Fallegur sólardagur

að kveldi kominnGrin Þvílík og önnur eins blíða, þetta er frábært. Sat úti á sólpalli og þar var svo heitt að ég gafst upp, enda pallurinn alveg í skjóli og ekki andvari sem kom þar. Bakið rautt svo og bringa og andlit. Held bara að ég verði orðin þokkaleg þegar ég fer til portualLoL.

Hún stóra mín er að koma í fyrramáli kl 6 og ætla égað fara til Keflavíkur að sækja hana. Mikið hlakka ég til að sjá hanaInLove Þótt ekki séu nema 2 vikur síðan hún fór þá finnst mér þessi tími vera búin að líða frekar hægt. Sem sagt ég er þokkalega háð henniBlush En sem sagt þá fer ég á fætur kl 5:30, þannig að ég ætla að fara að sofa. Dúllan mín er orðin rjóð í vöngum og freknurnar komnar á sinn stað í andlitinuTounge enda er hún svo dugleg að vera úti. Það er orðið frekar erfitt að koma henni inn á kvöldin og er ég ekki ein um það að eiga í vandræðum, helst að flestir foreldrar lendi í þessu á vorin. Og þegar veðrið er svona flott þá finnst mér erftitt að vera leiðileg mamma sem heimtar að hún komi allt of snemma inn ehemmWhistling.

Nú verð ég að fara að stoppa mig af og dífa mig að fara að sofaCool

Vonandi verður morgundagurinn sólríkur og sæll

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vonandi áttu sælan og sólríkan dag, það rignir hérna hjá mér

Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 05:44

2 Smámynd: Hulla Dan

Vona að komi annar sólardagur hjá ykkur. Hér er allavega sól og bóngó blíða og ég er ekki en farin að hafa mig inn í rúm eftir býsna erfiða næturvakt.

Kveðja frá blómstrandi Danmörku. 

Hulla Dan, 15.5.2008 kl. 07:44

3 Smámynd: Helga skjol

Alltaf gaman þegar börnin manns aftur heim eftir ferðalag, þóranna mín fór einmitt til Alicante í gær en hún verður nú bara í 1 viku og samt er ég farin að sakna hennar nú þegar, ætli það sé ekki bara þannig að við erum alltof háðar þessum börnum okkar.

Eigðu góðan dag með fallegu E*** þinni.

Knús

Helga skjol, 15.5.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband