20.9.2008 | 21:39
Alveg að gleyma
mér í dagsins önn. Sem sagt alveg búin að gleyma mér í kreppunni. Er ekki alveg í lagi með að fylgjast með og dæma, ekkert virðist vera í lagi ehemm
Kannski ætti maður bara að gleyma ástandinu í þjóðfélaginu og gera bara gaman að lífinu, af hverju ekki, lífið er ekki það langt
Ok kannski er ég bara pirruð yfir þeim niðurstöðum sem ég fékk frá hjartavermd!
Já Já ég er pirruð, Ég á samanber þessum rannsóknum, missa 10 kíló, hætta að reykja, ARG og fara að éta grænmeti og ávexti út í eitt, annars verð ég komin með pillur við sykursýki
Er ekkert rosa hress, en ok, verð að fara að gera eitthvað!!
Hér með leita ég eftir fólki sem er að hætta að reykja og vill fá einhverja kellu, sem er geðveik, til að spjalla við
En ég er að pæla í að fara að leggja mig Annars verð ég alveg klikkuð ARG!
Góða nótt og sofið rótt (or something ) ehemm
kv unns
Athugasemdir
Ok hættu að reykja,breyttu mataræðinu og losaðu þig við 10 kg.Ef að það er það sem til þarf.Það segir enginn að það verði auðvelt,en hver ferð sem við byrjum hefst á einu skrefi.Ég hef fulla trú á þér
Birna Dúadóttir, 20.9.2008 kl. 22:17
Takk takk ykkur báðum! ég er ekki alveg samt að meika þetta reykingarstopp, er svo til Geggjuð í skapinu
Unnur R. H., 20.9.2008 kl. 22:26
Taktu bara eitt í einu heillin
Jónína Dúadóttir, 21.9.2008 kl. 07:20
Anna Margrét Bragadóttir, 21.9.2008 kl. 09:10
Taka eitt í einu...... það er hugarfarið sem skiptir máli......svo eru til fullt af hjálpartækjum fyrir þá sem vilja hætta að reykja.... sjálf skellti ég á mig plástri og tuggði tyggjó fyrstu vikuna...... og mér tókst að hætta...... komin 2 ár síðan.... og alltaf einn dagur í einu......
Gangi þér vel heillin....
Fanney Björg Karlsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:08
Ekkert pirraði mig meir ,en þegar fólk var að prédika yfir mér um að hætta að reykja. En svo þegar ég ákvað þetta sjálf tók ég bara einn dag í einu og nú eru yfir 20 ár síðan.
Ég er alltaf mjög glöð er læknar spyrja mig eftir hvort ég reyki að geta sagt NEIer hætt. Hef aldrei tekið reyk síðan , því mér finnst ég hafa unnið svo mikið að ég vil ekki taka neina áhættu. Það er sko hugsunin sem hefur allt að segja. Gangi þér vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Og mundu að viljinn hefur allt að segja.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.9.2008 kl. 16:22
Ja hérna vorum við ekki einhvern tíman bloggvinkonur, eða er ég orðin eitthvað skrítin
auðvitað er ég það ég meina sko. bað þig allavega um vináttu.
Kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2008 kl. 21:41
Já bara brosa á móti lífinu:)
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 22.9.2008 kl. 14:30
Unnur R. H., 22.9.2008 kl. 16:26
Unnur mín þú þarft að samþykkja mig þín megin.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.9.2008 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.