30.11.2008 | 11:58
Lítil trítla
að venjast nýju heimili..Hún Lóa litla var svolítið óróleg fyrstu nóttina hérna hjá okkur,sem er náttlega alveg skiljanlegt.
Öll familían er mjög hrifin af þessari snót og er hún líka svo yndisleg að hún vinnur hug og hjarta allra sem hér koma. Og svo er það besti kosturinn...Nú fer ég út að labba allt upp í 4 góða göngutúra á dag.
Að vísu var ég með harðsperrur í löppunum eftir fyrsta daginn sem segir mér einfaldlega að ég hreifi mig alls ekki nóg
En dúllan er líka svakalega dugleg að fara með hana þannig að við mæðgur erum mjög samstilltar á þessa labbitúra okkar.
Annars er allt gottt, búin að baka 7 sortir og eftir helgi verður farið í að mála eldhúsið mikið verð ég glöð með það....Það hefur ekki verið málað síðan ég flutti hingað fyrir nærri 3 árum síðan ehemm!!
En sem sagt í góðum jólagír, með jólaljósin á hreinu inni sem úti.
En nú er ég að fara að borða, tók upp á þeim ósköpum að elda steik svonnna í hádeginu, ekki smá dugleg
Verum góð við hvort annað og elskum friðinn
kv unns
Athugasemdir
Jóla hvað ?Yndislegt hjá ykkur og heilsusamlegt greinilega líka Hafðu það gott og gaman mín kæra
Jónína Dúadóttir, 30.11.2008 kl. 13:19
Þú er nú bara algert krútt kona
Birna Dúadóttir, 1.12.2008 kl. 07:15
Krúttkveðja
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 13:34
Dugleg ertu
Kristín Gunnarsdóttir, 1.12.2008 kl. 14:53
Hulla Dan, 6.12.2008 kl. 15:51
Þú ert aldeilis dugleg að baka
Anna Margrét Bragadóttir, 7.12.2008 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.