndiSmile

Ok en núna er ég búin að elda grísalundir, brúna grænmeti og éta allllllt með bestu lyst þannig að ég bara verð að leggjast á meltuna,,,,jammmm

En þið hin sem nenntuð ekki að elda svooona góðan mat! Its ykkar brobblem heheLoL

Núna er ég að fara að éta ís og rjóma, hafið þið það bara gott, jammmm eh  gott gott

kv unns 


loksins vöknuð

Eitthvað hef ég verið sofandi síðustu viku. Að minnsta kosti hef ég ekki gefið mér tíma til að blogga.

Eins og aðrir hef ég fylgst með atburðarrás í borgarstjórn, og að mínu mati finnst mér allt í lagi að leyfa Degi að sanna sig. Hann er jú læknir og aldrei að vita að það verði einhverjar bætur í heilbrigðisgeiranum..Ég er t.d. með lækni upp í árbæ þó ég búi í sundunum. Það er nebblega engir læknar á lausu hér, (þeir hafa kannski fengið pata af því að ég væri flutt í hverfið og hafna þess vegna nýjum sjúklingum)Frown

Ég ætla að sækja um bensínstyrk svo ég geti farið til læknisins sem ég hef, finnst alveg sjálfsagt að það verði veittWink Nei en að öllu gríni slepptu, þá hef ég bara haft nóg að gera, bæði heima og heimann. Er náttúrlega með krampa í maganum af kvíða við flugiðCrying Það eru bara 12 dagar í brottför til Dublin, þannig að ég hef enn nógan tíma til að kvíða ehemm.

En nú ætlar Gumminn minn, Birna og Nökkvi ömmugutti að gerast Skagamenn, eru búin að kaupa þar þannig að nú verður maður bara að borga 1800 kr til að heimsækja þauAngry Ekki alveg sátt enn við göngin, en hver veit, kannski fer ég bara að læra á strætó og fara fyrir 200 kallLoL

En þau eru nú ekki flutt dúllurnar, það verður í jólamánuðinum, nú bara að krossa til skagans í jólaboð hehe, þá slepp ég kannski í árGetLost.

Úff ég held nú bara að fara að hætta að bulla og halda áfram með flugkvíðann, annað gengur ekkiLoLLoL. Nei ætla frekar að skreppa í kringluna með dúlluna.Kíki á stóru mína þar sem hún er að vinna þar..

Have a goooooodd day

kv unns 


Í hófi

held ég áfam með þessa upprifjum á fortíð... En bara í hófi...Er búin að vinna úr , að ég held, mestu , þannig að ég get farið að láta mér líða vel um helginaSmile

En hér er aukning á íbúum næstum hundrað prósent, því dúllan er búin að fá gæludýrin sín, TVÆR STÖKKVANDI MÝS!

Þeir eru að vísu hin mestu krútt, og hafa fengið nöfnin, Sprækur og Gosi...

Allt kvöldið í gær fór í að koma þessum krúttum fyrir ( mér finnst þeir krútt) og dúlla við þá..Keypt var hús, fóður og nammi svo að þeir yrðu nú virkilega sáttir við að fara frá mömmu og pabbaCrying

Og snemma í morgun var, moa, mætt til að athuga hvort allt væri í lagi með þessi krútt!

Er ég í lagi eða hvaðShocking Vera hrifin af litlum, sætum, krúttlegum, dúllulegum músumTounge

En að minnsta að kosti þá er ég bara sátt við að hafa krílinn og dúllan er glöðSmile

hætt bæ

kv unns 


mikið um hugsanir

í gangi hjá mér í dag.....Hef verið að flokka ljósmyndir og setja í albúm..Mikil vinna, enda búin að fresta þessu í allnokkuð langan tíma..Margar af þessum myndum voru á tíma fyrrverandi..

Úff hvað það varerfitt að horfa á sumar af myndunum af sjálfri mér..Get alveg séð hvenær ég var orðin mjög óhamingjusöm, og eitthvað svo buguð, ekki gott

En þarna fann ég lika myndir síðan stóra mín og gumminn voru lítil og voru margar af þeir ánægjulegarSmile

En eitthvað hafa minningar frá liðnum tímum verið að sækja á mig síðustu daga, er eiginlega að halda að ég sé bara að gera upp fortíðina,  og leita eftir breyttum tímum,eða þannig les ég úr því.

Mikið af vondum tilfinningum og erfiðum tímum hefur verið flett upp í heilanum á mér. Að sumu leiti finnst mér það gott, hef kannski bara ekki komið auga á, hvað það er sem ég er búin að vinna úr og hvað ekki..Kominn tími á tiltekt þarna uppi!

En vonandi verður þetta til að ég geti farið að horfa fram á við með meiri bjartsýni og gleði, þótt það taki einhvern tíma.

Nú ætla ég samt að hugsa vel til gummans og fam. Þau eru nefnilega að kaupa sér þak yfir höfuðið, og vona ég,þótt þau fari úr bænum, að þetta gangi upp hjá þeim. Enda ekkert langt fyrir mig að fara , bara gegn um gönginWink

En núna ætla ég að snúa mér að ryksugunni svo ég fái ekki Margréti og Evu í heimsóknBlush

Hafðið allir saman sem einn góðan dag

kv unns 

 


Hingað

og ekki lengra...Alveg er ég búin að vera kjaftstoppBlush Var að horfa á Allt í drasli, með dúlluni, nema að hún segir mér það að það væri rosa gott að fá þessar konur í heimsókn til okkar!!! HA ekki vissi ég að sóðaskapurinn gengi út fyrir öll gen!! Nema að þegar ég fór nú að spurja, jú ok, hún nennir nefnlega ekki að laga til undir rúmminu sínu, þannig að hún eiginlega sá undir rúmið sitt!!!

Allt í lagi, ég er ekki fullkominn en miðað sem við sjáum og heyrum þá erum við bara normal fam, með rusl og drasl, en ekki skítugt(nema ske kynni undir rúminu hennar dúllu).

Að vísu er ég kannski ekki neitt rosa mikil þrifnaðarkona, sonna miðað við margar, t.d Möggu og Evu, en ég er held ég ok.

Annas fer ég bara að setja myndir inn á netið og láta ykkur dæma ha!

Hætt og bæ bæ

kv unns 


Nú styttist

í að ég fari til Dublin og er strax kominn með hnút í magannFrown Brottför 25 og er alveg að tapa mér..Ég er alveg hræðilega flughrædd og flaug ekki í 10 ár. En þá dreif ég mig til oslo, alveg ein, og ég lifði það af..En síðan eru liðin 2 ár og er ég bara að flippaW00t

En ok er með nógan tíma ennþá....En helgin hjá mér var alveg frábær..Fórum á húsaranum með félaginu  og vorum í góðu yfirlæti á Hlöðum..Margt var um manninn og mikið að ske.

Eina sem skyggði á var að kallinn datt og meiddi sig en það getur alltaf skeð,meira að segja fyrir besta fólkWink

Ég og Evíta löbbuðum svoltið og höfðum það gott, og ekki gleyma öllum góða matnum sem ég grillaði úuje..

En i dag er ég búin að vera að þvo þvott og hafa það baraþokkalega  gott ,dúllan i fríi í skólanum og vinkona hennar úr gamla hverfinu í heimsókn.

Þar með sagt gott veður og gott skap eheTounge

 


Af hverju

ÉG er alltaf að undra mig á af hverju enginn geri neitt hér heima, þekki þið það ha!!!!

Eins og til dæmis, þá á ég uppþvottavél, en enginn setur í hana nema ég!!!!

Ég er alveg hissa á að fullorðið fólk getur ekki  bara sett einn disk í hel..... vélinaAngry

Eins og ég hafi bara ekki nóg með að hreyfa mig út af helv.....gigt... sjitt, er ekki í góðum gír...!

Æji hvað ég er neikvæð ómægod Angry

En ég ætla að reyna að vera jákvæð og brosa út í lífiðWink

Er að fara að setja dúlluna í rúmmið sé ykkur á morgun

kv unns 

 


Eitt skref enn

Í gær tók ég stórt skref fram á við..Málið er að ég er með félags og víðáttufælni, sem mér hefur ekki gengið neitt rosa vel að vinna í..

En til þess að byrja á einu skrefi ákvað ég að gerast bekkjarfulltrúi í bekknum hjá dúllunni..

Kannski, ef ég hefði vitað, í hverju það fælist, hefði ég örugglega hætt viðBlush

Fór á fund í gærkvöldi þar sem saman voru komnir bekkjafulltrúar ALLRA bekkja í skólanumFrown

Ómg, ég hélt að ég myndi ekki hafa þetta af, svo svona til að bæta gráu ofan á svart vorum við látin fara í leikBlush. Þar átti að reyna á minnið og að kynnast innbyrgðis...Hólí mólí, alveg rosalegtFrown

En einhvern vegin kláraði ég mig þarna svona þokkalegaGetLost. Og í næstu viku fer ég á námskeið fyrir bekkjarf til að læra það! sem sagt að læra hvernig ég á að koma mínum skoðunum og öðru til hinna foreldrana..Eins gott að það seu haldin námskeið í því vegna þess só help mí god, þá er það ekki mín sterkasta hlið..Er miklu færari í að láta valta yfir migCrying

En þetta er alveg rosalega stórt skref fyrir mig og vona ég , að ég standi mig vel í vetur.

Og til þess að fullkomna þetta, ætla ég að taka þátt í foreldraröltinu á föstudagskvöldum !! Bara góð kjellanGrin

Kannski fyrir þá sem ekki þekkja svona fælni, þá er þetta alveg hræðileg hömlun hjá manni..Um tíma þorði ég ekki út í búð, fer ekki í bíó, og vill helst halda mig sér ef ég verð að fara á mannamót svona yfir höfuð. En með þessu ætla ég mér að fara vinna bug á þessu og monta mig við geddarann minnGrin

En nú í rituðum orðum er dúllan mín í fyrsta tímanum á leiklistarnámsleiðinu og verður því nóg að gera hjá henni þegar heim er komið, að segja frá...Oh hvað það verður gaman, hún er svooo spennt fyrir þessu, þetta eflir sjálfið í henni og gerir hana frjálsari gagnkvæmt öðrum..

En er hætt, ætla bara að halda áfram að gera sem minnstTounge

kv unns 


Kuldi

Úff hvað mér fannst kalt að koma út í morgun brrrrr..En nú skín sólin og er ágætt að halda sig bara þar sem hún erCool Eitthvað fór helgin hjá mér allt öðru vísi en planið varBlush

Ég fór í innflutningspartýið sem var alveg ágætt.

Ég fór ekki norðurCrying

Ég fór hins vegar upp á slysó.

Einmitt eins og það sé eitthvað sem ég væri búin að plana,,nei ó neiAngry

Vaknaði við símann aðfaranótt sunnudagsins og þar sem ég var vöknuð ákvað ég að skreppa á wc og losa,en nema það að ég náttúrulega þurfti endilega að reka tærnar í rúmmfótinn og tærnar fóru í klessu!!

Upp á slysó var haldið og tók það mig 4 klukkutíma að fá að vita að mér hafi EKKI tekist að brjóta tærnarGetLost  Halló eins og það hefði verið eitthvað sem maður vill ojjj.

Nema þá hafði ég það samt af að bráka draslið, þannig að nú er ég haltrandi, bólgin og skapvond..

Enn annars er ég bara rosa hressDevil

Jæja en ég er farinn að hlakka til morgundagsins, þar sem dúllan er að byrja á leiklistarnámskeiðinu, held að ég sé bara spenntari en hún uhum eitthvað er það skrýtiðWoundering

Kannski er það bara vegna þess að ég hefði nú alveg verið til í að fara á svona námskeið þegar ég var 8 ára, en á þeim dögum var það ekki í boði (úff hvað maður er orðin gamall)

Dagurinn í dag fer bara í að horfa á sólina, haltra upp og niður stigana, flokka sokkaDevil og gera annað skemmtilegt!!

Ætla mér að fara að byrja á þessu..En alveg fannst mér samt típískt að við íslendingar séum þekktir fyrir þol á drykkju ,ekki kom það mér í raun nokkuð á óvart..Eins sá ég smá auglýsingu á næsta House þætti og ekki gat ég betur heyrt en stúlkan sem verður heltekin af honum, vitnar í að á ÍSLANDI þyki alveg sjálfsagt að vera farinn að stunda kynlíf 14 áraAngry Ekki gott að alþjóð fái þessa ýmind af okkur í ofanálag!!

Hætt áður en ég missi mig í eitthvað annað!

kv unns 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband