27.5.2008 | 16:40
2 dagur
í bata. Þetta virðist allt vera að koma hjá mér, þótt hægt fari. Það mér finnst þó verst með þetta allt er að þegar ég verð svona líkamlega veik, þá leggst það líka á andlegu hliðina, sem er hið versta mál! Þótt ég sé að éta mig sadda af geðlyfjum, þá gerist það samt að ég fer í mikla lægð. Þannig er þetta búið að vera hjá mér síðustu viku og hefur frekað hallað undan fæti ef eitthvað er.
Svefninn er búin að vera svo hræðilega slæmur að ég sef ekki nema ca 2 tíma í einu og vakna og það tekur mig langan tíma að sofna aftur. Þetta er það versta sem fyrir mig getur komið.Sem sagt svona frekar óhress.
Versta við það að vera svona svefnvana er að ég verð svo rosalega paranojuð. Má ekki heyra í sírenum eða nokkru slíku, þá er ég rokin í símann að athuga með dúlluna. Hún eðlilega finnur þetta og það finnst mér það versta, því hún hefur ekkert með mín veikindi að gera.
Svo er að það að ég gjarnan loka mig inni, fer ekkert, hitti engann og það verður erfitt að tala í símann. Þannig að ég virðist láta þetta bitna á öllu mínu lífi. En ég virðist ekkert ráða við þetta, veit að þetta er tímabundið og verð að þrauka og taka bara eitt skref í einu.
Ég hef rosalega gaman af öllu föndri og á ég núna fullt af efni sem ég get farið að nota, en það virðist bara vaxa mér í augum og ég kem engu frá mér. Ætlaði að vera búin að sauma gardínur fyrir dúlluna en stari bara á efnið hérna fyrir framan mig.
Það er ekki í mér, þegar ég er í lagi, að láta veðurblíðu stoppa mig, er yfirleitt dugleg að vera utandyra, en get ekki hugsað mér það eins og er.
En ég veit að þetta líður hjá og er ég í dag mjög fegin hversu vel ég er farin að fylgjast með andlegu hliðinni hjá mér, því að það eru bara 2 ár síðan ég fór að taka ábyrgð á mínum sjúkdómi. Eins gott að fara að brosa framan í heiminn enda ekki nema 17 dagar þar til ég fer til portugal og ætla ég svo sannalega vera orðin hress andlega og líkamlega.
Um helgina ætla ég svo að fara að sjá elsku litla drenginn, loksins, því þá verð ég búin með sterka pensilínið og ætti að vera alveg óhætt að knúsa sæta litla og hann Nökkva minn.
En nú ætla ég að fara að koma einhverju í verk
kv unns
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 18:12
Vonandi fer þú að hressast Unnur mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.5.2008 kl. 19:48
Úff,kannast við þetta. gangi þér vel.
Bylgja Hafþórsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:00
Jónína Dúadóttir, 27.5.2008 kl. 20:45
Vona að allt sé í rétta átt hjá þér.
Kvaðja frá DK
Hulla Dan, 28.5.2008 kl. 09:54
Unnur mí, vonandi fer þetta alt að lagast hjá þér, ég óska þér als hins besta.
Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 28.5.2008 kl. 09:57
Elsku Unnur, það er óskandi að þetta fari nú að rann úr þér þessi skíta flensa sem þú náðir þér í svo þú getir nú farið að knúsa litla sæta ömmuprinsinn og að sjálfsögðu þá báða, en mikið öfunda ég þig af því að vera fara til portúgal, það væri ekki slæmt að vera fara eitthvað svona líka.
RISA BATA KNÚS Á ÞIG MÍN KÆRA
Helga skjol, 28.5.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.