Loks komin aftur

Ég er búin að vera eindæmum löt að blogga en ætla nú að fara að bæta úr því. Litla dúllan var lasin í síðustu viku, þannig að tímin fór í að reyna að hafa ofan af fyrir henni. Það er svo erfitt að vera með barn á þessum aldri lasið, sérstaklega þegar veðrið fór að taka við sér og hlýnaWink

Henni fannst bara ekkert sanngjarnt að meiga ekki fara út að leika sér, þegar hún sá að krakkarnir voru allir komnir heim úr skólanum. Það kostaði tuð og annað að halda henni innandyra en hafðist að sjálfsögðuGrin.

Svo var dóttir bestu vinkonu minnar að gifta sig um helgina og tók ég með gleði að mér að hjálpa til. Þannig á laugardaginn var ég og dúllan upp á skaga og var verið að skera niður kjöt og annað sem fylgir þegar matur er í boði í svona veislu.

Ég er alveg með það á tæru að þessi vinkona mín, til 25 ára, bókstaflega bjargaði sárarheillinni hjá mér. Ég er búin að vera í niðursveiflu dáltið góðan tíma núna og bara að fara og vera innan um allt þetta skemmtilega fólk, bjargaði mérHeart

Svo var gærdagurinn tekinn snemma, skutlast uppeftir og haldið áfram undirbúningnum. Að þessu sinni kom stóra mín með líka til að rétta hjálparhönd og var það æði að hafa báðar dæturnar með sér.

Á meðan athöfnin var fór ég að leggja lokahönd á salinn, setja potta yfir og búa allt undir gleðina. Guð hvað brúðhjónin voru rosalega falleg, ég fékk bara tár í augun þegar ég sá þau koma, svo flott voru þau. Það var nattlega tekið á móti þeim með viðeigandi hætti, sem sagt hrísgrjónarigningu yfir þauLoL, sem mér fannst flott, sérstaklega þar sem brúðurinn er mjög svo stríðin sjálfTounge

Sem sagt yndislegur dagur og var vel borðað og vorum við á staðnum langt fram á kvöld við frágang og annað. Þessi dagur líður seint úr minni, bara æðiInLove

En eins og ég segji þá bjargaði þessi elskulega vinkona mín mér bókstaflega og á ég henni ástarþakkir fyrir að leyfa mér að vera partur af þessari gleði. Brúðina er ég búin að þekkja síðan hún var 3 ára gömul og yndislegt að sjá hversu hamingjusöm hún er í dag, enda brúðguminn gull af manni.

Það spillti heldur ekki fyrir gærdeginum að í veislunni hitti ég gamla vinkonu að norðan og var alveg meiriháttar að hitta hana aftur eftir margra ára fjarveru okkar á milli, Helga mín nú verðum við að hafa meira sambandInLove

Úff hvað ég er orðin þreytt í puttunum, best að hvíla þá um stund.

Erum við í raun hamingjusöm? Þetta er hlutur sem ég er að velta fyrir mér þessa dagaWoundering

hætt

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Gangi þér vel Unnur mín, þetta með hamíngjuna, ég held að við stjórnum því alfarið sjálf, hef sjálf verið að pæla í þessu og komst að því að það getur engin gert mig hamíngjusama nema ég sjálf þetta er allavega min útkoma.

Stórt knús á þig ljúfan

Kristín Gunnarsdóttir, 21.4.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Helga skjol

Unnur mín,það er ekki spurning nú verðum við að virkja sambandið okkar á milli,mér fannst miklu meira en æðislegt að hitta þig í gær,bara verst hvað lítil tími gafst til að spjalla,en nú er bara um að gera að bæta úr því með símtölum,manstu hvað við gátum kjaftað hérna í denn,er ekki bara um að gera að gera það aftur,en það væri nú geggjað að sjá þig um þá helgi sem sameiginleg vinkona okkar ætlar að halda uppá afmælið sitt.

Knús á þig mín kæra

Helga skjol, 21.4.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Tek undir með Kristínu um hamingjuna Gott þér líður vel

Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Frábært

Birna Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 18:42

5 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Við stjórnum víst hamingju okkar að mestu sjálf

Gott að þér líður vel í dag ;)

Knús á þig

Anna Margrét Bragadóttir, 21.4.2008 kl. 18:47

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Unnur mín. Það er gott að geta hjálpað vinum sínum við svona merkan atburð sem brúðkaup er. Og að hitta vini sína er gleðiefni. Gott að þér líður vel og víst er það svo að við verðum sjálf að stjórna lífi okkar og hamingju. Knús á þig.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.4.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband