Þreyta

Mikið er ég farin að finna fyrir aldrinum þessa daganaCrying Ég var að vinna í dag að vísu frá átta til hálf fimm, svo farið í bónus og að lokum upp í árbæ með dúlluna, og ég er svo búin að það hálfa væri þaðW00t

Að vísu, þar sem ég er ekki alveg heil (yfirleitt) þá er það mjög mikið álag fyrir mig að vinna svona allan daginn, en það eru ekki margir dagar í mánuði. En nóg til Þess að ég er eins og sprungið dekkShocking Sem sagt gagnlaus!!!

En ég hef verið að lesa blogg og var einmitt að lesa hjá henni Helgu vinkonu minni, og ég fattaði að neikvæðni, það er alveg að gera út af mig líka. Alveg sama hvert er litið, ekkert nema neikvæðniPinch. Og ég, eins og fleiri, tek þetta alveg prívat og persónulega til mín. Eins og allt það vonda sé að soga úr mér allan vilja og gleðiUndecided

Nei, hingað og ekki lengra, þetta er ekki að ganga upp og nú fer ég að gera eins og fleiri, VERA JÁKVÆÐ, ha, það er fullt af hlutum til að gleðjast yfir. Og ef ekkert annað, þá bara Pollyönnuleikinn, ekkert vælAngry

Að vísu var ég að rifja upp, að þetta er í fyrsta sinn í sex ár sem ég er ekki búin að standa á haus allan daginn, við að undirbúa húsbílaferð um Hvítasunnuna, og vitiði, ég sakna þess ekkiDevil Ég er svo sátt við að vera heimaHeart

En dúllan ætlar að gista upp í árbæ í nótt þannig að ég get gert hvað sem erFootinMouth kannski bara að fara snemma að sofa, eða eitthvað allt annað, aldrei að vitaTounge

En bara vera PollyannaInLove

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga skjol

Já elskan verum jákvæðar það þýðir ekkert annað, nóg er af hörmungum í heiminum þó að við förum ekki að bæta þeim á okkur líka, en ég finn það svo skrýtið sem það er að hafa sleppt því að lesa allar neikvæðu fréttirnar í dag að þá líður mér miklu betur, nú skrolla ég framhjá öllu því slæma og það er gott.

Eigðu góða hvítasunnuhelgi mín kæra

Helga skjol, 9.5.2008 kl. 23:30

2 Smámynd: Unnur R. H.

Takk Helga mín að vera til

Unnur R. H., 10.5.2008 kl. 00:13

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða helgi Pollýanna

Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 01:05

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já góða helgi Pollýanna mín

Jónína Dúadóttir, 10.5.2008 kl. 06:18

5 Smámynd: lady

góða helgi Unnur mín,,já maður er ekki alltaf 20ára eða 30ára ,,en verðum bara ung í anda,,,þessa dagana er ég að reyna vera jákvæð og brosa út í heimin kv Ólöf Jónsdóttir

lady, 10.5.2008 kl. 06:43

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Pollyanna klikkar aldrei

Birna Dúadóttir, 10.5.2008 kl. 11:48

7 Smámynd: Didda

Jákvæðni er alltaf góð, stundum dettum við niður og verðum neikvæð.....en er það ekki bara byrjunin á jákvæðni....hum smá pæling

Góða hvítasunnuhelgi og njóttu þess að vera heima

Didda, 10.5.2008 kl. 20:07

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 12.5.2008 kl. 01:23

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Láttu þér líða vel og haltu áfram að muna hana Pollýönnu, hún hefur hjálpað svo mörgum.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.5.2008 kl. 11:38

10 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já það þíðir ekkert annað en að vera jákvæður, það ættla ég að gera, ég hef allan þann tíma fyrir mig sem ég vill og hann ættla ég að nota á jákvæðan hátt, gangi þér vel unnur mín.

Knus til þin

Kristín Gunnarsdóttir, 13.5.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband