Færsluflokkur: Bloggar
21.9.2007 | 16:32
sólardagur
jæja bara sól Loksins, enda er ég happy...Evíta mín komst í leiklistarnámskeiðið. Þar með dúllan (Evíta) er ekki ekki smá happy. Ég hætti við að fara norður, þar sem ég vildi frekar kosta hana á þetta námskeið.
Ok, ruglan aftur En fyrir mér er meira að hún sé ánægð, heldur en ég að eyða um eina helgi
í dag er ég sem sagt búin að vera rosalega happy. Er ánægð með sjálfa mig og get ég þakkað gruppunni sem ég er í á fimmtudögum!
God, hvað ég er heppin að hafa lækni (geð) sem virkilega hefur áhuga á mannlegu eðli..
Hann er ekki að gefa pillur við öllu, en sumu verður hann að gefa lyf við, sem er bara gott
Ég er semsagt í hópmeðferð sem er svo frábær að ég á ekki orð..Þessi aðferð (að mínu mati) skilar bestum árangri, og hef ég verið í þessu "batteryi" í mörg ár.
Þetta hefur gefið meira en nokkur lyf geta gert. Þó að í dag er ég sátt við að þurfa taka viss lyf allt mitt líf
En eins og ég segi er ég ofsalega sátt við lífið í dag, og hlakka til morgundagsins..Ekki skemmir að ég er að fara í innflutnins party hjá vinafólki okkar í kvöld og verður eflaust gaman
Stóra mín ætlar að vera hjá Evítu dúllu þannig að ekki þarf ég að hafa áhyggjur
En ELSKIÐ DAGINN OG HVERT ANNAÐ
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.9.2007 | 11:58
Rugluvottur
Enn og aftur er ég kominn með einhverja ruglu í hausinn á mér!! Eins og mig langar að fara norður, þá er ég núna búin að sjá fullt af örðum hlutum sem ég vill frekar gera
Nú langar mig til dæmis frekar að fara á linudansinn á laugardaginn.
Nú langar mig, að fara í langholtskirkju á sunnudaginn með dúlluna, þar sem ýmislegt verður í boði.
Þannig að í augnablikinu veit ég ekkert hvað verður úr þessu hjá mér
Annars var ég að skrá dúlluna á leiklistarnámskeið sem hún er rosalega spennt fyrir..Það var endirinn á rökræðum um hvað henni langaði að gera utan skólans..Erum búin að bjóða henni að fara að læra á hlóðfæri, en nei, hún hefur ekki áhuga! Íþróttir er eitthvað sem fær hana til að fá hroll um sig alla, þannig að ekki kom það til greina..Loksins fann hún eitthvað sem hún hefur áhuga á og er það mjög gott mál Ég var í morgun út í skóla með henni þar sem verið var að kynna lífstílinn fyrir veturinn, en hún var í þessu átaki í fyrra og fannst mér það alveg frábært..En er hætt í bili
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
18.9.2007 | 22:49
Niðurstaða
Er búin að taka ákvörðun!!!!!
Akureyri..Here i come
Er ég ekki heppin að eiga börn sem vilja að ég hitti mína gömlu skólafélaga
Ég er heppin og HAPPY
Enda er ég fædd og uppalin á þessum fallega stað og ég veit vel að ég sé ekki eftir að fara og hitta alla gömlu félagana hehe..
Haldið þið að þau muna eftir mér æji, ekki held ég það enda verður gaman að sjá allt liðið eftir öll þessi ár orrrrrrrrrrrrr
Auðvitað verð ég flottust hhheeee
En góða nótt bullur og hafið góða martröðððð hehehehehe . Góð
hilsen unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.9.2007 | 17:12
Ráðvillt!!
Þannig er mál með vexti að nú í ár eru liðin 30 ár frá því að ég varð gagnfræðingur (uff hvað maður er orðin gamall),og í tilefni þess, er ráðgert að hittast á Akureyri á laugardaginn og gera eitthvað skemmtilegt..Ég er alveg veik, mig langar svvooooooo. En þetta kostar peninga, og þar sem ég er að fara til Dublin í næsta mánuði og vill frekar kaupa gjaldeyri..Bara að ég gæti ákveðið hvað ég ætti að gera.
En hvað með það, þá verð ég að fara að ákveða mig
Ég er eiginlega að pæla í að fara samt í línudans á laugardaginn.. Langar líka að gera það!!
Þannig að ég er RÁÐVILLT
Ég er að fara í innflutningsveislu á föstudagskvöldið og er það besta mál nema, hvað á maður að gefa fólki sem á alllllllttt!!! Er að velta mér upp úr því..WHAT A LIVE!
Það er eins og ég eigi ekkert líf ojojoj
En auðvitað á ég fullt af lífi, þess vegna vil ég þakka mbl fyrir að gera mér kleift að blogga
Hætt að sinni
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2007 | 09:51
Vikubyrjun
Hjá mér er vikan rétt að byrja..Er eitthvað svo kraftlaus í dag. Líklegasta skýringin er heimsókn til gigtarlæknisins í gær.
Eftir potið og pikkið hjá henni er ég búin að vera að drepast úr verkjum Svaf lítið í nótt og er ekkert rosalega hress svona í morgunsárið.
En helgin var ágæt hjá mér...Nökkvi minn kom til ömmu sinnar á laugardaginn til að gista hjá henni og Evítu dúllu..Við ákváðum að horfa saman á Herra Bean saman og éta á okkur gat af snakki og drasli..Auðvitað gerðum við það og hlóum mikið af þessari vitleysu..En jú hláturinn lengir lífið ekki satt
Annars varð ég sleginn þegar ég las andlátfréttir..Sá ég þá að Simmi, útibústjóri í bónus Árbæ er látinn Varð mér mjög um það. Ekki er langt síðan ég lagði leið mína í Árbæinn til að fara þar í bónus, þar sem þetta er gamla búðin mín..Þann dag var Simmi að afgreiða, en nokkrum dögum seinna var hann allur..Vil ég votta sambýliskonu og dætrum mína dýpstu samúðar
Er þá hætt í bili
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.9.2007 | 23:57
okokok
Ég er stundum ssvolítið undarleg í háttum...
Þannig er það að ég er ekki alveg heil heilsu, og oftar en ekki skilur fólk ekki minn sjúkdóm þó að ég hafi bara verið 8 ára þegar hann greindist.
Ég hef (stundum) ofsa gaman að hitta og tala við fólk sem ég (kannski þekki) vildi deila með hugsunum og lífsreynslu með.En hvað um það, ég er einmanna sál, sem er alllaf að leita og leita..
En þegar upp er staðið þá er ég bara rugluð hehehheeheeh
Er búin að fara út að labba með Patta minn(hundur) og það var bara gott
Er að fara að sofa(Ég) sem fyrst.
Er að fara að taka lyfin mín(geð) og horfa á eitthvað
Er núna hætt að bulla
Og góða nótt
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.9.2007 | 19:34
Ég þoli ekki HIVE
Shit
Búin að reyna að blogga í allan dag BUT ekkert kemur inn. Þannig að ef einhver sér þetta " aumingja þið"
Ég vildi að, ég væri falleg
Ég vildi að, ÉG væri best.
Ég vildi að, allir elska mig
Ég vildi að, þið gætið séð hvað ég er flott!!!
Ég vildi að, ég væri eins flott og ég held að ég sé!!
Ég vildi að, ég væri eins flott og ÉG
Ég vildi að, uhumm er ég ekki bara best
En hjá mér er bara allt ekki gott Er alltaf að reyna að gera eitthvað gott með þetta líf...Ok það er gott..But núna er ég með heilan fullan af áhyggjum af stóru minni Að vísu er hún orðin fullorðin, en ég er mamma hennar So help me me god! En svona er þetta líf, ekki rétt ha.
Núna er ég að hætta í bili og gefa HINUM að borða
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 09:39
Pirrrrringur.
Eitthvað hafa allir á mínu heimili farið vitlaust framúr í morgun!! Dúllan var með allt á hornum sér,vildi ekkert nesti, fannst maturinn sem boði er í skólanum í dag vondur, og svona mætti lengi upp telja. Kallinn á heimilinu úldinn og var það ekki til að bæta skapið í húsmóðrinni , sem sagt mér Hann klaufaðist til að stíga á nagla í gærkvöldi og er að drepast í fætinum, en að fara og láta skoða það, ó nei, over mæ ded boddí, eins og hann vildi láta...Þetta er búið að verða þess valdandi að nú er ég hræðilega skapvond og fúl Er alveg yfir mig hissa á að Randver var rekinn, á ekki orð yfir það..Skil þetta bara ekki. Enda kannski ekki fyrir mig að skilja En gærdagurinn var líka fullur af glundroða hjá mér.. Vill bara að Stóra mín flytji aftur heim, EKKI SEINNA EN STRAX, þar sem ég vissi að samband sem stofnað er til á Vogi gengi aldrei upp En auðvitað er hún orðin fullorðin og verður að ráða þessu sjálf en von hef ég um að fyrir helgi verði hún flutt aftur heim til mömmslu gömlu Var í stórræðum við Sorpu í gær þar sem ég og Gumminn minn fórum með fullan sendlann af ónýtum húsgögnum, timburdrasli og dóti og lentum náttúrulega í að þurfa að flokka allt helv.. drasli sjálf í gáma..Hefði það nú verið allt í lagi, nema að það var hellidemba og ekki fannst þurr þráður á mér við heimkomu...En íllu best er afloknu og þetta er búið, þannig að ég get verið ánægð með það
Daginn í dag ætla ég svo að nota við matarstúss til að frysta og hafa gaman af því Úff hér er byrjað að hvessa hressilega þannig að skýring á skapsveiflum heimilismanna er kominn jíbbbbíí
well nú ætla ég að láta skap mitt bitna á saklausu folaldakjöti og hætta þessu rausi
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2007 | 09:40
11 sept
Þessi dagur hefur verið kyrrsettur í huga manns, síðan árásinn var gerð á tvíbbaturnana..En hjá mér er hann líka minnisstæður, því þennan dag 1990 fæddist lítil dama norður á Akureyri, og fékk ég þann heiður að vera guðmóðir hennar Til hamingju með 17 árin elsku Arna Viðey Man ég líka eftir hversu sár hún varð yfir að hryðjuverkamenn skyldu nota hennar dag til íllvirkja......Alveg skildi ég hana þá..Núna er sú minning sem kemur í hugann þegar þessi dagur kemur en ekki afmælið hennar En þetta jafnar sig svo framalega sem þessir leiðtogar hryðjuverka hætta að minna á sig þennan dag Dagurinn í gær fór í læknastúss, svo og verður þessi dagur. En ég geymi nefnilega allt sem heitir heilsubresti, set það í pakka og dríf mig svo á stað í læknaleiðangur. Þetta hef ég oft gert, og oftar en ekki þá höfum við Stóra mín farið saman í þennan leiðangur....Læknir sem ég áður hafði, upp í Grafarvogi, var farinn að brosa þegar hann sá okkur..Oftast sagði hann,jæja koma mæðgurnar, þá er líklega eitthvað að hjá ykkur báðum. En þetta fannst mér alveg ágætt fyrirkomulag hjá okkur, sparaði mér ferðir og reddaði okkur báðum á einu bretti..En nú er Stóra mín flutt að heiman og fer bara sjálf til doc ef hún þarf, svo núna er ég bara ein í þessum leiðangrum mínum. Verð að sætta mig við það!!Ég er svo ósátt við að kunna ekki að nýta mér þá möguleika sem eru í boði með blogginu, þarf endilega fá einhvern í heimsókn sem kann á þetta. Það kemur vonandi...En er nú að fara að búa mig undir læknisviðtal no 2, no 3 verður á mánudaginn næsta...Svo nú er ég þotinn af stað..Hafi allir það sem best í dag
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.9.2007 | 09:43
Haust að ganga í garð
Eitthvað finnst mér haustlegt úti að líta..Horfi hér út um gluggan og sé að trén eru að byrja að fá á sig haustlitina..Mér finnst það fallegt.Á haustin finnst mér vera værð yfir mér og þá er andlega hliðin í góðum gír og ég brosi eins og asni út í loftið Hún dúlla litla er loks orðin sátt við meðalið sitt og er öll að braggast og koma til..Á laugardaginn var bara gaman,Gummi minn, Birna og Nökkvi komu í morgunkaffi til min og gáfu mér diskinn með Garðari Thór sem mér er búið að langa svo í, enda hoppaði ég hæð mína af gleði Eftir hádegi kom mamma, Guðjón bróðir og Haukur Heiðar, og fengu sér kaffi með mér...Allaf finnst mér gaman að fá fólk til mín, þótt ekki séu nein stórafmæli. Að endingu kom stóra mín og hún þessi elska gaf mömmu sinni tíu þúsunda úttekt í kringlunni...Svona er hún allaf góð við mig þessi elska..Ekki leið henni vel svo að það fór smá tími hjá okkur að spjalla um hve lífið getur verið erfitt og ósanngjarnt stundum..En mér finnst hún alveg rosalega dugleg og mikil hetja. Hún er búin að vera edrú í hálf ár og er sko að standa sig í öllu..Hún vinnur mikið(kannski of), er rosalega vel liðin þar sem hún er að vinna, en vinur hennar er ekki eins heppinn..Hann hefur ekki getað staðið sig og eðlilega hefur það mikil áhrif á hana og loks kom vendipunktur hjá henni..Hún bara gafst upp á feluleiknum....Þetta fékk mjög mikið á mig, en ég var farinn að gruna ýmislegt án þess að segja orð..Beið eftir að hún segði mér stöðuna sjálf..En hvað um það ætlar hann að fara aftur í meðferð og síðan er bara að bíða og sjá til hvað verður í framtíðinni...Sárast þótti henni þó að hún var búin að lofa dúllunni því að hún fengi að gista en ekki var það hægt, og það er það sem henni þykir sárast....En það koma fleiri helgar eftir þessa þannig að sú stutta er orðin sátt núna...En nú ætla ég að hætta í bili, fara í bað og vera tilbúin að fara til doc Arons.
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)