1.11.2008 | 00:07
Er ekki komið nóg
af barlóm og leiðindum, það finnst mér. Þó svo í kringum mig er ekkert raunar gott að frétta, þá nenni ég ekki að leggjast í volæði
Jú sonur minn fékk uppsagnarbréf í gær, en við erum ekki að búa til þjóðarsorg úr því, við erum nefnilega famelía sem vill standa saman og gera gott úr öllu. Það koma betri tímar aftur en við verðum að standa saman eins og einn, ekki satt?
Hjá mér hefur alveg verið nóg að gera..Er orðin húsmóðir eins og ég var fyrir 20 árum síðan, sem sagt baka og elda mat á mjög svo hagstæðan hátt, og er ekkert að skammast mín fyrir það.
Dúllan mín fór í kvöld út að betla sem sagt tók trukkið á hrekkjavöku og dreif 2 vinkonur með sér. Og mér til undrunar og gleði komu þessar hörkustelpur með nammi og smákökur eftir þessa ferð
En að öðru leiti er ekkert mikið að mér og mínum að frétta, jú, stóra min var að flytja að heiman þannig að nú get ég velt mér upp úr sorg og sút..Auðvitað sakna ég hennar en hún er ekkert barn lengur þannig að ég á ekkert að kvarta
En núna er komið langt fram yfir minn svefntíma
Er farin að sofa
Hafið það sem best og ekki kreppa ykkur
kv unns
Athugasemdir
Ég kreppi mig sko ekki neitt og neita alfarið að leggjast í sorg og sút... alveg eins og þúGóða nótt heillin og sofðu vel
Jónína Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 00:27
Alveg er ég 100% sammála ykkur báðum, ég harðNEITA því að leggjast í eymd og volæði yfir þessu öllu saman.
Knús á þig elskan mín
Helga skjol, 1.11.2008 kl. 07:44
hef líka ákvedid a dtaka öllu med jafnadargedi og jákvædni ..Finnst tad bara heppnast ágætlega.
Kvedja til tín frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 1.11.2008 kl. 11:48
Engin kreppa í mínu lífi,hafðu það sem best sæta
Birna Dúadóttir, 1.11.2008 kl. 12:09
Tek undir þetta engan sudda hér, þó maður stingi annað slagið þá ristir það ekki djúpa og við kunnum að takast á við þetta þau okkar sem eru eldri en tvævetur.
Knús til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.11.2008 kl. 18:02
Kreppulaus með öllu og fátæk eins og venjulega.
Sem sagt allt eins hjá mér.
Knús til þín
Hulla Dan, 4.11.2008 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.