Færsluflokkur: Bloggar

Ég vil byrja

á því að þakka öllum mínum bloggvinum fyrir falleg orð.

Mér finnst oftast ég ekki gott skilið. Srýtið, en ég var á mánudaginn að horfa á þátt sem þekktur breskur leikari var að gera um þann sjúkdóm sem hrjáir hann, og mig, þetta var rosalega undarlegt að sjá fyrir sér alla þá göngu sem ég hef gengið.

Þannig er að hann var að tala við fullt af fólki sem hefur átt við þennan ljóta sjúkdóm, en að sjá þetta svona beint fyrir framan mig, það var bara sjokk...

Ég hef lengi vel ekki viljað viðurkenna minn sjúkdóm, (skrýtið var bara 9 ára þegar ég var fyrst greind) og alltaf verið að einblína á afleiðingar þess hvernig ég er.

Mitt minni rekur sig frá 9 ára aldri og var ég aldrei eins og hinir. Það var ofsalega erfitt. En með aðstoð lækna var ég sett á lyf.

Ekki var það langur tími þar til ég var tekin af lyfjum og þá fyrst byrjaði ballið sem stóð yfir í svo mörg ár að ég nenni ekki að telja þau. En so what ég var við dauðans dyr akkurat fyrir ári síðan, þar sem ég reyndi að fremja sjálfsmorð, og guð einn veit að á þeim tímapúnkti meinti ég það..

Það er rosalega erfitt að viðurkenna svona hluti, en þannig var akkurat statt fyrir mér.

Ég sá ekkert jákvætt við lífið, vildi bara enda það.

Í dag er ég þakklát að mér tókst ekki ætlunarverkið, og er farin að sjá ljós í lífi mínu.

Allt þetta á ég að þakka lækninum mínum og börnum, sem stóðu við mína hlið.

Það er rosalega sorglegt að vilja enda sitt líf, en nú loksins veit ég betur. Að mér líður betur hef ég öllum þeim sem stutt hafa mig, allt að þakka, þá eruð þið með í því.

Takk fyrir mig

kv unns 


im home jibby

loksins er ég og mínir komnir heim, að vísu hefði ég gjarnan viljað vera legur

Ok so núna kom ég upp um mig Blush. Ég nefnilega ELSKA að vera í baunalandi, af hverju, ekki veit égWink

Ok þetta var alveg yndisleg ferð og ég sem hélt að við værum geggjuð um áramót, gleymdu því!!! og ég virkilega meina það..

Danir gætu sprengt heilu borgirnar með flugeldum, god, o god, ég hef ekki  séð annað eins , þó gömul sé!!!!!

En gleðilegt nýtt ár  og takk fyrir það gamla. Þið eruð æðiSmile

kv unns 


kolding kallar

Nú er ég búin að upplifa að vera í Danmark um jól..Held að ég hafi aldrei áður upplifað þvílíkan frið og róSmile Við náttlega borðuðum hamborgahrygg á aðfangadagskvöld og hún Ásan fékk rjúpurnar sínar sem ég kom með innpakkaðar sem jólagjöf hehehe...... En mér til mikillar armæðu voru engir tollarar sem vildu skoða jólapakkana mína í töskunum...

En sum sé bara gaman, en hér var þoka og raki á aðfangadagskvöld, var ég ekki ósátt því ég sá allaveganna ekki að enginn var snjórinn!!Tounge

En nú er ég búin að sjá svona pínu af bænum er bara sátt við það sem ég hef séð, en á morgun skal haldið til Flensborg í hitlerslandi og vonandi verður gaman þáHalo

Ekki að mér sé eitthvað ílla við dójtsara en eitthvað hef ég fengið pat af að þeir eru nýzzzkupúkar! en þetta á allt eiftir að koma í ljós.

litla snúllan hún Inga Rós er bara æðisleg hreint út sagt, þvílíka dúllu er erfitt að finna (svona fyrir utan dúllunar minnar) og það er æði að fylgjast með þessu kríli og hvað henni dettur í hug, en að góðum siðum þá er ég að fara að sofa til að getað hitt djörmannana á morgun

hafið það sem best kv unns 


Komið að því

Jæja þá er  þolli kallinn komin, sem þýðir hjá mér að nú verða danir að fara að passa sig, ÉG ER AÐ KOMA.Tounge Nú er tími til að slá á létta strengi og bara hafa það skemmtilegt.

Í gær að vísu fór ég með stóru mína á læknavaktina, þar sem hún er búin að vera að drepast í hnénu. En fyrir allnokkrum árum reif hún liðþófa, fór í aðgerð en hefur aldrei orðið góð. Nema hvað að sá góði doxi sem skoðaði hana vildi að hún færi á bráðamóttökuna, í myndatöku og blóðprufu..Ekki hafði ég tima til að fara með henni þannig að vinkona hennar tók þá vakt að sér.  Eftir 2 tíma hringdi stóra í mig og höfðu þá læknar á bráðó ekki gert neitt nema að kreista á henni hnéð, segja henni að panta tíma hjá bæklunarlækni og fara í myndatöku í orkuhúsinu, en þetta var allt bara í hennar höndum! Ekki var mamma gamla sátt við þessa háu herra þar sem dox 1 virtist finnast ástæða til að senda hana þarna niðreftirDevil en ekki gat ég skipt mér meira af þessu, en stóra mín er alveg jafn þjáð nú og áður.

En síðan sauð ég hangikjöt og svið og krúttaparið og máni minn komu í mat, þannig að ég er búin að vera meið snemmjólin mínGrin

Eitthvað er maginn á mér kominn í hnút út af fluginu, en þetta lagast allt samanWink. Ennþá viðhelst góð andleg heilsa og er ég alveg rosalega ánægð með það, sofna, sef vel og er spræk sem lækur á morgnana, svona á lifið að veraSmile

Að endingu óska ég öllum bloggurum nær og fjær, gleðilegra jóla og þakka fyrir góð ritkynni á liðnu ári..Megi jólahátíðinn brosa ykkur við..

GOD JUL kv unns 


4 dagar!!!

Úff hvað tíminn er fljótur að líða.. Það er alveg að bresta á brottför til danaveldisWoundering. Er samt ekki byrjuð að pakka niður, bara þvo allt sem taka á með..Var nefnilega að átta mig á að þetta eru 10 dagar! Ég var í huganum búin að pakka öllum fötunum sem dúllan á en svo var mér bent á að þau væru nú með þvottavélBlush. En verð samt að taka mig taki og ganga frá þessu....

Við loksins drifum okkur upp á skaga að skoða íbúðina hjá krúttparinu og Mána mínum. Ekki neitt smá flott íbúð, þau eru líka alveg rosalega ánægðInLove.

Stóra mín vinnur, vinnur og vinnur. er ekki búin í þessari vinnutörn fyrr en á aðfangadag. Vona nú samt að hún geti komið og borðað með okkur á laugardaginn, þar sem skagabúar ætla að mæta líka í snemmjól hjá mérWink

En mikið svakalega líður mér vel, mér finnst eins og ég sé að öðlast eitthvað nýtt og gott. Þessi tilfinning hefur ekki verið í mér í svo mörg ár að mér finnst það bara sorglegt! Ég hef verið meira og minna háð því að taka svefnlyf, þar sem ég hef þjáðst af miklum svefnröskunum, en viti menn, síðustu 4 kvöld hef ég bara sofnað um leið og ég fer í rúmmiðGrin (kannski ég fari að láta gemsan vekja mig til að taka svefnlyfinTounge)

Nú sit ég og horfi inn í stofu hjá mér og dáist af jólaljósunum af jólatrénu, en ég kveikti á því síðasta sunnudag til að frá svona smá fílingu fyrir jólunum. Ekki voru allir á heimilinu sáttir við það, en ég benti bara þeim hinum sama að það verði svo mikill rafmagnssparnaður um sjálf jólin að ég yrði að draga úr áfalli orkuveitunar með því að hafa smá kveikt haJoyful

En eins og ég segi líður mér eins og barni að bíða eftir jólapökkunum og er ég svo sátt við það.

En ég ætla að taka tölvuna með mér til danaveldis til að fá ekki svakaleg frákvörf, það gengur ekki Smile

Hætt að sinni, fara að sinna erendum see u kv unns 


7 dagar í danaveldi!

Svei mér þá að maður sé ekki að gera mikið úr hlutunum..Núna er ég byrjuð að fá martraðir um flugið til Köben, var að því kominn í morgun að afpanta allt samanCrying

En að öðru leiti allt fínt. Tók törn í dag, skúraði, þurrkaði af öllu, þannig að ég er klár í fyrir jól!!

Í kvöld verður svo snæddur jólamatur, hamborgarahryggur, þannig að ég geti nú sagt að ég hafi borðað jólamatinn með stóru mína meðGrin. Ég er byrjuð að taka fötin til sem taka á með, en eitthvað er nú lítið pakkað niður á dúlluna, þar sem ég veit alveg hvað er í sumum pökkunum sem teknir verða með, sem sagt fullt af fötumCool. Stóra míngefur henni æðislega ballerínuskó sem keyptir voru í Dublin þannig að ég hef enga jólaskó keypt..Eitthvað er hún ósátt með hversu róleg ég er að ath með fína skó, en gama, gaman, hún fær nefnilega að opna þennan pakka fyrstSmile.

En best fyrir mig að ath með jólamatinn hehe og gera poteiturnar tilbúnar í brúninguLoL

see u kv unns 


Jæja kominn

Ég er búin að fá allaf ömulegu meðgöngupestir sem til eru í þessum heimiAngry.

Ælu, niðurgang, hita, höfuðverk,vöðvaverki og núna nenni ég ekki að telja lengur. En í morgun eftir eftiða vökunótt, út af veðriDevil, var ég nógu hress til að fara að laga til hér í mínum híbýlum, enda ekki vanþörf á.

Allt er annas voða gottCool nema að skapvonskan með þessum veikindum er að drepa alla!! En mér er alveg sama, enda líður MÉR miklu betur núnaLoL.

Er farinn samt að hafa áhyggjur af danmark ferð, ef kári hættir ekki að blása fer ég ekki rassssssgatDevil

Eins gott fyrir hann að hætta..En að öðru er bara gott. Birnan mín var að útskrifast sem förðunarfræðingur með topp einkunWizard jibbý fyrir hana og svo allir að klappaInLove

Best að ég fari að gera eitthvað, eða bara að halda áfram að gera ekki neitt.. En börnin mín 9(músa) eru orðin algjörar dúllur, ómg, vildi getað átt þær allar, en gengur ekki upp. Búin að gefa 5 þannig að þá á ég bara 4 eftirCrying.En núna ætla égað fara að þvo þvott og ryksuga

see u kv unns 

 


Hress í morgun

Eitthvað líður mér mikið betur í dagWink. Ákvað að riðja mér leið að strauborðinu mínu og fara að strauja jóladúkana mína, því ekki má þá vanta á borðin.

Fékk mér smágöngutúr áðan, omg hvað það er kalt! Enda fannst mér gott að koma aftur inn í hlýjuna.

Dúllan er svo svaka ánægð með að vera búin að kynnast stelpum sem búa í næsta nágreni við okkur. Hinar vinkonurnar búa nefnilega svoltið langt frá. Það er farið að vera svo dimmt að ég vill ekki vita af henni einni á ferli.Núna skokkar hún bara fram hjá nokkrum húsum og er alsæl með það.

Stundum finnst mér skrýtið hvað fortíðin getur læðst að manni, en að vísu held ég að það sé vegna þess að maður er ekki búin að klára þau mál sem droppa upp...Ágætt að getað klárað þau og sættast við sjálfa sigCool

En núna ætla eg að nota krafta mína á straujárniðGrin

see u kv unns 


erfitt að getað ekki sofið

þetta er búið að hrjá mig svo lengi og er ég virkilega þreytt á því, en ekki nógu til að getað sofnað. Að vísu er búið að koma svo mikil reiði úr fortíðinni, sem ég hélt að ég væri alveg búin að afgreiða.

En málið er að fæyrir13 árum kynntist ég manni sem ég hélt að væri akkurat fyrir mig. en aldeilis ekki ég var honum skálkaskjól, þar sem hann var að flýja í burt frá aðstöum sem hann vildi ekki feisa. Á þessum tíma var ég óvirkur alki, blind og vitlaus að þetta yrði eitthvaðsem gangi ætti upp..Þetta sýndi mér mikið annað og svo rosalega mikinn sársaukaFrown Ég flutti suður full vonar, sem mér voru í raun gefnar, en allt í einu var það breytt, þar sem ég fékk íbúð sem ég gat keypt sjálf og voru  það markmið að við færum að búa saman..En allt í einu var hann að fara að leigja með dætrum sínum, þannig auðvitað var ég aldrei inni í þessari mynd..                                      

En , ég fíflið og auðtrúa kellingin, fór þá bara að sauma handa, já handa honum gardínur og annð til þess að hann gæri átt huggulegt með þeim um jólin, mikið var ég ógeðslega vitlaus og ruglu, ég vildi æla þegar ég skrifa þetta..En þetta er uppgjör mitt við vissa fortíð. Ég lét nota mig á allan hátt,kyferðislega, félagslega og að svo bæta þessu öllu á blessuð börnin mín.

Eftir legu á geðdeil og smá bata kynntist ég manninun mínum í gegn um vinkonu, svo megi aðeins rugla þegga meira, þá kynntumst við af því að hann bjó með systir hennar.  En það tók okkur 6 mánuði að byrja saman efir þeirra slit, en svona er lífið..Í dag veit bæði ég og hún að þar voru enginn særindi.  En þetta er svona smáhluti af minni fortíð,,,meira kemur seinna

ekki erfa bara sverfa

see u unns 


Kom að því

að ég kæmi aftur Smile. En allur bakstur búin að húsið skreitt hátt og lágt, að unnar siðHappy Það er búið að vera nóg að gera hjá mér. Dúllan var að klára leiklistarnámskeiðið og fórum við í gærkvöldi að horfa á afrakstur erfiðisins hjá henniGrin Þar mættum við, gömlu foreldrarnir, stóra mín, Gumminn og Birnan og auðvitað Nökkvi minn. Mikið var ég glöð að þau skildu koma þar sem þau eru jú flutt á skagan. En þau töfðust aðeins þannig að þau misstu af upphafinu, þar með dúllunni, sú var flott maður minn, gott efni í leikara stelpan sú.

Enda var ég svo stolt af henni. Þetta voru nokkrir hópar sem voru að sýna og var hún í yngsta hópnum og að mínu mati og annara, voru þau lang skýrmæltust og minnug á textana sína, einmitt, næsta kynslóð leikara hér á landiGrin

Ég er eitthvað svo undarlega dofin fyrir jólunum, kvíði, hlakka, bjartsýn, svartsýn, svei mér þá ef þetta er ekki að mála skrattann á veggina..Nei nei ég hlakka svaka til að fara út til lille fameli í kolding.

Stóra mín hefur ekki tíma til að flytja fyrr en milli jóla og nýárs og er ég bara fegin að hún verði hér heima, betra að vita af einhverjum hérna til að passa mýs og jólaljósWink

Nú ætla ég að horfa á ruv!!!

See u kv unns 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband