7.5.2008 | 20:20
Geðveikur dagur!!
Hér er búið að vera þvílíkt fjör Hér er búnir að vera 23 krakkar í afmæli oboj, oboj. Ég byrjaði klukkan 8 í morgun að baka og undirbúa þennan fögnuð hjá dúllunni. Já ´hún var að halda upp á 9 ára afmælið sitt og bauð öllum bekknum, kannski kennara líka, en hún kom ekki .
Nema að ég vissi í raun alveg hversu margir krakkar kæmu, en ég gleymdi að reikna með hvað ég er orðin gömul Þetta er ekki alveg eins og þegar ég var með eldri börnin og þoldi allan hávaða og læti. Ó NEI! Ég var svo bókstaflega að fara á límingunum strax um klukkan 4:30 og herlegheitin byrjuðu klukkan 4!!!!! En að vera með þennan hóp og rigning úti Skelfilegt.
En nú er mestu lætin búin bara 2 börn eftir bíddu nú við, þau eiga að vera farin
Eins gott að senda þau heim til sín! En dúllan er alveg í skýjunum og hefur aldrei upplifað svona skemmtilegan afmælisdag. Æ hvað það er æðislegt
Enda fékk hún alveg fullt af pökkum og var svo sæl og glöð, peninga og glingur og dót að hætti stelpna hehe
Svo af þessu blessaða baunalands máli mínu. Mér þykir mjög líklegt að ég sé bara að fara, sendibíllinn kominn í hlað og bara eftir að tína inn í hann þetta er bara svona smá grín, en ég er orðin svo þreytt á svartsýninni hér á landi að kannski að ég drífi mig sem fyrst, þar sem danir eru svo léttir og kátir
Svaka partýkveðjur
kv unns
Athugasemdir
Ég segi bara úff við öllum þessum krakkaskara. Nú er ég bara farin að kvíða fyrir komandi barnaafmælum
Komdu bara út til mín það er líka miklu betra veður hérna
Ása (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 20:47
úff trúi að það hafi verið læti
Til hamingju með dúlluna þína
Anna Margrét Bragadóttir, 7.5.2008 kl. 21:07
Til hamingju með stelpuna þína
Jónína Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 21:33
Takk, takk og Ása mín ég vildi ekkert meira en að vera þarna úti með ykkur
Unnur R. H., 7.5.2008 kl. 22:40
Til hamingju
Birna Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 23:09
Sigga min, dúllan á einmitt afmæli 10, en fékk að halda fyrir bekkinn í dag, svo þarna sérðu, það finnast ennþá ættingjar sem eiga sama dag
Unnur R. H., 7.5.2008 kl. 23:38
Til hamingju með snúlluna þína. Nautsbörn eru æði
Verður spennandi að fylgjast með hvort þið flytjið. Hér er BARA gott að vera.
Knús á þig.
Hulla Dan, 8.5.2008 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.