LONG TIME

Já það er orði'ð ansi langt síðan ég bloggaði síðast. Hef bara einhvernvegin haft nóg að gera og svo líka að ég hef ekki nennt þvíBlush.

En eitt og annað hefur skeð síðan síðast. Ég fór náttlega á írsku dagana og var alveg svaka gaman. Við vorum með börnin mín, tengdabörn og barnabörn í mat á föstudagskvöldinu og var það alveg frá bært nema að litli nýji vildi bara sofa, það fannst ömmu ekki neitt gaman Pinch. En Birnan mín kom á laugardeginum aftur með guttana og þá fékk amma aðeins að sjá hann vakandi, svo það bætti þann dag alveg upp. Við fórum ekki í bæinn fyrr en á sunnudagskvöldið þar sem veðrið var svo frábært að við tímdum ekki að fara.

Svo fór ég upp á skaga og var í nokkra daga, þar sem litli nýji var að fá nafn og pabbi hans að vinna út á landi, þannig að ég og dúllan fórum að hjálpa til fyrir skírnina. Allt gekk það ljómandi vel fyrir sig og fékk sá stutti nafnið Alexander Björn, og var það stóri bróðir sem sagði prestinum hvað nafnið væri. Hann Nökkvi minn var svo flottur að amma gamla fékk bara tár í augunCrying. Veislan var flott og hitti ég fullt af fólki sem ég hef ekki séð í langan tíma og var það æðislegtSmile.

Svo var Nökkvi minn hér hjá okkur 4 daga og um síðustu helgi fórum við í smá ferð með hann og dúlluna. Byrjuðum á Úlfljótsvatni, gistum eina nótt en það var svo hvasst að við færðum okkur upp í laugarásinn og vorum þar í þvílíkri bongóbliðu, bara yndislegtInLove.

En nú er ég byrjuð að vinna allan daginn og svo þreytt á kvöldin að ég er alveg búin, enda viðbrygði að byrja að vinna eftir allan þennan tíma.

En ég er sátt við lífið og tilveruna og vona að allir aðrir séu það líkaGrin

bæforná. kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga María

Það að vera sáttur og ánægður með sjálfan sig...það er frábært.

Kv. 

Inga María, 23.7.2008 kl. 18:02

2 Smámynd: Unnur R. H.

Takk fyrir mig gellur

Unnur R. H., 23.7.2008 kl. 21:41

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Knús knús

Anna Margrét Bragadóttir, 24.7.2008 kl. 01:48

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Gaman að heyra frá þér aftur flotta kona..... og til hamingju með þetta allt saman.... nýja barna-barnið "gamla" barna-barnið, nafnið.... og allt hitt...

Fanney Björg Karlsdóttir, 24.7.2008 kl. 08:59

5 Smámynd: Didda

Til hamingju með allt, hafðu það gott 

Didda, 24.7.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk fyrir að fá að vera á ræmunni þinni bloggvinkona.

Og til hamingju með nafnið Alexander .

Anna Ragna Alexandersdóttir, 24.7.2008 kl. 19:14

7 Smámynd: Unnur R. H.

Takk fyrir allt allir. Ég er í alveg svaka góðum gír og er ánægð með að eiga nýjar bloggvinkonur aldrei fæ ég nóg af því

Unnur R. H., 25.7.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband