Færsluflokkur: Bloggar
29.8.2007 | 12:03
Erfitt
Sumir morgnar eru erfiðari en aðrir, svei mér þá Ekki það að dúllan sé erfið, langt þar í frá, heldur er það fullorðið fólk sem getur reynst mér erfitt!!!! Var varla búin að drekka fyrsta kaffibollann þegar síminn hringdi og vinkona mín var hinumegin á línunni ekki neitt smá arfa reið Það sem ég fékk að heyra var ábyrgðarleysi fullorðins fólks á hundum sínum....Þetta þurfti ég að hlusta á í næstum 2 tíma!
Eyrun á mér voru orðin soðin bæði það sem ég var alltaf að skipta um eyra til að heyra það sem hún þurfti að blása út með..Ok get alveg skilið að það fari í taugarnar á henni þegar aðrir eru með hundana sína lausa, en mér er málið pínu skilt þar sem ég þekki flesta sem hún var að tala um En þetta eru nú gæðaskinn sem eru bara að leika sér saman eldsnemma á morgnana á nokkurra láta eða gelta..Hún á hinsvegar 2 litla hunda sem gelta alveg óskaplega þegar þeir sjá aðra hunda þannig að kannski er þetta skiljanlegt fyrir hana að vilja ekki vera með sína litlu snargeggjaða svona snemma morguns og ógna þar með svefnfrið nágranna sem geta sofið pínu lengur...En hvað með það þá loks er hún var búin að tala við mig hringdi einn eigandi hinna hundana í mig og var að ath hvort ég hafi ekki fengið að heyra af þessu..Júójú hvort ég hafði eitthvað heyrt...En lýsingin sem ég fékk frá þeirri góðu frú var önnur en ég hafði haldið.....Jújú þá hafði mín kæra vinkona komið með hundana sína út, klædd náttfötum, ufin og með sígó í munninum og þar fyrir leit hún út eins og kona sem ekki væri í lagi þar sem hún var að ausa sig yfir þessa ófyrirleitnu hundaeigendur, með sígarettuna upp í sér(hún þurfti báðar hendur til að halda í hundana) skildu hinar ekki orð af því hvað hún væri eiginlega að segja..Af hundunum að frétta (þessum óvelkomnu) sátu þeir hinir rólegustu og horfðu með forundran á þessa konu með litlu geltandi hundana!!!!! En ég er búin að fá skýringu á af hverju vinkonan var svona brjáluð...Hún vaknaði einfaldlega allt of snemma og var ekki alveg sátt við sitt!!!!!En þetta er allt gott fólk og engin held ég að eftirmali verði á þessu..En nú er ég svöng og langar í meira kaffi og ætla að jafna mig á öllu þessu svo BÆ
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.8.2007 | 15:04
Að byrja
Eitthvað finnst mér erfitt að komast í haustgírinn..Er með fullan haus af hugmyndum hvernig ég get nýtt tímann hjá mér en er bara enn með það fast í heilanum og kem engu frá mér eins og er....Vonandi get ég nú farið að byrja..Er að drollast við að fara í megrun þar sem ég er víst nokkrum sentimetrum lægri fyrir þá tölu sem kemur upp á viktinni, þannig að eitthvað verð ég að gera...Kannski ég fari bara í lengingu, það ætti að vera lausnin.Annas er dúllan mín byrjuð aftur í skólanum og sem betur fer fékk hún sama kennara og hún var með í fyrra...Ég er svo aldeilis hlessa yfir þessum skóladóta innkaupum sem sumir þurfa að standa í. Mér finnst þetta rugl...Í Langholtsskóla sjá kennararnir um innkaupin og kostaði það mig 3000 kr þannig að ég er alveg rosalega sátt við mitt
Ég fékk alveg rosalega skemmtilega skyndiheimsókn hér um hádegið..Þá komu Mundi minn með tengið sitt og son, þannig að amma gamla fékk að knúsa Mána minn..Þau komu heim síðastliðna nótt frá Mallorka og eru náttúrulega mold brún og sælleg Mikið hefði ég viljað vera þar!!!!!! Annars fórum við gamla settið og dúllan til Hveragerði um helgina og var það rosa gaman. Dúllan fékk að fara á mótorhjól hjá Postulunum eða eitthvað þannig og var hún svo alsæl og hrifin að það hálfa hefði verið nóg..Einnig voru þarna allskonar tegundir af hundum sem mér fannst rosa sport að skoða enda alltaf að pæla í að fá mér einn....Það verður seinni tíma hugsun..En nú er ég hætt í bili, dúllan að koma heim og líklega þarf ég baðhandklæði við hönd að taka á móti henni
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2007 | 11:54
Afmæli
Hann Haukur Heiðar,elsti sonur minn, er 27 ára í dag...Til hamingju kallinn minn Það náttúrulega minnir mann á hvað maður er sjálfur orðinn gamall En hvað um það þá var hann að koma frá ammerku drengurinn búinn að vera þar í viku og hafa það gott, hefði alveg viljað vera þar með honum svona bara til að sjá New York, en það bíður þá bara....Annars er ég núna að taka okkur til svo að við getum farið í Hveragerði á blómadaga. Vona að það verði ekki pissrigning alla helgina
Svo hef ég verið að lesa bloggin í sambandi við nauðgunarlyfið og er ég alveg sammála því að það má alveg hverfa af lyfjalista. Svona óskapnaður hefur ekkert erindi á markaðnum þar sem þetta er notað í svona ljótum tilgangi ojojoj! Hef sjálf þurft að nota svefnlyf en bojoboj þennan andskota hef ég aldrei viljað fá Sonur minn sem er 23 ára átti kærustu um tíma sem lenti í að sett var rpn út í bjórinn hjá henni. Það sem bjargaði henni var að vinkona hennar sá að hún var ei eins og hún átti af sér að vera og fór með hana heim.. Daginn eftir var hún svo undarleg og mundi ekkert frá kvöldinu áður, þannig að fór á bráðamóttökuna og heimtaði að tekið væri blóðsýni úr sér, sem var gert að gátuð læknarnir verið nokkuð vissir um að þarna hafi rpn verið á ferðinni...En hugsa sér hvað hún var heppin..Ekki getað margar aðrar stúlkur státað af því...Þetta er ljótur heimur!!! En það er best að hætta að sinni og fara að gera bílinn klárann.
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.8.2007 | 12:56
Þjófnaður eða!!
Er búin að vera alveg ferleg í dag og í gær. Þannig er mál með vexti að ég á mér garð, en hann er eins og frímerki þannig að ég hef enga berjarunna hjá mér (mér til mikillar mæðu) og öfunda ég alla hina sem eru með þannig runna. Nema hvað þá er ég sultuóð ogleita allra leiða til að næla mér í ber. Fór ég því af stað og súmmaði hverfið og skoðaði berjarunna og viti menn, ALLIR NEMA ÉG eru með þá Þar sem öfundin greip mig heljartökum þá fór ég heim náði í poka og arkaði af stað í berjatínslu Allt gekk að óskum hjá mér þar sem ég faldi mig í runnunum og plokkaði ber, nema við eitt húsið þar sem ég var bókstaflega horfin inn í sólberjarunna, kemur til mín eldri maður(íbúi í húsinu) og spyr mig hvort eitthvað sé að!!!! Guð minn góður þarna hefði ég viljað hverfa ofan í jörðina!!! Ég alveg eins og karfi í framan segi neeeeei ég er bara að tína ber Aumingja manninum varð eitthvað hálf um þetta að finna fullorðna konu vera að stela berjunum hans af runnanum, en sagði svo, nú já það ætti svo sem að vera í lagi, en augnatillitið sagði mér eitthvað annað, svo ég í skömm minni flýtti mér á brott og hunskaðist heim til mín...En upp úr þessum þjófnaði hafði ég 3 krukkur af sólberjasultu og bragðast hún náttúrulega rosa vel þar sem berin voru ílla fengin ehemm. En ég er að læra af reynslunni og ætla mér frekar að banka uppá hjá fólki og fá leyfi
En núna ætla ég að setja þjófasultuna mína í geymsluna og blogga bara seinna
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.8.2007 | 16:34
Drami
Ég er alveg eins og einhver dramadrottning í sambandi við að kunna á þetta blogg....Er allltaf að bíða eftir að hlutirnir komi upp í hendurnar ámér sem nátturulega skeður ekki, þannig að ég er byrjuð að fikta mig áfram ......Þetta hlitur að koma á endanum Nú er dúllan búin að fá stundartöfluna og búið að redda skóladótinu þannig að hún verður fersk í fyrramáli þegar hún byrjar fyrir alvöru í skólanum.Annars er ég bara að hreinsa í kringum mig hér á heimilinu og búa mig undir haustið sem er minn uppáhaldsarstími..Mörgum hverjum finnst sumarið best en ég ÞOLI EKKI þessar björtu nætur og er þunglyndið mitt yfirleitt verst á þeim tíma..Annars er ég loksins komin á réttu lyfin þannig að ég man ekki eftir að hafa verið svona bjartsýn og ánægð í mörg ár Kemur það fram í svo mörgu eins og bara að sulta og hafa gaman af því og að hafa snyrtilegt í kringum mig!!!! En síðasta ár var það versta sem ég hef upplifað í langan tíma og lífslöngunin fjaraði hægt og hægt í burtu..Það er það versta sem ég, í dag, hef upplifað að vilja ekki lifa þar sem maður er svo ríkur með börn og barnabörn, en svona getur þessi sjúkdómur leikið mann, og er ég svoooo fegin að hafa farið að fá hjálp í byrjun þessa árs að ég get varla líst því En sem betur fer er allt komið í betri farveg og ég er farin að getað hlakkað til dagsins á morgun En ætli ég hætti ekki að sinni og fari að halda áfram að gera betra í kringum mig ég held það bara
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2007 | 15:09
Rigning rigning rigning
Mikið er ég ánægð með veðrið ha Orðið alveg tímabært að bleyta í jarðveginum. En annað sem fylgir rigningu er ekki að gleðja mig ...Það er að börnin verða óð og halda að vatnið sé þeim til gleði, vaða út á skónum og koma rennandi blaut inn og allt verður eitthvað svo ílla geðslegt. Dóttur minni fannst alveg snilldarhugmynd að fara út í göngu áðan og ef ég hefði nú bara fattað að setja sjampó í hárið á henni hefði það verið fín sturta hjá henni..Inn kom hún svo rennandi blaut að handklæðin fuku hjá mér til að þurrka henni og vinkonu hennar. Eftir standa þær eitt bros og finnst þetta alveg æði
Annars er ég eitthvað voðalega lítið með heilan í virkni,,,held að hann sé í fríi Og ætla að hætta í bili, annars þarf ég að fá einhvern til að kenna mér alveg á þetta blogg ég kann ekkert að gera neitt
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2007 | 13:28
Vöknuð
Jæja loksins drattaðist ég í tölvuna til að blogga..Hef veriðá ferð og flugi, var á Akureyri um versló. Ekki gat eg þó notið þess þar sem ég varð alveg fárveik með háan hita og svo kvefuð og vitlaus að ég reis varla úr rekkju í 3 sólahringa. En fór svo að verða aðeins betri og var þá stefnd á Fiskidaginn mikla á Dalvík og var það bara æðislegt, hefði ekki viljað missa af því þótt svo að bragðlaukarnir voru ekki vel virkir..Heim komum við svo og hef égbara verið að undirbúa ungu dömuna fyrir skólann.Mikið verður þó gott að koma öllu í eðlilegt horf aftur , Vakna snemma og sofna snemma ehe...Ekki fór ég þó neitt á menningardaginn heldur var heima að skúra og annað en það var ekkert verra. Var með stóru stelpuna mína og kærastann hennar í mat í gærkvöldi og var það alveg æðislegt, en nú ætla ég að hætta um stund og fara að hunskast í föt ehe
see u kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.7.2007 | 22:12
Of gömul
Svei mér þá, ég er alveg búin á því eftir daginn!!! Er búin að vera með barnabarnið hann Mána minn og nátturlega dúlluna, og er þetta búið að vera allt of erfitt fyrir mig...Það þíðir að ég er allt of gömul í þetta barnastúss!! Þau eru búin að vera alveg súperaktíf þannig að ég er eins og þeytispjald hæðanna milli til að reyna að róa liðið aðeins.En eina sem það hefur skilað mér er bara þreyta og meiri þreyta ojojoj.
Eitthvað er manni farið að farnast í þessum málum þegar maður ræður ekki við 2 orma 8 og 5 ára
Þarf eitthvað að fara að skoða þetta en nú er ég að detta útaf og ætla að gera það í rúmminu mínu en ekki á stólnum hér!!!!!
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.7.2007 | 13:58
Annir
Það er eitthvað svo mikið að gera hjá mér þessa dagana..Mikil breyting frá því að við kallin vorum bara ein heima..Einmitt dúllan er kominn og þar með hálft hverfið með Varla var hún komin inn um dyrnar fyrr en allar vinkonur og vinir komu að hitta hana, en þetta er nú í lagi ennþá er ekki farinn á taugum ennþá En ég fékk breytt barn til baka, nú er matarvenjur breyttar, allt er smakkað og borðað vel í hvert mál , einnig er hún með alla kurteisisreglur á hreinu og allt í einu er hún ekki litla barnið sem mér fannst ég þurfa að stjana við heldur sjálfbjarga dama.... Meira að segja er hún loksins farinn að ganga í gallabuxum sem hún vildi aldrei (þrátt fyrir að eiga 8 pör) þannig að nýting á fötum er orðin hundrað prósent og líka er hún farin að vilja vera fín og klæðast öllum kjólum og pilsum sem hún á Þetta er sem sagt ný stelpa og er ég enn að venjast því....Það er nú samt mjög notarlegt að hafa aftur lif og fjör í kringum sig og er orkan hjá mér að stig magnast..Þannig að áður en ég veit af verð ég búin að gera allt sem ég ætlaði að gera meðan dúllan væri í danmörk
En enn eigum við þó eftir að fara meira að ferðast og er gaman, gaman að hún verður með okkur sem eftir lifir sumars og er stefnan tekin norður á land um helgina og eiga góða daga þar en nú verð ég að stoppa sjálfa mig og halda áfram að gera allt það sem ég ætlaði að gera í sumar hehe
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2007 | 16:18
Hörmung
Ég er bara búin að vera í sjokki eftir atburðina hér í henni Reykjavík í morgun..Mikið finn ég til með fjölsk sem þurfa að hlusta og horfa á þetta í fjölmiðlum, ofan á sjokkið sem harmurinn veldur.
Einna líkast finnst mér þetta fréttir frá ameríku...Einhverra hluta vegna hef ég allaf litið á okkur sem frisælis fólk en svona getur heilin í manni verið veikur. Ekki veit maður hvað fram hefur farið í höfði ógæfumannsins sem olli sjálfurm sér og öðrum bana. Það hlítur að vera hryllingur að upplifa það sem hann hefur gert. Ég finn til og öll mín samúð er hjá konunni sem harmurinn bitnar mest á.
kv unns
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)