Færsluflokkur: Bloggar
12.11.2007 | 14:39
Dagar venjuleikans
að renna upp. Ekki það að mér leiðist þetta venjulega daglega líf, nei, en mér finnst þeir bara svo oft laaangir
Annars var laugardagurinn alveg æðislegur hjá mér..Sá gamli tók að sér að ryksuga allt hátt og látt og gerði sem sagt skúringarnar léttari hjá mér. Kalkúnninn var kominn í ofninn kl 14 og þá tók við tilbúningur á allra handa meðlæti og gúmmelaði..
Ég var nú að visu dáltið stressuð yfir þessum blessaða kalkún, þar sem dagar og ár eru síðan ég var eitthvað að tilraunast með svona fugl. Mátti ég oft sitja á mér að vilja ekki bara rífa hann upp og ath hvernig hann hefði það. En ég stóðst það og lét bara lyktarskynið leiða mig áfram
Svo þegar gestakoma nálgaðist var borðið gert klárt kveikt á kertum og seríum og auðvitað hvítvínið opnað, síðan bara beið ég
Þegar gestir voru komnir (allir með pakka handa mér jibbý) og sest var niður og tími til að rífa álið utan af kallanum, og hvað haldiði, þarna birtist hinn fallegast kalli sem ég hef nokkurntíman eldað og ekki bara það heldur var hann gullinbrúnn, sem sagt fullkominn
Og bragðið var alveg eftir útlitinu og allir fóru saddir og sælir frá borði, mér til mikillar gleði og ánægju. Meira að segja borðaði dúllan mín matinn með bestu list en hún er mjög oft erfið í sambandi við mat.
Sem sagt fullkomið kvöld. Og í gær fékk ég svo heimsókn, þar sem mágkona mín kom og færði mér pokakellingu, svei mér mér liggur við gráti, mér finnst allir svo góðir við mig þessa dagana
En ég er í rosa góðum gír og er í ALVÖRU í smákökubaksturs hugleiðingur, ekki bara að hugsa heldur byrja að framkvæma
Nú er ég þreytt í puttunum, ætla að spara þá aðeins.....
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.11.2007 | 02:16
Næturblogg
Nú er klukkan orðin 2 og ég er búin að skreyta það sem við ætluðum...Annars er ég ekkert búin að vera hrss að öðru leiti..Búin að vísu að undirbúa allan mat, salöt og annað, en er ekki alveg ánægð.
Kannski er það bara enhver remba í mér að ætlast til þess að aðrir en ég taki þátt, nema að ég sé ein um að fá gesti, kannski er það málið.
Þá verður það bara að vera eins og það er, en ég gæti alveg þegið hjálp við að fara með ruslið og annað eins smávegis, en þetta eru bara fantasíur hjá mér
En sem sagt búið að fylla fulginn, búa til salöt, tilbúnar kartöflur á grillið, og ekki má gleyma kjúllaréttinum sem ég ætla að hafa til vara, ehemm
En núna er nótt og ég er farinn að sofa
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.11.2007 | 13:37
Er að sjá
fyrir endann á þessari pest..Fór til læknis í morgun og er kominn á penzó og eitthvað annað lyf..Vonandi verð ég því orðin frísk og kát upp úr helginni. Eins gott að ég dreif mig, þar sem ég er með matarboðið á morgun og verð að vera hress við gestina, annað gengur ekki upp.
Ætlaði að vera búin að baka eitthvað af smákökum, en heilsan hefur ekki boðið upp á það, en jólakortin kláruðum við dúllan að gera og eru þau rosa fín
Stóra mín vinnur bara og vinnur, kemur heim og fer að sofa, held að þetta verði svona hjá henni framm að jólum Sú verður orðinn þreytt eftir þetta allt saman, ætli hún sofi ekki bara öll jólin. En þá verð ég náttlega í baunalandi að hafa jól í góðu lagi
Dúllan er strax orðin spennt að fara og ef hún réði, þá væri allt komið ofan í tösku...Eins gott að láta það bíða aðeins
En núna er ég að fara í geymsluna og finna eitthvað af jólaskrauti til að setja upp fyrir matarboðið, verð að getað hneykslað fólkið svona pínu
En svona ætla ég samt að hafa það en vona að þið hin eigið góðan dag
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.11.2007 | 14:39
Er öll að koma til
er samt ennþá með skrýtna rödd og ljótann hósta,en þetta er að koma...Hef haft nóg svo sem að gera, er að byrja að undirbúa matarboð sem ég ætla að halda á laugardaginn
Er ég búin að ákveða að hafa kalkún svo plíísss ef einhver á pottþétta uppskrift af þannig matseld let mí nó ha
Það eru nefnilega mörg ár síðan ég eldaði þetta seinast og eins gott að þetta heppnist nú hjá mér.
Svo var tekin rosa stór ákvörðun hjá okkur hér í gærkvöldi, við erum sem sagt að fara til Danmerkur á þorlák og ætlum að vera framm til 3 janúar! Mér finnst þetta svolítið skrítin tilhugsun, en um að gera að prófa eitthvað nýtt og hlakkar okkur öllum til að eyða jólunum með Finni, Ásu og Ingu Rós
Alveg er það merkilegt með mig, þessa flughræddu, að þegar ég byrja get ég ekki hætt. Nú líða bara 7 vikur á milli flugferða hjá mér, já svei mér þá, ætli að ég verði ekki bara orðin flugfíkill eftir allt saman
Mér fannst nú samt pínu erfitt að segja stóru börnunum þetta, en auðvitað voru þau bara glöð fyrir okkar hönd, enda orðin fullorðin og eru ekki eins háð mér eins og ég hefði viljað hehehehe.
Nei nei þetta er bara gott mál, en að halda að ég myndi sleppa jólabakstri, skreytingum og öðru, nei ó nei. Ég byrja bara fyrr og verð því bara byrjuð um næstu helgi að skreyta hátt og lágt, og að sjálfsögðu eru jólin ekki búinn fyrr en 6 jan þannig að ég hef 3 daga eftir þegar ég kem heim.....
Er að byrja í dag að búa til jólakortin með dúllunni og að sjálfsögðu verða spiluð jólalög undir (úff eins gott að éger hjá geðlækni annas yrði mér bent á að það sé þörf á því).
Ég er sem sagt kominn á skrið og verður gaman hjá mér, að minnsta kosti ætla ég að hafa það gaman...Er að fara að byrja á kortagerð eigið glaðan dag
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.11.2007 | 11:53
Er lasin
Búin að vera svo drulluslöpp, með hausverk, beinverki og svo bættist hóstinn við í nótt..Ekki gott, svaf frekar ílla og virðist hafa haldið öðrum á heimilinu vakandi með þessu gelti
En dúllan min kom heim úr sumarbúsaðnum og var svo rosalega glöð að koma heim til mömmu gömlu
Eitthvað fórum við að ræða um gamla og unga foreldra og var hún glöð yfir að hún ætti gamla foreldra, einhverja skýringu vildi ég fá við þessu og, jú hún sagði að ungir foreldrar öskruðu meira á börnin sín ehemm, ekki veit ég um sannleikan í þeim orðum...En hugsandi til baka þegar stóru krakkarnir voru lítil, gæti alveg verið að ég hafi verið miklu óþolinmæðari við þau
Kannski er maður bara að vera viturri og rólegri með árunum, minnsta kosti skulum við vona það...
En ég skaust með dúlluna í kringluna í gær og þar var allt fullt af fólki eins og venjulega þannig að stoppið var stutt, en í dag verð ég að standa við orð mín um að fara að kaupa efni í jólakortin svo við getum farið að búa þau til......Að vísu er ég rosalega ánæð með mig, er nefnilega búin að versla inn fyrir jólabaksturinn þannig að ég get farið að ganga í að baka þegar mér hentar
En nú er ég með dúndrandi hausverk og íllt í augunum (aumingja ég) svo að ég ætla að hvíla mig smá og taka verkjatöflu........
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.11.2007 | 00:09
Núna gef ég mér
tíma til að hugsa og upplifa daginn í dag aftur Þessi dagur var yndi með barnabarninu...Skrítið samt að upplifa svona dag með honum einum....Dúllan hefur alltaf verið með, þannig að ég er bara rosalega ánægð með þetta tækifæri
Að vísu var hann ekkert rosa hress með ömmu sína þar sem hún vildi ekki fara í dótabúðir, en, þessi dúllustrákur, féllst á það fyrir rest að fá einhvern þann dýrasta og fínasta leir sem hægt var að fá í borginni, held ég. Nema hvað þá var ég svooo rosa ánægð með þennan prins, sem ég elska út af lífinu. Hann er samt alltaf að minna mig á bumbubarnið hans ehemmm! Það finnst mér alveg yndislegt
En hins vegar er ég alltaf að velta mér upp úr sjálfri mér og fortíð og framtíð.
Ég var svo rosalega glöð og virk þegar ég var úti í Dublin með stóru minni, en um leið og ég kom heim, datt ég ofan í einhvern doða sem snýr að heimilinu og bóndanum. Kannski verð ég að stokka upp þetta samband mitt og bóndans, þar sem eitthvað mikið er að þar.
Erum búin að vera ein tvö! í tvo daga en við tölumst ekki við, þetta er ekki að ganga, þannig að ég vil fara að gera eitthvað róttækt í þessum málum
Stundum líður mér eins og einstæðri, margra barna móður, en þannig á þetta ekki að vera.
Kom heim frá Dublin og varð næstum því að moka mig inn ehemm! Það hefði nú verið allt í lagi fyrir bóndann að riksuga, og eða haft næs fyrir kellu þegar hún kom hjemmm eftir langa og stranga innkaupaferð, jamm ekki satt.
Þetta var bara líkamlega og andlega eftitt hjá mér að fara erlendis og eyða og eyða hemmmmmm, ekki satt, en núna er ég að fara í bað og svo að sofa eftir mjög góðan dag með Nökkva
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2007 | 23:48
Góðar fréttir
Ég fékk alveg rosalega góðar fréttir á þriðjudagskvöldið
Þannig var að okkur var boðið í mat til Gumma , Birnu og Nökkva Mána sem vera yrði hjá foreldrum Birnunnarl minnar..Og það var sko skildumæting..Ok ok við náttluega mættum og þar var í boði villibráð grilluð að hætti gummans míns og sósa og meðlæti að hætti Birnunnar minnar........Nema hvað þegar allir voru búnir að troða sig út af góðgæti, kom Nökkvi og sagði okkur að mamma hans væri með bumbuálf í maganum
Ég var ekki alveg að fatta þetta þar sem Birnan mín á ekki að getað eignast fleiri börn...En viti menn þetta er satt og rétt og Birnan mín er komin 12 vikur á leið
Þau vildu ekki segja orð fyrr en hættumörkin væru farin og, og, ég á bara ekki til orð að lýsa gleði minni yfir þessum fréttum...Þá lika var stutt í að þau fengju svar með gerfifrjógun, þannig að minn maður, sonurinn er rosalega skotharður ha
En annars er bara allt gott þannig, eða, stundum held ég að ég sé alveg hræðilega vanþakklát og leiðileg kona En ég er aftur kominn í fortíðarupprifjun og finnst mér það ekkert rosa gott sem ég fæ út úr því, en núna ætla ég bara að vinna í þeim málum og fara að sofa....Nökkvi minn ætlar að vera hjá mér á morgun...Þetta verður í fyrsta skipti sem ég og hann erum ein saman..Dúllan er nefnilega í sumarbústað með vinkonu sinni..Mikið hlakkar ég til að vera bara með guttan.
Jæja best að hætta og fara að sofa
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.10.2007 | 14:52
Komin heim
eftir rosalega góða ferð til dublin..Var pínu hrædd í fluginu út en til baka var þetta bara eins og að fara í stræto ehemmmm Ég og stóra mín vorum eins og tvær úr túngunum til að byrja með, vorum að missa okkur alveg í búðunum, en við róuðumst þegar líða tók á..
Annars var ég bara eigingjörn og fataði mig gjörsamlega upp. Buxur. peysur, kjóla, pils, boli, næföt skó og alveg fullt af snyrtivörum sem kosta ekkert þarna.
Nú verð ég að fara á fætur kl 6 á morgnana til að setja upp nýja andlitið, það að minnsta kosti sagði systir mín. En hvað með það ég hef ekkert látið eftir mér í svo mörg ár að ég er alveg í skýjunum.
Dúllan mín fékk nátturulega gommu og hann Nökkvi minn líka.
En boy o boy hvað írar geta djammað! Úff ég hef aldrei upplifað annað eins! Þeir dansa og drekka örugglega 3 sinnum meira en við á klakanum. Stóra mín var svo heppin að það voru 11 íslenskar stelpur á hótelinu og fór hún með þeim 2 kvöld..Og það sem mér fannst frábærast að þær voru edrú innan um alla fullu írana..Henni fannst að vísu allir írskir strákar frekar ljótir ehemm.En þær hittu sænska sjarma þannig að þær fengur að kíkja aðeins á þá ..En bara að kíkja
En ég er ennþá alveg í skýjunum þannig að ég ætla að hætta að sinni og koma mér níður á jörðina
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.10.2007 | 08:37
Svefnlítil nótt
er liðin og nýr dagur tekinn við..Þetta ætlar engann endi að taka með þennan unga mann sem mér hefur verið tíðrætt um. Hann tók sig til og mætti hér í gærkvöldi með einhvern "vin" með sér.
Hefði það svo sem ekki neitt að segja, nema, við vorum farinn að sofa gamla settið, dúllan og Nökkvi minn lika.(hann var að gista hjá ömmu sinni) Nema hvað að bjallan hringdi og kallinn fór niður, hélt kannski að Stóra mín hafi gleymt lyklinum sínum, en nei þarna var tappinn sem sagt mættur og sagðist vera að koma með sjónvarð fyrir stóru mína. Ekki vildi kallinn minn taka þátt í því, þannig að tappinn og vinur hans ruddust inn og fóru að kalla manninn minn öllum íllum nöfnum, og þegar maðurinn var að reyna koma þeim út sparkaði "vinurinn" í hann. Ekki veit ég hvað er að verða af þessum ungu mönnum, en í kjölfarið á því hringdi ég á lögguna en þar sem þeir voru horfnir gátu þeir ekkert gert nema að benda á okkur á að fá áverkavottorð og kæra síðan.
Kallinn minn fór upp á slysó, fékk áverkavottorð og ætlum við að leggja fram kæru í dag
En auðvitað var tappinn búin að hringja í stóru og hóta að berja hana og drepa sig síðan, svei mér þá ætlar þetta engan endi að hafa
Stóra mín búin að vera í þvílíkum kvíða og er alveg skíthrædd þar sem þetta allt er farið að bitna á hele famelían.
Úff hvað ég er fegin að við séum að fara til dublin í bítið á morgun sjúkket! Hann vonandi eltir hana ekki þangað..Hann ætti bara að reyna það, við myndum bara siga írsku löggunni á hann.!
En, já, sem sagt er orðið stutt í brottför og er kvíðinn búin að heltaka mig, en ég er seif, fékk einhverja többlu til að taka fyrir brottför þannig að ég hlít að verða bara eitt bros alla leið. Vona það í það minnsta ehemm.
En núna ætla ég að fara að gefa Nökkva mínum morgunmat, hann er nebblega í fríi á leikskólanum og mamman hans í skólanum. Best að njóta þessara stunda og leiða hugann frá öllu öðru.
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
21.10.2007 | 20:08
Andleysi og kvíði
Ég er búin að vera alveg rosalega dofin og andlaus þessa helgi, vildi helst vera(ef ég mætti) undir sæng með breytt yfir haus..Mér stendur ekki á sama þegar ég er svona, því þá finnst mér eins og að þunglyndið sé að vinna mig en ég ekki það.
Þetta getur líka verið eftirstöðvar á látunum í síðustu viku. Ég vona það að minnsta kosti. En áfallahjálpin er enn ekki komin. Að vísu var hringt og spurt um líðan og aðstæður en svo á að hafa samband á mánudagsmorgun! Er svei mér ekki að fatta þetta allt saman.
Stóra mín er að reyna sitt besta og er hún hætt að fá endalausar hringingar, en ég vona að drengurinn fái alla þá hjálp sem hann þarf. Ég þekki alveg tilfinninguna að vera stjórnlaus og finnast maður vera á gjörsamlega annari plánetu..Þannig held ég nefnilega að honum líði og er það algjörlega ógeðsleg líðan..En eins og ég segi, vonandi tekur hann í þær hjálparhendur sem honum eru réttar..Ég get aldrei verið reið voða lengi og reiðin hjá mér hefur einhvernvegin snúist í vorkunn. Kannski er það alls ekki gott fyrir mig og minn sjúkdóm, reiði, nei finn hana ekki, frekar sorg yfir að svona ungur maður sé búin að rústa sínu lífi og næstum því lífi stóru minnar.
En hvað um það, þá fer ég til Dublin á fimmtudagsmorgun og er ég kominn með þennann líka stóra kvíðahnút í magan og hann bara magnast..Þegar ég er svona geri ég mál úr öllu í kringum mig og er örugglega alveg óþolandi fyrir fólkið í kring um mig
En vonandi fer þessi óvelkomni fylgdarsveinn ekki með mér til Dublin ehemmm
Úff kannski ætti ég að hætta núna og kannski gera bara eins og konan í kópavogi, FARA ÚT OG ÖS KRA!
En hætt, hætt.
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)