4.5.2008 | 12:09
Helgin að enda
Þá er þessi helgi að verða búin, ekki smá fljótur að líða timinn. En hann Nökkvi er búin að vera hjá okkur og er það bara yndislegt. Þau voru reyndar þrjú hér í fyrra kvöld þar sem vinkona dúllunar fékk að gista líka Þau komu sér vel fyrir í rúminu hennar stóru minnar og voru sko alveg að fíla það, nóg pláss þótt þau væru þrjú
Nú er stóra mín að sóla sig í st petersburg í ammeríkunni. Ég var ekki alveg í rónni fyrr en ég heyrði í henni í gær. Allt gekk vel nema að hún var rosalega þreytt eftir ferðalagið, eðlilega, og var hún bara að skoða umhverfið og hafa það rólegt.
Svo að allt öðru, ég keypti vikuna þar sem ég vissi að það yrði viðtal við vinkonu mína. Að vísu vissi ég það mesta en mér fannst samt alveg rosalegt að lesa þessa grein. Það er svo margt sem viðgengst á okkar litla landi að það er alveg hræðilegt Hennar líf er búið að vera alveg hræðilega erfitt og sést það á henni. En hún á alveg yndisleg börn og er yngsti sonur hennar jafngamall dúllunni og hafa þau oft leikið saman. Hann hefur líka farið með okkur í húsbíla ferðir og hafði gaman af
En nóg af sorg og sút, hætt að sinni.
kv unns
Athugasemdir
Eigðu góðan dag Unnur mín, dóttirin passar sig örugglega vel
KNus og kram á þig
Kristín Gunnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 12:32
Birna Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 13:33
Eigðu góða dagrest
Stelpan spjarar sig örugglega vel í ameríkunni ;)
Anna Bragadóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 16:45
Jónína Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.