15.5.2008 | 16:42
Jibbý
Stóra mín er komin Reif mig á fætur fyrir sex og brenndi á völlin til að sækja hana, mikið svakalega var ég glöð að sjá hana, og hún er ekkert smá brún. En heim héldum við og lét ég dúlluna vera heima þar sem hún svaf ekki fyrir tilhlökkun
Svo eru bara aðrir og meiri hlutir að ske, Birnan mín er komin á fæðingardeildina og fylgist ég mjög mikið með, nema að vatnið fór að fara um hádegi og mín (Birnan) ætlaði bara að fara að laga til, en sem betur fer var Gumminn minn eins og eldflaug og þaut uppeftir svo núna er ég bara að bíða og heyra. Ekki má ég mæta, full af kvefi og skít, en stóra fer um leið og eitthvað meira er í gangi!
uff hvaðég er yfirspennt, vissi að ef veðrið væri gott kæmi hinn guttinn. Þegar Nökkvi minn fæddist var þvílik blíða. Enda sat ég í makindum í Mosó og hafði það gott á mínum stuttbuxum og ermalausa bol.
Og þannig mætti ég á fæðingardeildina, rétt náði að taka þátt í að mæla þessa elsku stund sem ég aldrei gleymi. En ég hálfskammaðist mín fyrir útganginn ehemm.
En er á vaktinni, elskið sólina
kv unns
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.