Færsluflokkur: Bloggar

Skrýtið með bloggæði!!

Her er að dæma og hvað máttu segja, eitthvað virðist vera togstreita um það..Þetta er ég að lesa hjá öðrum bloggurum...En að mínu mati er það þannig að ef éf og aðrir fá vellíðan af því að blogga, þó svo sem öðrum finnst það rugl, þá hef ég og aðrir alveg fullan rétt að tjá sig á þann máta sem okkur liður best.Ég hef horft upp á margt ljótt og sorglegt á minni æfi og oft er ég mjög döpur yfir minni líðan og mínu lífi...Er með margar minningar sem ég get ekki á nokkrun veg losað mig alveg undan

Eins og bara einelti sem ég lenti í á mínum barnaskólaárum..Það var hvorki hlustað á mig frá kennurum nér öðrum..Ó guð hversu ílla mér leið og svo aftur í mínum börnum...Þrjú af mínum elstu börnum hafa lent í einelti út af fáralegurst hlutum ,fyrir að stama, fyrir að vera að norðan og að liggja vel við fyrirsát vegna hversu smávaxin Stóra mín var...Og allt í einu er komið eineltis vandi með dúlluna mín í sundi...Það er gert grín af henni hversu lávaxin hún er..Kennarinn talar um það að hún geti ekki verið standandi á botni án þess að vatnið fari í andlitið hennar,,,Af hverju er hún látin gjalda fyrir það að vera lágvaxin...ÞAÐ ER EKKI henni að kenna og ég er mjög reið yfir því að henni sé strítt af þar með kennara, sem by the way er ekki íslendingur(ekki honum að kenna) og er kannski ekki alveg að koma ´réttum skilaboðum, en hvað veit ég !!! En ég veit að dúllan min kemur grátandi heim eftir sund,,,, og það er bara að mínu mati eins rangt og það getur veriðAngry

Þó að dúllan sé lítil eftir aldri þá MÁ EKKI DÆMA HANA:: Hennar réttur á að vera á hreinu,,,,hún er ti l og er alveg frábær karekter,,,Þess vegna er ég að berjast fyrir hennar rétt...Hún er  með sína greiningu og ég vil að hún fái bara að lifa með því..Allt geri ég til að styðja hana í blíðu og stríðu!!!

Ef ég hef á einhvern hátt sært einhvern með þessum skrifum , þá finnst mér  það leitt...

En góða nótt og elskið náungan eins og sjálfa þið

kv unns 


Loksins er ég aftur

kominn hjúkk(sviti og tár). Kallinn er orðin alveg tölvuóður þannig að tíminn minn virðist vera á nóttunni hemmmmDevil

Hjá mér er allt of mikið að ske, og ekki bara ég segi það, heldur ALLIR í kringum mig líka... Að vaða á stað í 2 ferðir utanlands, einmitt þegar ég er ekki alveg í lagi andlega, það er ekki réttBlush

En hvað um það þá er ég í raun og veru bara sátt við lífið og tilveruna, sem er ekki oft.....Kannski er það að viðurkenna fyrir sjálfum sér hvernig lífið er og hvernig maður vill lifa því,,,, held það baraFootinMouth

En við gamla settið erum að pæla í að breyta alveg um lífsstíl og jafnvel flytja af landi brott!!!!

Þetta og margt annað er núna að veltast um í mínum heila sem er ekki alveg í lagi...En auðvitað er margt gott líka að ske...Birnan mín er komin með RISA bumbu, þannig að næsti strákur ætlar sko alveg að láta vita af sér...En núna er dúllan einmitt á skaganum að gista og á morgun koma þau bæði, dúllan og Máni minn og verða hjá mérInLove

Á sunnudagin er ég svo með fjölskildukaffi fyrir alla sem nenna að koma, verð með bollur, tertur, heita og kalda rétti líka,,,ekki smá góð.

En núna er ég alveg rosa þreytt og ætla að fara að sofa,,,,elska ykkur öllllll

Góða nótt kv unns 


var búin að

gera stóra sögu í síðustu færslu, en það var ekki að virka þannig að hér kemur framhaldið.

Þegar ég var búin að ná mér af gleðinni að hitta mágkonur mínar, þá kom vinkona mín úr árbænum með dóttur sína sem er vinkona dúllunarWoundering, þannnig að þetta er allt komið í eitthað rugl ehemmm!!!

En hvað með það þá er ég alveg að gera út af við gamla, hann þarf neffnilega að fara að þrífa húsbílinn með mérTounge

En so núna er daman eller skvísan, vinkona dúllunar að gista þannig að ég er búin að vera með aukabörn alla helgina....(ekkert nýtt ) En núna er loks kominn friður á heimilið og tími til að hætta að prjóna trefilinn handa stóru ( á prjón nr 12) og reyna að slaka áSmile

Mér þykir vænt um ykkur öll og takk fyrir migInLove

kv unns 


Brjálað að gera

hjá mér í dag..Eftir að klára frá að versla þar sem spá er ekki góð, fór ég loksins í það að tæma húsbílinn, en það er búið að hvíla á mér síðan í oktBlush. Ekki stend ég mig vel á þeim vígstöðum, en er byrjuð..Var alveg búin að gleyma hversu mikið af dóti og drasli væri í bílnum boy o boyTounge.

En hálfnað verk þá hafið er..Held að þetta sé rétt hjá mér..

En í miðjum klíðum komu mágkonur mínar í kaffi sem var virkilega gaman. Hef ekki séð þær síðan fyrir jólSmile


Í morgun var

alveg yndislegt að líta út um gluggann...Það var bara eins og ég væri kominn aftur heim til Akureyrar, svona eru æskuminningarnar góðar hehe...Mér líður svo vel að hafa snjóinn allt í kringum mig, og helst allt í vindi og skít hehe..En svona í hreinskilni sagt er það nú betra en rok og rigning. Snjórin ber þó birtu með sér sem er alveg yndislegtHeart

Annars er ég svo hamingjusöm að vita að eftir viku fer ég í grúppuna mína, er farin að sakna hennar rosalega.Er ekki betri en það að ég verð að vita af hækju sem ég get nítt mérBlush. En þetta er að koma hægt og bítandi..Gumminn minn, Birnan og ´Máni minn, komu í dag og þvílíkt sem Birnan stækkar um sig núna..Er nú víst að stuttinn(bumbubúinn) er gott efni í fótboltastrák, enda fæðist hann á SkaganumLoL.

Dúllan mín er eins og ég, elskar snjóinnCool, og er búin að vera úti í allann dag..Endaði hjá vinkonu sinni og þær fóru út og byggðu enn eitt snjóhúsið þannig að þar á bæ er búið að bæta við Tounge

En núna er ég orðin rosa þreytt og ætla að fara að sofaSleeping

Góða nótt, sofið róttInLove

kv unns 


Maður er bara svona

rétt að jafna sig eftir lætin sem maður sá á Borgarstjórnarfundinum..Af hverju í ands... er ekki bara kosið afturAngry Aumingja maðurinn (Ólafur) er rétt hæfur til að hugsa um sjálfan sig..Að setja svona mann í þetta embætti er bara stórslys. Þá er ég ekki að meina að þetta sé eitthvað vondur maður en boj ó boj, ekki er hann frambærilegur!!

Ég var svo sátt við hann Dag og er mikil eftirsjá í honum..Hann hugsar um velferð barna okkar og þeirra sem minna mega sín, sonna eins og ég og fleiri.Blush

En úr þessu í annað...Ég er ekki enn orðin alveg eins og ég vil en þetta kemur hægt og rólega. Aðalega finn ég fyrir því að ég vill bara sofa og sofa, það er ekki líkt mérWoundering. En ég verð að vera þolimóð og þreyja þorrann hehe.....

Annars var ég að rifja upp með sjálfri mér að fyrir mánuði síðan var ég í Kolding og það yljar mér að innan þar sem mér leið svo vel þar...Og þar keypti ég mér líka mokkakápu, niðurfyrir hné, sem kemur sér ekki smá vel núna...Það er eins og að vera í svefnpokaGrin Og ekki þarf ég annað en stuttermabol innan undirWink. Og talandi um að kaupa, ha! Við þurftum að kaupa okkur 2 ferðatöskur til að koma því heim sem við versluðumShocking. Og yfirviktin var heil að mig minnir 29 kg en við máttum vera með 60 kg! Ehemm.

En þannig lagað þá er ég að hugsa um að fara að taka til kvöldmatinn og bíða eftir dúlluna minni en hún er í fjöruferð!!

kv unns 


Smá andleysi

að stríða mér þessa daga..Annars er ég öll að koma til, svona andlega og það er bara gott. Ég hef samt sem áður verið með ofvirkan heila! Það lýsir sér í því að ég er með svo fullan haus af hugsunum og hugmyndum að ég næ ekki að vinna úr neinu af þvíBlush

Verð að fara að gera eitthvað í að koma þessu öllu niður á blað eða eitthvað... Stundum er gott að hafa þetta allt saman á blaði og getað svo unnið í einu og einu í einu Tounge

Að vísu er eitt að plaga mig þó nokkuð mikið, ég nefnilega er ekki alltaf með á hreinu hvaða dagur er! Held að mig vanti tilbreytingu í tilveruna til að brjóta þetta upp hjá mér.. Ég er að vísu búin að ráða mig í  afleysingavinnu, sem ég hef virkilegan áhuga á og hlakkar mig til að byrja..Ég fer að kynna mér út á hvað starfið gengur einhverja næstu viku.

Fyrir mér er þetta mikill sigur, þar sem ég á erfitt með að vera mikið innan um fólk en í þessu starfi kemst ég ekki hjá því..Gott mál.....Happy

Nú er dúllan mín byrjuð í skólasundi og finnst henni alveg rosa gaman, hver veit nema ég, hún gamla, fari að athuga þetta með að fara í sundGetLost og þá að sú stutta rífi mig upp úr þeim doðanum ehemm

Stóra mín býr hjá mér og er það bara gott..´*Eg er eiginlega fegin að hún skildi ekki flytja upp á skaga, held að henni myndi ekkert líða betur þar en hér..Að vísu ætlar hún bara að vera tímabundið hjá mér, en hún ætlar að fara að leigja með vinkonu sinni og fá þær að líkindum íbúð í mars.

En hugur minn hefur líka verið hjá dóttur hennar Þórdísar Tinnu heitinni í dag..Mikið finnst mér samt yndislegt hversu mikið þær gátu gert saman á erfiðu ári. Vona ég að allir góðir englar vaki yfir litlu stúlkunni.

Nú er ég hætt í bili

Kv unns 


nú er ég

strax byrjuð að finna mun á mér.. Að hugsa sér að maður skuli leika sér með lífið sitt ojojoj.

En hvað um það, þá er dúllan oft að slá í gegn og í kvöld toppaði hún mig alvegSmile

En málið er að hún á vin sem er 2 árum eldri og virkilega stór eftir aldri, en músin mín er mjög lítlil eftir aldri, nema að þau fóru að byggja snjóhús og voru að stinga út snjóinn en þar sem hún er svo smá er  dáltið erfitt að stinga og bera, en mín reyndi og eftir 2 stóra teninga þá gafst hún upp og bað pabba vinarins að hjálpa sér.. Húmorinn í þessu er að pabbin er 2 metrar á hæð LoL. Og mín var ekki smá sæl að fá þessa hjálp..Enda núna eru þau að leika sér í húsinu og með kerti og fínt. Hún er bara húsfrú í húsinu.

En núna er ég að fara að glápa á imbann.

see u

kv unns 


Ekki sátt við

sjálfa mig þessa dagana..Mér var farið að líða svona frekar ílla í byrjun síðustu viku, og að sjálfsögðu kenndi ég flensunni um það. En dagarnir liðu og alltaf leið mér verr og verr. Var ekki alveg að kveikja á neinni peru með orsökinaFrown

Svefninn farinn að raskast allverulega og sinnuleysið að aukast. Eitthvað hefði þetta átt að kveikja á perunni hjá mér, en gerði það ekki.

Svo var ég farinn að hætta að nenna að fara í sturtu, var alveg sama hvernig ég leit út, heimilið farið að láta á sjá svo og matseld og annað. Enn ennþá gerði ég mér ekki grein fyrir neinu.

Út fyrir dyrnar var ekki í umræðunni, bar við að veðrið væri alveg vonlaust til útivistar. Að fara í búð var orðið erfiðara en orð geta útskýrt.

ÞÁ LOKSINS fór eitthvað að ske í heilanum á mér og jú, þetta eru fyrstu aðvörunarmerki þess að þunglyndið er að taka stjórnina af mér..Eitthvað er ég búin að læra af þessum veikindum ,nema hvað að þegar ég gaf mér loks tíma í að horfa á síðasta mánuð, þá fann ég orsökinaFrown

ÉG fór til Danmerkur og þá fannst mér að ég væri orðin svo svakalega dugleg, búin að fara til tveggja landa á 2 mánuðum, að nú hliti mér að vera batnaðBlush

En þá náttúrulega fór ég að draga úr dagskammti lyfjanna, fannst alveg óþarfi að vera að éta svona mikið af pillum..Var ég sem sagt hætt að taka kvöldskammtinn minn og fannst það allt í lagi. Síðan fór ég að taka eina töflu af morgunlyfjunum, og einmitt bara 2 dögum seinna byrjar þessi undarlegheit hjá mérBlush

Svei mér þá, ég sem er búin að glíma við þetta næstum alla æfi að fara að halda að ég geti bara sisvona ráðið yfir þessuAngry Ég er ekki alveg í lagi ha!!! En betra seinnt enn aldrei að átta mig á þessu og er ég búin að laga lyfin og svo bara að vera þolinmóð því þetta tekur einhverja daga að komast í lag. Að maður skuli í raun leika sér að heilsunni eins og ekkert er, það er bara hræðilegt og í mínu tilviki hættulegt.

En núna ætla ég að fara að hlúa að þessari sál minni svo að ég og þeir sem eru í kringum mig fari að líða be tur.

En nú er ég hætt í bili

seee u kv unns 


Ég og mínum finnst þetta

mikil sorg fyrir alla (ekki bara norska verden heldur fyrir okkur öll hin) þetta er hvorki rétt fyrir okkar trú né aðra! Að þetta óréttlæti skuli enn á okkar tímum líðast,,,ha og hva eftir svi sem 5 ár!Og hvað þá  baara að bíða ha...

ok þetta i mínum augum er ömurlegt, sorry, en þetta er mitt um þetta 


mbl.is Norski blaðamaðurinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband