28.4.2008 | 11:38
Ágæt helgi að baki
Ekki getur maður kvartað mikið yfir veðrinu hér þessa dagana, en öll mín vorkun er með íbúm gamla heimastaðar minns, þar sem sjóar Kannski eru veðurguðirnir ekki ennþá búnir að fatta að Andrésar andar leikarnir eru búnir, svo burt með snjóinn
En hvað svo með það, þá átti ég ágætis helgi. Vinkona dúllurnar var hér alla helgina, fer örugglega að flytja búferlum hingað, en þær eru búnar að vera vinkonur síðan í leikskóla. Svona er þetta þegar maður flytur á milli hverfa, þá verða vinirnir eftir í gamla hverfinu og svo tekur við að afla nýrra á nýjum stað. En þær hafa haldið vinskapnum þannig að ég er alloft með næturgest hér um helgar Stundum er ég ekkert rosalega upplögð að vera með aukabörn en ég læt mig oftast hafa það. Hvíli mig bara þeim mun betur í sólinni á portugal
Svo á stóra mín afmæli á morgun, verður 21. Gumminn minn varð 25 þann 18, dúllan 9 ára 10 mai og Birnan mín 25 ára þann 13 maj. Nóg að gera hér sýnist mér á öllu. En um næstu helgi ætla Gummin og Birnan að halda upp á 50 ára afmæli!!!!!! Það verður örugglega æðislegt hjá þeim
En sólin heillar mig alveg upp úr skónum þannig að núna ætla ég að fara út á sólpall og drekka í mig sólina
Verum sæl í sinni
kv unns
Athugasemdir
Hafðu það gott í sólinni á pallinum, gleiptu samt ekki sólina svo að hinir fái eitthvað
Risaknus á þig ljúfan
Kristín Gunnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 11:59
Innlitskvitt til þín og hafdu það sem best
leyla, 28.4.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.