4.6.2008 | 17:11
Endanega orðin hress
og kát. ég er svo ánægð með lífið eins og er að það hálfa væri nóg. Ég er kominn upp úr lægðinni og líður bara vel. En því má þakka henni Helgu vinkonu
En málið er að þau voru að fara til Mallorka og af einhverri rælni fórum við að ræða gistingu yfir nótt. Meira var ég til í að fá þau þar sem 13 ár eru síðan að við höfum rætt almennilega saman. Og hún þáði gistingu og þessar elskur komu hér í gærkvöldi og einhvernveginn small allt saman, mikil hamingja
Dúllan hennar er árinu eldri en mín dúlla, og nóta bena, þær þekkjast ekkert en smullu saman eins og smjör og brauð, bara yndislegt.
Maðurinn hennar og minn kall náðu saman eins og þeir hefðu þekkst í mörg ár, þetta var bara æði
En sem sé við sátum og kjöftuðum saman til að ganga 2 í nótt og mér hefur ekki liðið betur í langan tíma. TAKK HELGA MÍN
Skrýtið, að finna hvor aðra eftir öll þessi ár, á blogginu, það segir mér svo mikið. En ég er rosa glöð yfir að hafa drifið mig í að blogga
En núna ætla ég að hætta í bili og fara að sinna MÉR og hafa það gott
Elska lífið
kv unns
Athugasemdir
Æðislegt.
Veit fátt eins notarlegt og sitja langt fram á nótt með heitt kaffi og spjalla við góða vinonu... Langt síðan ég hef gert það síðast.
Hafðu gott kvöld.
Hulla Dan, 4.6.2008 kl. 17:35
ójá bara frábært. Og eiginlega að vera svona aðskildar í mörg ár þá var þetta ennþá betra
Unnur R. H., 4.6.2008 kl. 19:09
Unnur mín, altaf gaman að spjalla við Helgu.
Eigðu góðan dag vinan
Kristín Gunnarsdóttir, 5.6.2008 kl. 06:59
Birna Dúadóttir, 6.6.2008 kl. 07:30
Gott er að hitta góða vinkonu og ekki síst er langur tími er liðin frá síðustu fundum. Láttu þér líða vel vinan.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 7.6.2008 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.