22.11.2008 | 20:20
Var ekkert smá þreytt
þegar ég fór að sofa, og ég svaf líka fram undir hádegi, sem var alveg dásamlegt.
Dagurinn í dag er búin að fara í að setja upp seríur, meira að segja tókst mér að fá kallinn minn að fara út og setja í runnana. Honum finnst ég svolítið mikið of snemma í skreytingum, en mér finnst það alls ekki. Víða úti á landi er fólk beðið um að fara að skreyta, bara til að gera lífið léttara og fullt af ljósum
Ég og dúllan fórum í Húsasmiðjuna til að kaupa meira af inniseríum, og boy, það var þvílík traffík að ég var bóstaflega gáttuð
Ég hélt að það væri kreppa, en núna er ég farin að efast
En hvað með það, kannski er málið að fólk er að lýsa upp umhverfið til .þess að þurfa ekki að vera niðursokkið í ástandið.
Ég er alveg í stuði og ætla að klára að setja upp ljósin mín á morgun. Þá verð ég glöð og góð, að vísu er égallaf góð hehe.
En gó'ða nótt og hafið það sem best í kvöld og nótt
kv unns
Athugasemdir
Góðan dag mín kæra, gott að þér líður velMinn karl er búinn að setja seríuna upp á þakskeggið hjá okkur og klárar að tengja í dag
Jónína Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 05:47
Minn kall setti seríu í stofugluggann,eða nei ég gerði það víst sjálf
Birna Dúadóttir, 23.11.2008 kl. 12:52
Ljósin birta svo sannarlega upp á þessum tíma
Aðalheiður Magnúsdóttir, 23.11.2008 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.