21.8.2008 | 20:26
Er ennþá eitthvað löt!!
En samt hefur verið alveg nóg að gera hjá mér, eitt og annað að ske, og ýmislegt brallað Ég er orðin , loksins segi ég, óð á heimilinu!
Eftir að ég var búin að vinna þessa lotu, sem ég virkilega hafði gaman af, var ég svo búin ehemm, að ég lagðist í leti sem tvífalt er búið að lenda á mér
Ég er svo óvön að taka svona vinnutarnir að ég var bókstaflega búin með allt sem heitir orka, rétt skreið upp í rúm og gaf alveg skít í allt sem heitir þrif á heimilinu. Eins og við konur vitum, þá fer skítur og annað í burt, svo núna er ég að ráðast á þennan óvin og reyna að gera hann óvirkan!
Ég tók herbergið hjá dúllunni alveg frá stafrófsröð og hún, þessi elska, skúraði. Þannig að núna á hún tvisvar sinnum stærra herbergi og allt í röð og reglu. Yndislegt
Næsta mál á dagskrá var ísskápurinn, bojóboj, það var sko vinna en þessi elska hún tróð sér inn í skápinn (í bókstaflegri merkingu) með tannbusta og þreif allar rifur og rimla.
Núna er ég svo sæl með ísskáp sem er eins og nýr og allt er að fara í rétt horf En ég er svo glöð yfir að skólinn sé að byrja. Þá get ég sett allt í gamla gírinn og haft gaman af ölluNúna er ég hætt!
Verum glöð (skólinn er að byrja) EHEMM
og góða nótt
kv unns
Athugasemdir
Gott að þú ert komin aftur og í gírinn ljufan.
Kærleiksknus
Kristín Gunnarsdóttir, 21.8.2008 kl. 20:38
Frábært Unnur mín að orkan sé að koma til baka hjá þér.
Knús á þig mín kæra
Helga skjol, 21.8.2008 kl. 21:45
Velkomen du!
Hulla Dan, 22.8.2008 kl. 02:04
Jónína Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 06:06
Sælar,aftur
Birna Dúadóttir, 22.8.2008 kl. 07:19
Anna Margrét Bragadóttir, 22.8.2008 kl. 09:39
Velkomin aftur . Gaman að heyra að þú sért búin að hlaða batteríið en eyddu nú ekki öllu út af því við þessar tiltektir þínar. Kærleikskveðja.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.8.2008 kl. 18:00
Velkomin min kæra
Heiða Þórðar, 24.8.2008 kl. 21:44
Velkomin og mundu að setja þig í forgang
Anna Ragna Alexandersdóttir, 25.8.2008 kl. 08:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.