Yndislegur dagur

Það er nú meira hvað veðrið leikur við sunnlendinga þessa stundina. Það er yndislegt að vera utandyra enda hef ég verið það, að minnsta kosti að hluta tilSmile

Stóra mín bauð vinkonum sínum í kaffi í tilefni afmælisins og var sú gamla búin að útbúa kökur og heitan rétt fyrir dömurnar. Allaf er gaman þegar maður sér að það er alveg þess virði að leggja á sig svona smá baksturCool þær að minnsta kosti borðuðu vel. Eyddi ég morgninum í að setja á kökur svo að ég gæti notið veðursins eftir hádegi, og tók ég smá rispu á frímerkinu mínu (garðinum), fór í Blómaval og verslaði mér smá tré og svo að sjálfsögðu kertaluktir til að hafa útiGrin.

Svo skruppum við dúllan í Hagkaup og þar fuku seðlar, en sú stutta á afmæli eftir rúma viku og er búin að fá afmælispakkan, fyrir utan það sem stóra mín ætlar að versla fyrir mig í ammeríkunniGrin

Já stóra mín fer á morgun og verður í hálfan mánuð, mikið á ég eftir að sakna hennarFrown. Það er svo næst að hafa einhvern að spjalla við á morgnana áður en hún fer til vinnu. En vona ég samt innilega að hún eigi eftir að hafa gaman af þessari ferðInLove

Ég mundi eftir að kaupa mér sólaráburð áðan, ekki vanþörf á þar sem ég er farin að líta út eins og humar, þó aðalega á bríngu og andliti. Eins gott að fara varlega í sólinaWink

En núna ætla ég að fara og njóta síðustu geislanna.

BrosaGrin

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Hulla Dan

Vona heitt og innilega að þú hafir það eins gott og maður les

Koddu til DK... alltaf gott veður hér og ég alltaf á leiðinni að kaupa... ekki bara, eitt tré, heldur 9 og milljón blómst
Ég er reyndar ekki orðin eins og humar, og finnst það miður ef íslendingar eru að ná lit á undan mér, en vona að það sé bara bannsettum næturvöktunum að kenna. Næ ekki lit á meðan ég ligg inn í rúmi

Hafðu það dásamlegt... Kveðja Hulla The Pull.

Hulla Dan, 2.5.2008 kl. 00:35

3 Smámynd: Unnur R. H.

Þakka ykkur og Hulla ég var einmitt að skoða veðurspánna fyrir baunaland og þá langaði mig aldeillis að vera stödd þar, bara blíða og hiti upp í 24 stig ARG langar í meiri hita, það sér fyrir endan hér og þá náttlega fer að rigna

Unnur R. H., 2.5.2008 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband