29.4.2008 | 09:01
Í dag
eru 21 ár síðan ég eignaðist stóru mína. Til hamingju með daginn elsku krútta mín. Yfirleitt alltaf þegar börnin mín eiga afmæli fer ég í fortíðargírinn og rifja upp svona ymislegt um þessar elskur. Hún var til að mynda rosalega aktív lítil dama, með dökkar krullur og dökka húð, enda ég oft spurð um það hvort hún væri ekki íslensk í báðar ættir. Þeir sem þekkja til og hafa séð föðurlegg hennar, þeir spurja ekki.
En þessi elska var sem sagt mjög dugleg, sérstaklega við að gera allt sem ekki mátti ehemm. Margar ferðir fór ég með þessa elsku á slysó heima, eftir hinar ýmsu byltur og var mér oft sagt að hún hliti að vera búin til úr stáli að hluta
Á þessum árum bjó ég í raðhúsi á tveimur hæðum og að sjálfsögðu var ég með hlið bæði uppi og niðri svo að þessi elska væri ekki að detta í stiganum. En ekki leið langur tími þar til hún fattaði að draga stól úr herbergi á efri hæð, klifra upp á hann og svo bara hoppa!
Þar sem mér bókstaflega sýndist ég sjá fótbrot, var brunað upp á spítala og sú stutta sett í myndatöku hið snarasta. En það þurfti 4 fullorðna til að halda þessari litlu 2 ára hnátu niðri svo hægt væri að eiga eitthvað við hana. Sú stutta gerði sér lítið fyrir og beit frá sér til hægri og vinstri ó guð hvað ég var miður mín þar sem mér fannst þetta á einhvern hátt vera að lísa uppeldinu á henni, en svona var þetta og þegar hún var að fara(ekki fótbrotin) þá var bara hrægt á lækninn
Hún var ekki há í lofti þegar hún fór að vera hrifin af öllu sem snéri að snyrtivörum og vildi allaf hafa síðasta orð um hvernig ég ætti að vera máluð og ef ég var ekki með BLEIKAN varalit þá var ég ljót
Úff ég gæti haldið svona áfram í allan dag en best að láta þetta nægja núna
Eigum góðan BLEIKAN dag
kv unns
Athugasemdir
Ferklega bleikar og fínar hamingjuóskir með dótturina
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 09:05
Til hamingju með dótturina.
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 13:40
Til hamingju með dótturina
Anna Margrét Bragadóttir, 29.4.2008 kl. 14:40
Ég fer líka alltaf í fortíðar gírinn þegar mín eiga afmæli. Rifja upp fæðingardaginn frá a-ö og man allt. Alla lykt, tilfinningar og bara allt sem snýr að því að fá nýjan einstakling í fangið.
Innilegar hamingjuóskir með dúlluna.
Eigðu góðan dag.
Kveðjur frá dk
Hulla Dan, 29.4.2008 kl. 14:55
Takk fyrir dúllurnar mínar
Unnur R. H., 29.4.2008 kl. 15:10
Innilega til hamingju með fallegu dóttir þína,hún er ekkert smá sæt
Knús Unnur mín
Helga skjol, 29.4.2008 kl. 16:16
æææ Takk Helga mín, þú átt fegurðardís í henni Þórönnu
Unnur R. H., 29.4.2008 kl. 17:41
Til hamingju með fallegu stelpuna þína.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 21:09
Til hamingju
Birna Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 21:32
Innilega til hamingju með fallegu dömuna þína
Didda, 2.5.2008 kl. 14:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.