12.4.2008 | 23:07
Miklar tilfinningarsveiflur
Ég er á fullu núna að reyna að fá mitt líf á hreint. Lenti í skemmtilegum samræðum í kvöld, og þar sem ég tel mig ekki neitt rosalega pólitíska, þá kom ég sjálfri mér á óvart.
Ég var stödd hjá systir minni og sonur minn sá elsti, var nebblega kosinn formaður nemendaráðs hjá háskóla íslands í gærkvöldi ( ég er að drepast úr stolti) og við fórum allt í einu að tala um stjórnmál. Ég er sem sagt alveg hræðilega pólitísk.
Nema hvað að ég var svo ánægð hversu sammála ég er þessari elsku syni mínum, loksins fann ég eitthvað sem við eigum saman
Þessi flotti drengur, sem ég á, er ekki alin upp hjá mér, en boj óboj, hann er frábær. Pabbi minn og mamma voru hans foreldrar, þó svo að hann hefur alltaf vitað að ég er móðir hans. Og núna akkurat á þessum tímapungti, er ég svo ánægð að eiga hann, þótt það sé bara lífrænt. Hann er frábær.
Hann er með fötlun sem er stam, þannig að hann, er miklu, miklu hæfari en ég að tjá sig, það finnst mér alveg indislegt. Að tala fyrir fullu húsi af fólki er honum ekki erfitt, þannig að ég tek ofan af fyrir honum.
Haukur minn, ég elska þig
Siglum seglum þöndum í nóttina.
kv unns
Athugasemdir
Og hvar ertu svo stödd í pólitík heillin
Birna Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 10:18
Ertu kannski í Sjálfstæðisflokknum ?
Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 11:49
Til hamingju með drenginn þinn. Þú mátt sannarlega vera stolt af honum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.4.2008 kl. 12:11
Ynnilega til hamingju með soninn Unnur mín, þú mátt alveg vera stolt af honum
Hafðu það sem best, stórt knús á þig
Kristín Gunnarsdóttir, 13.4.2008 kl. 14:19
Til hamingju
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 14:39
Til hamingju
Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 15:02
Duglegur strákur sem þú átt þarna
Jónína Dúadóttir, 13.4.2008 kl. 15:32
Innilega til hamingju með soninn elsku vinkona
Helga skjol, 13.4.2008 kl. 16:36
Til hamingju með soninn
Hafðu það sem best ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 13.4.2008 kl. 20:49
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2008 kl. 17:43
hehe ég er varla að vera tilbúin að segja, en ég er ekki hægra megin hehe. Takk og aftur takk fyrir mig
Unnur R. H., 14.4.2008 kl. 19:22
Til hamingju með stráksa
Þú mátt sko vel vera að rifna úr stolti, það væri ég líka í þínum sporum...
hafðu nú góðan dag
Hulla Dan, 16.4.2008 kl. 08:03
Til hamingju, gangi þér vel
Didda, 17.4.2008 kl. 19:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.