27.9.2008 | 17:19
Vágestur í heimsókn!
Hún stóra mín var send heim úr vinnu veik í gær, enda godman búin að vera veikur og smitað hana
Það væri nu í lagi, en þessi dóttir mín, henni fannst endilega áríðandi að deila þessu með mömmu sinni þannig að nú er ég komin með þetta líka geðslega pest
Ég var að dreyma í nótt að ég var að tína epli og döðlur sem er bara gott að dreyma, en klukkan 5 vaknaði ég með svo mikla verki í líkamanum að ég varð að fara og taka inn ibofen, allt í lagi með það nema að ég var svo lítið vakandi að ég var allaf að hugsa um hversu erfitt þetta væri fyrir líkaman að vera að tína þessa ávexti. Áttaði mig á þvi þegar ég lagðist í rúmið aftur, að þetta væri ekkert með það að gera enda bara draumur, sem sagt komin með beinverki og allt sem því fylgir. Er komin með rautt nef af snítingum, hausverk helv... og get varla komið upp orði fyrir hálsbólgu..Mikið held ég samt að heimilisfólkið sé ánægt engar skammir og ekki neitt! En samt er ég að sinna þessum almennum verkum hér heima, þvo þvott, laga til, gefa öllum að borða og svo mætti lengi upp telja(þvílíksnilld að finna upp ibufen) en samt er ég alveg búin á því, en læt mig hafa það
Dúllan var ekki smá heppin í gær. Hún fékk fullan svartan ruslapoka af fötum, það sem meira er allt vönduð og góð föt. Kvöldið í gær fór í að máta og gefa upp skræki, þegar hún sá eitthvað sem hún kolféll fyrir. Þannig að nú þarf ég ekkert að versla föt á hana fyrr en næsta sumar
En núna er ég samt að pæla í að leggja mig, enda alveg búin á því og svo að elda handa faminu, það má víst enginn svelta hér
En hafið það sem allra best og lifið lífinu lifandi!
kv unns
Athugasemdir
Æi skinnið mittFarðu vel með þig, annars losnar þú aldrei við þetta... draslið fer ekkert... því miður... og það hlýtur að vera einhver annar sem getur eldað ?
Knús frá mérmundi samt líklega ekki knúsa þig "in person" ekki núna
Jónína Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 20:48
Jónína mín, því miður er enginn á mínu heimili sem kann eða vill elda Sem betur fer get ég loksins farið að sofa enda kominn tími til.
Takk fyrir mig og hafið það sem best
Unnur R. H., 27.9.2008 kl. 21:45
knús úr fjarlægð
Birna Dúadóttir, 27.9.2008 kl. 22:12
Leidinlegt ad ná sér í svona flensu.Tessi leidindarflensa er ad stinga sér nidur á mínu heimili líka ,húsbandid ordinn veikur og liggur í rúminu.
Madur má bara alls ekki vera ad tví ad veikjast núna
Velkomin í hóp minna bloggvina.Hlakka til ad fylgjast med tér og tínum í framtídinni.
Eigdu gódann dag.
Gudrún Hauksdótttir, 28.9.2008 kl. 06:36
Slæmt þetta með heilsufarið hjá þér. Vonandi rífur þú þetta úr þér fljótlega . Ekki amalegt fyrir þig að sleppa við fatakaup á Dúlluna þína næstu mánuðina og vonandi verður þá komið betra ástand í peningamálin í landinu.Láttu þér batna ljúfan.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.9.2008 kl. 12:27
Vonandi ertu betri í dag Unnur mín, en farðu nú vel með þig.
Sko það er bara allt í lagi að borða te og brauð.
Knús knús Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.9.2008 kl. 19:07
Farðu vel með þig
Anna Margrét Bragadóttir, 30.9.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.