Jæja mætt aftur

Ég er búin að vera svo löt við að blogga að það hálfa væri nóg! En ég ætla að henda inn nokkrum línum.

Ég er einvernveginn búin að hafa nóg að gera síðan ég kom heim, sem er ágætt og kannski þess vegna ekki verið að blogga. En núna um helgina drifum við okkur, gamla settið og dúllan, á húsbílnum í smá ferð. Það var alveg yndislegt að komast aðeins út úr bænum, hitta fólk og finna stemminguna aftur. Við fórum í Garðinn, en þar var hátíð með ýmsum skemmtiefni fyrir börn og fullorðna.

Að vísu var veðrið svo sem ekkert að dekra við okkur, sem sagt mikið rok, en ekki létum við það á okkur fá enda myndaði bíllinn skjól þannig að ég gat setið úti í sól og sæluTounge. En svona er ísland, vitum aldrei hverju hægt er að eiga von á í veðri.

En sem sagt alveg frábært að fara svona og í gær var boðið upp á bröns í boði staðarinns og var það frábært. Síðan var brunað í bæinn og drifið sig í sparigallan, þar sem við vorum að fara í fermingu. Fermingarbarnið kom frá noregi að láta ferma sig og var þetta hin mesta og besta veisla, þar sem saman var komin mestur hluti af ætt húsbóndans.

Nú get ég sem sagt verið sátt. Er nú þegar farin að plana ferð um næstu helgi. Eitthvert stutt þar sem bensín er dýrt en gaman að fara svona um helgar frá amstri borgarinnarSmile

En hafið það gott í dag og brosa!Grin

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Brooooooos

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Tvö brooooos

Birna Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Helga skjol

3 brrrrooooossssss

Knús á þig

Helga skjol, 30.6.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Hulla Dan

4 broooooosssss

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 11:21

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Það er ekki aðalatriðið að fara langt, það eru til margir fallegir staðir í nágreninu. Njóttu helgarinnar í húsbílnum Unnur mín.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:37

6 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Gott hjá ykkur að drífa ykkur í smá helgarfrí á fína húsbílnum ykkar. og gaman að heyra hvað það var gaman hjá ykkur og hvað þú ert rosalega jákvæð núna.

stórt faðmlag til ÞÍN.

kv. Svala 

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 1.7.2008 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband