26.5.2008 | 16:56
Loksins
dreif ég mig til læknis og nú er ég komin á 2 tegundir af síklalyfjum. Já mín komin með í lungnapípurnar og öllum holum og götum sem finnast í hauskúpunni, sei mér þá
Ég er ekki ennþá búin að fara að sjá litla dúllustrákinn, sem sagt nýja barnabarnið, þar sem ég hef ekki viljað draga einhverja pest inn á heimilið, en nú get ég farið um leið og virkni er byrjuð í lyfjunum. Ég hlakka svo til En Gumminn minn kom í fyrradag, þessi elska og setti inn í tölvuna nýjar myndir svo að ég get haldið áfram að dáðst af drengnum.
Svo horfði ég á eurovision eins og þjóðin öll og fannst, eins og þjóðin öll, að okkar fólk ætti alveg skilið fleiri atkvæði en þau fengu. En svona er þetta bara ekkert hægt að fást við það.Að öðru leiti er ég bara búin að vera svona aðeins að dunda mér hér heima, hef ekki nokkra orku en vonandi fer það að koma allt saman, er bara bjartsýn á það.
Dúllan fór í vorferðina með skólanum í dag og var haldið í Hvalfjörðinn og skoðuð lömb og aðrir ferfætlingar og hafði hún rosa gaman af, enda allaf gaman að fara í sveitina
En nú ætla ég að gera eitthvað af viti.
Hafið það gott elskurnar. Kv unns
Athugasemdir
Haf þú það líka gott Unnur mín
Jónína Dúadóttir, 26.5.2008 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.