13.5.2008 | 15:36
Hvítasunnan búin
Jæja þá er hvítasunnan búin og fór fyrir lítið hjá mér Hér voru veikindi og leiðindi, en ég lét mig hafa það, og á laugardaginn var dúllan 9 ára og þótt hún væri búin að fá að halda upp á það, þá fékk hún að ráða matseðli dagsins Og viti menn, hakk og spagettí, það vildi hún, enga steik eða hamborgara, nei, hakk og spagettí var það. Svo á sunnudaginn komu Gummin, Birnan, Nökkvi minn og föðursystur. Ég bauð nú bara upp á vöfflur, enda ekki heilsa til að standa í stórræðum, en það var allt í lagi, allir voru sáttir og þá er ég ánægð
Stóra mín er ennþá í ameríkunni og hlakka ég svo til að fá hana heim, ég sakna hennar þvílíkt mikið. Svo er Birnan mín 25 ára í dag. En hún er náttlega alveg komin á steypirinn þessi elska. En ekki lítur samt út fyrir að stubburinn fæðist í dag
Og þar sem maður er svo alveg búin að fá nóg af neikvæðni í þjóðfélaginu, þá má eiginlega segja að ég er hætt að horfa á fréttir, verð allaf svo sorgmædd og sorry yfir öllu sem er að ske í heiminum að það er bara best að sleppa að láta mata sig af þessu öllu!Og ég dreif mig í það í morgun að láta klippa mig það var ekki vanþörf á og í leiðinni voru klippt af mér eins og 2 ár í útliti og ég er ekki frá því að einhver kíló hafi fokið af líka
Nú styttist allaf í að við förum til portugal og erum við mæðgur að springa úr tilhlökkun að vísu er ég ekki búin að fjárfesta í bikini en það kemur ehemm
Er ekki alveg til í að láta þessi öll aukakíló flæða um alla ströndina þarna úti, kannski fæ ég mér bara sonna minnkunarsmokk til að vera í verst þó að þá verð ég ekki brún, þarf að hugsa þetta aðeins betur. En ég er öll að hressast, stuttklippt og flott svo ekki kvarta ég í dag
Hleypum sólinni og vorinu í hjarta okkar.
kv unns
Athugasemdir
Þú ert flottust
Birna Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 16:30
mynd?
Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 16:54
Hafðu ekki of miklar áhyggjur af útlitinu. Þú ert ágæt eins og þú ert.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.5.2008 kl. 17:04
Bara flott ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 13.5.2008 kl. 17:08
Elsku vina, hefurðu litið í kringum þig á baðströnd eða bara sundlaug ? Ertu alltaf að pæla í hvernig allir eru í laginu ? Ég held að svarið sé nei og fæstir pæla nokkuð og /eða bara slétt sama ! Þú ert Unnur og þú ert eins og þú ert, yndisleg manneskja og ef þú vilt vera í bikini eins og þú ert þá gerir þú það, nú ef þú vilt það ekki þá þarftu þess ekki !
Jónína Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 17:44
Takk mínar kæru, og Ninna ég pæli ALDREI í hvernig aðrir líta út, eeeennn Og Hrönn það koma myndir áður en meira segja ég veit Bíddu bara Sigga mín ég er að reyna að sættast við sjálfa mig, tekur tíma ehemm
Unnur R. H., 13.5.2008 kl. 18:27
þú ert bara flott
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 21:23
Rosalega erum við samstíga elskan, ég var einmitt líka í klipp og litun í dag (gær) og er bara ekki frá því líka að ég hafi yngst um einhver ár og einhver kilo farið líka, alla vega leið mér eins og svo væri.
Knús inní daginn ljúfan mín
Helga skjol, 14.5.2008 kl. 06:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.