5.6.2009 | 10:57
Var alveg búin að gleyma
blogginu mínu..Enda hefur verið alveg nóg að gera hjá mér síðustu mánuði.
Allaf koma upp hlutir í lífi manns sem þar að fást við, vandamál sem þarf að leysa og þar fram eftir götum.
Er búin að vera fást við eineltismál í skóla dúllunar minnar..Henni var farið að líða svo ílla að hún gerði sér upp allra handa veikindi, en auðvitað var það sálin hennar sem var orðin veik..Þá var ekkert annað að gera en að drífa sig í skólayfirvöldin og er ég búin að vera að standa í þessu í þó nokkurn tíma og vona að uppistandið á mér skili árangri..Ég gekk svo langt að ég fór með þetta í blöðin og eftir það virðist sem skólinn tæki við sér og færi að gera eitthvað.. Fannst mér það all harkalegt að þurfa að ganga svona langt , en hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín!
Sjálf lenti ég í einelti sem barn og finnst mér oft að ég hafi aldrei náð mér alveg eftir það, enda stóð það yfir í 3-4 ár! Eins gott að stoppa hlutina áður en þeir verða svo alvarlegir!
Svo var mikil sorg hér á heimilinu, hún Lóa litla okkar, varð fyrir bíl og dó..Hef ég nú heyrt á fólki að þetta hafi nú bara verið hundur, en þessi elska sem vann hjörtu okkar á því augnabliki sem hún kom á heimilið, var orðin svo stór partur af lífinu að sorgin hefur svifið hér yfir síðan þetta skeði.. Hún bjargaði mér algjörlega í vetur, dreif mig upp á morgnana og út..Annars hefði ég líklega leyft þunglyndinu að ná yfirvöldunum..En nú er hún sem sagt horfin á braut og eftir sitja brostin hjörtu.....
En nú er ég að undirbúa dúlluna þar sem hún er að fara til Danmark ásamt stóru minni og mikið held ég að hún hafi gott af því, getur jafnað sig á öllu sem yfir hana hefur gengið..
En ég ætla nú ekki að röfla meira að sinni
Brosa út í daginn
kv unns
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 6.6.2009 kl. 07:44
Það er rétt hjá þér Unnur mín. Hvað er það sem við gerum ekki fyrir börnin okkar. Einelti er alvarlegt mál og ég fæ alltaf sting í hjartað er ég heyri um þau. Vonandi hressist hún litla þín við Danaferðina og hún megi eiga góða daga í skólanum sínum í haust.
Ég skil vel sorgina yfir missi hennar Lóu. Við fjölskyldan áttum einu sinni hund og þegar hann dó var mikil sorg og mörg tár feld af yngstu meðlimum fjölskyldunnar.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.6.2009 kl. 15:04
Birna Dúadóttir, 9.6.2009 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.