25.4.2008 | 15:42
Það styttist!
Nú styttist alltaf í að ég og dúllan förum til Portugal. Stóra mín er að fara til ameríku eftir viku og er ég mjög happy fyrir hennar hönd, en það er land sem mig langar ekki til! En ég er mjög spennt fyrir að fara til Portugal, hef ekki farið í svona sólarlandaferð áður.Systir mín fer með okkur og er hún kunnug þarna þannig að þetta verður örugglega alveg æðislega gaman
Ég er ennþá að velta mér upp úr þessu með danaveldi. Er ekki alveg að sjá að það sé nokkuð betra að vera þar. Ástandið í heiminum er ekki að bjóða upp á að það sé nokkuð betra, eða er ég bara orðin svona rugluð af öllum þessum hugsunum.
En allavegana sé ég ekki grænna gras þar megin. Og ekki heyrist mér atvinnulega séð að það sé nokkuð betra. En þetta er svona. Ég er komin með svo gott öryggisnet hér, bæði með geðlækninum og giktarlækni svo ég tími varla að fara frá því. Og svo líka er ég með smá vinnu hér sem gerir mér bara gott Þannig að frá minni hlið þá held ég að við getum haft það eins hér og í danmark ARG er alveg að gera útaf við sjálfa mig með þessum vangaveltum
Ég hef talað við fólk sem hefur farið svona og eitthvað heyrist mér á því að það þurfi aldeilis að hugsa út í þetta allt, þetta er enginn leikur og það veit ég vel en mér gengur ekki vel að sannfæra aðra með það.
En allt hlítur þetta að koma með tímanum, að ég held
En hætt í bili og ætla að halda áfram að velta öllu fyrir mér
kv unns
Athugasemdir
Oh... ég fór með krakkana til Portúgal í fyrrasumar. Yndislegur staður.
Linda Lea Bogadóttir, 25.4.2008 kl. 16:47
Frábært að þið ætlið þangað,mmm sól og sæla
Birna Dúadóttir, 25.4.2008 kl. 17:11
Uuhhhhmmmmm má ég koma með í sól og sumaryl
Helga skjol, 25.4.2008 kl. 17:24
Portugal er æðisleg hef komið þangað einu sinni
Ég hef líka búið í Danmörku er ekki spennt fyrir því landi en það er bara minn smekkur ;)
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturin ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 25.4.2008 kl. 18:52
Æðislegt hjá þér að fara í sólina, ég samgleðst þér og er viss um að þetta verður yndislegt
Jónína Dúadóttir, 26.4.2008 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.