8.11.2009 | 17:03
Nóg að gera
hjá mér, er búin að vera þvílíkt dugleg síðust viku :) Núna er eldhúsið mitt orðið fullkomið, sem sé eins og ég vill hafa það og það er bara yndislegt:)
Svo tekur við að laga herbergið hjá dúllunni og áætlaður tími í það er örugglega vika! Það eru viðgerðir á vegg, mála og setja nýtt parket á gólfið svo eitthvað ætti umhvefið hennar að breytast Bara gott mál.
Hugsunarhátturinn hjá mér fer svo stökk breytingum þessa dagana að það hálfa væri alveg nóg Öll hugsun hjá mér er að breytast úr neikvæðni í jákvæðni, því ekki nenni ég að eyða dögum, mánuðum eða árum í að vera neikvæð! Búin með þann skala
Svo nú er ég bara eigingjörn og hugsa um mig fyrst og fremst og hinir fylgja á eftir
En mér líður vel og brosi framan í spegilinn, sem hefur ekki gerst í möööörg ár!
Hafið lífið á góðu nótunum
kv unns
Athugasemdir
Þú ert virkilega dugleg með flott viðhorf... ekki að eyða lífinu í vol, snúa því við þér í hag... svoleiðis á það að vera ! Til hamingju með nýja eldhúsið þitt og gangi þér vel með dúlluherbergið og haltu endilega áfram að brosa framan í sjálfa þig
Jónína Dúadóttir, 9.11.2009 kl. 08:01
Já sæta þetta með spegilinn er alger snilld Gangi þér vel
Birna Dúadóttir, 9.11.2009 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.