Skoða færslur.

Var að skoða gamlar færslur, og gerði alveg stórmerka uppgvötun, ÉG Á MÉR EKKERT LÍF!!! Eina sem ég virðist gera er að elda mat, þrífa gólf og þvo þvottBlush. Þetta er ekki alveg að gera sig, verð að fara að gera eitthvað spennandi. Eins og til dæmis að leggjast á glugga og fylgjast með nágrönnunum, kannski eiga þeir spennandi líf sem ég get fylgst meðCrying.

Svo haldi áfram að tala um mitt spennandi líf (not!)þá var ég náttlega að þvo þvott og hengja útW00t þurrka afW00t og annað svona svakalega spennandi hluti ARG! En kannski er þetta eitthvað sem mér finnst bara allt í lagi, nema náttlega myndi það örugglega ekki gera út af mig að fara meira út fyrir húsdyrnarBlush. Er auðsjáanlega allt of mikið bara hangandi heima hjá mér, sem er ekki gott fyrir mig og minn sjúkdóm. En ég fell allaf í sömu gryfju með þetta, og selja mér svo ég sé svoooo ánægðGetLost. Eitthvað hlít ég að geta fundið, þótt ekki annað en rekið nefið út og kanna hvort það detti nokkuð af mérDevil

Ég get ekki endalaust leytað af enhverju til að gera hér heima, þótt svo auðvitað það er margt sem ég get gert, en hingað og ekki lengraDevil

Tala sjálfa mig oft til með að drífa hjólið út og fara að nota það, en nei, kominn púki á öxlina á mér og segir mer að það geti ég bara gert seinna, og fíflið ég hlusta á hann alveg andöktuð og hlýði skilyrðslaust, ekki alveg í lagi á þessum bæPinch

Annars er Nökkvi minn að koma til mín í dag og ætlar að vera alla helgina hjá ömmu sinni. Það er yndislegt, hann er svo frábær drengurinn. Dúllan alveg sátt að hafa frænda sinn hjá sér.

Af henni að segja þá er hún á fyrri gelgjunniShocking, það er komnir allir taktar í hana, tilsvörinn og allur heili pakkinn. Og ég sam var að reyna að selja mér það að hún yrði ekki solleiðis, eins gott að éta það ofan í sig aftur..Hún fór í afmæli í gær í skautahöllina. Þegar hún var búin að vera þar nokkra stund, fattaðist að annar eyrnalokkurinn hafði dottið. Ekkert með það, mín lét auglýsa það í hátalarann og nú áttu allir! (ca 50) að leita af lokknumWhistling Svo hringdi hún í mig í dauðans ofboði og SKIPAÐI MÉR AÐ KOMA MEÐ ANNAN LOKK, ÞVÍ ANNARS MYNDI GRÓA FYRIR GATIÐ !!!! ómg, ef þetta eru ekki gelgjutaktar, þá veit ég ekki hvað það erShocking.

En nú að hætta og fara að (hvað annað) þvo þvott!!!

Dúllumst í dag

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert frábær

Jónína Dúadóttir, 4.4.2008 kl. 09:19

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég kannast nú aðeins við þennan púka sem þú talar um að sé á öxlinni og sannfærir þig um hitt og þetta...... iss... veistu ... hann er með lélegt jafnvægisskyn og það er hægt að velta honum úr sessi....... ég hef prófað það ....og það virkaði....hann á það svo sem til að koma aftur..... og aftur..... en þá er bara að hrinda honum aftur...... ég styð tillöguna um hjólið...... þó það sé ekki til annars en að það fái frískt loft.....svona í fyrstu tilraun........ go girl.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 4.4.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég vildi gjarnan vera eins dugleg og þú.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.4.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hafðu góða helgi, passaðu að þú verðir ekki gómuð á einhverjum glugganum.

Knus á þig

Kristín Gunnarsdóttir, 4.4.2008 kl. 13:54

5 Smámynd: Hulla Dan

Iss mér finnst þú ógó dugleg og það er ekkert rangt við að finnast best heima

Hafðu bara góða helgi og láttu þér líða dásamlega.
Kíktu líka út ef þér finnst þú þurfa, en bara ef þig langar

Hulla Dan, 4.4.2008 kl. 14:39

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég er líka búin að vera að hugsa um að dusta rykið af mínu hjóli

en ekki látið verða af því ,finn altaf einhverja ástæðu til að gera það ekki of kalt,of þreytt,nenni ekki ein,en svo þegar maður lætur verða af þessu þá er þetta svo æðislegt,bara að vera úti í góða loftinu.

Hafðu góða helgi með Nökkva litla ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 4.4.2008 kl. 15:03

7 Smámynd: Unnur R. H.

Sko núna ÆTLA ég að taka hjólið út, horfa á það, og hugsa svo málið Kannski að ég fari á bak og prófa, eftir langt frí, u never know

Unnur R. H., 4.4.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband