komin

Ég ákvað að skrönglast að tölvunni og skrifa nokkrar línur. Ég er bókstaflega búin að vera fárveik, hiti hálsbólga hausverkur og hlustaverkur. Þetta er firsti dagurinn sem ég held haus svei mér þáFrown.

Gat svo sem passað, þar sem litli prinsinn er kominn í heiminn, og amma gamla má ekki fara til að skoða hann fyrr en ég er orðin alveg hress.

En stóra mín fór og tók myndir og læt ég örugglega einhverja detta inn hjá mér í dag.

En núna er ég að pirra mig á fólki út í bæ. Mér finnst alveg merkilegt að þótt ég sé að blogga hér fyrir sjálfa mig aðalega, þá er svo mikið af svo undarlegu fólki sem virðist fá eitthvað kikk í að lesa og hringa svo um allar trissur til að tilkynna bloggin. Þetta finnst mér sýna svo mikinn vanþroska hjá þessu fólki og er ég að láta þetta pirra mig, þar sem þetta sama fólk er að hringja í húsbandið með einhverskonar dilgjurAngry Ég á bara til nokkur orð yfir þetta fólk og það er GET LIVE!!

Jæja þá er ég búin að losa mig við þetta.

skrifa meira þegar ég er orðin aðeins hressari

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 fólk dundar sér við ýmsa hluti.Kjaftagangur er eitt hobbýið hahahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Hulla Dan

Til hamingju með nýja útlitið. Hélt ég væri á vitlausri síðu

Endilega ekki eyða orku í að pirrast á einhverju fólki. Það ber engan árangur annan en þú verður orkulausari. Og mér heyrist þú þurfa eldur betur á smá aukaorku að halda núna.
Á sjálf við horstífluvandamáli að stríða og vona að okkur tveimur verði batnað á morgunn

Gott kvöld til þín

Hulla Dan, 19.5.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert ekki að gera neinum neitt með því að blogga og það er algerlega þín ákvörðun ! Öðrum kemur það bara ekki rassg.... viðSegi eins og hér að ofan, eyddu orkunni frekar í að láta þér batna svo þú getir knúsað litla prinsinn

Jónína Dúadóttir, 19.5.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband