Knúsi krús

Loksins fékk ég að sjá jaxlinn litla og hann er bara æðiGrin Auðvitað er hann fallegasta barnabarn sem ég hef séð svona utan við Nökkva minn, en ok þeir eru jafn fallegirInLove

Svo fékk ég að njóta þess unaðar að vera sú fyrsta sem fékk að passa hannTounge, ekki slæmt þaðGrin. En sá stutti virtist finna á sér að móðurlyktin var farinn úr húsi og byrjaði að rumaska. Og amma gamla sem er ekki ennþá fangvön krílinu, fór í baklásCrying, hringjandi í fári í foreldra (sem voru nú bara að kaupa barnavagn hér rétt hjá) og nánast argaði á hjálpWhistling. Ok en eitthvað sagði mér að taka kútinn og knúsa hann nógu mikið í fangið og troða snuði upp í hann, og hvað skeði, hann hætti að gráta og vara bara að skoða þetta gamla viðrini sem hann hafði ekki séð áðurJoyful. En hann var ekki hræddur þannig að ég er nokkuð sátt, oh sá er sjarmurInLove

En svona af öðru þá fékk ég yndislega gesti í dag. Þá komu vinafólk mitt úr Höfnunum sem ég hef ekki hitt í meira en ár. Það var alveg frábært að fá þau, og ekki nóg með það, þau eru svo á alveg sömu bylgjulengd og við að það er bara fyndiðLoL

Þannig að ég er sátt við lífið, nema að ég er strax komin með kvíða yfir fimmtudeginum, en þá förum við til Portugal ójé ehemm.

Elskum lífið. kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gaman fyrir þig að vera búin að sjá jaxlinn litla og passa hann. Ég er viss um að Portúgal ferðin hjá þér verður indæl. Hafðu það gott Unnur mín.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 7.6.2008 kl. 20:27

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þau eru yndisleg þessar elskur

Birna Dúadóttir, 7.6.2008 kl. 20:29

3 Smámynd: Unnur R. H.

Takk fyrir mig elskurnar. Og Ólöf mín fyrirgefðu hvað ég er búin að vera löt að kvitta. en ég les þig allaf

Unnur R. H., 7.6.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband