30.8.2008 | 18:18
Alveg kominn
tími til að blogga. Hef haft eitthvað svo mikið að gera að það hálfa væri nóg. En margt hefur skeð síðan síðast og í stuttum orðum ætla égað reyna að koma því frá mér !!!
Núna nýverið hef ég tekið upp fyrri yðju, það er að ræna alla nágranna af berjum og er búin að búa til um það bil 40 krukkur af rifsberjahlaupi og svo 6 krukkur af sólberjum, þannig að ef þið fréttið að einhverjum berjaþjóf, ÞÁ VAR ÞAÐ EKKI ÉG!. En mér finnst svo gaman að sulta og sulla þannig auðvitað er alveg kjörið að tæma runnana í hverfinu, ekki vill ég láta þetta verða fuglafæðu eða bara ónýtt!!!
Um síðustu helgi fórum við litla fjölskildan, á afmælishátíð hjá húsbílafélaginu. Þetta félag er sem sé orðið 25 ára og var haldin þvílik hátíð. Á föstudagskvöldið kom Gísli Einarson og skemmti, og ég held að ég hafi ekki hlegið svona mikið í langan tíma. Á laugardagskvöldið var svo aðalhátíðin með hlaðborð, bæði heitt og kalt, og góða skemmtikrafta. Mikið fannst mér gaman. Þannig að ég var alveg í skýjunum eftir helgina.
Ekki var það að skemma að "strákarnir okkar" voru búnir að ná silfrinu og ætlaði ég að horfa á þá spila síðasta leikinn, en var bara búin að sjá að þeir myndu aldrei ná gullinu, enda finnst mér silfur fallergra
En þetta er svona stilkað á stóru í lífi mínu þessa dagana..... Ég er samt svolítið á varðbegi gagvart mínum andlega sjúkdóm. Ég er búin að vera frekar manísk og það hefur ekki skeð í 8 ár þannig að ég verð að fara að gæta að mér og horfa á hvað ég er að gera Kannski er ég bara að verða betri , eða bara verri, ég veit ekki. En eitt veit ég að ég verð að hafa aðgát með þetta þar sem þetta gæti endað ílla
En núna er ég kát og glöð, búin að baka og þrífa og, og OMG, núna ætla ég að slappa af og njóta kjötsúpunar sem ég er búin að elda...........
hafið það sem allra best og berjum(ber í berjamó) meðan ekki frystir
kv unns
Athugasemdir
Æji hvað það er gott að sjá þig hérna aftur mín kæra, ég var farin að sakna þín, en í guðana bænum vertu á varðbergi með sjúkdóminn þinn.
Risa knús á þig elskan mín
Ps verum í bandi eftir helgi
Helga skjol, 30.8.2008 kl. 19:22
Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.8.2008 kl. 20:04
Jónína Dúadóttir, 31.8.2008 kl. 08:33
Birna Dúadóttir, 31.8.2008 kl. 09:33
Hláturinn lengir lífið er sagt, en öruggt er að það er holt og gott að geta hlegið. Láttu þér líða vel og njóttu daganna.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.8.2008 kl. 16:00
Gaman að sjá þig aftur var farin að sakna þín
Farðu vel með þig mín kæra.
Knús inn í nýja viku
Anna Margrét Bragadóttir, 31.8.2008 kl. 21:24
Njóttu lífsins.
Njóttu þess að það ert þú sem stjórnar peningunum.
Njóttu þess að þú ert stjórnandi yfir lífi þín.
Njóttu þess sem lífið hefur kennt þér.
Njóttu þess að vera þú og hafa kjark til þess að vera þú.
Njóttu stundarinnar því stundin kemur aldrei aftur.
Átt þú góðan dag.Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 10:47
Frekar manísk...... 40 krukkur af sultu..... halló halló....
Nei kona góð... ég er nú bara aðeins að grínast..... en þú ert náttúrulega engum lík þegar kemur að sultugerð.... sjálf sultaði ég í 6 krukkur og var bara nokkuð góð með mig.....
puss og kram til þín
Fanney Björg Karlsdóttir, 1.9.2008 kl. 23:39
takk sömuleiðis
Aníta gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 14:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.