Enn að batna

Er orðin góð, að minnsta kosti nógu hress til að eyða peningumBlush. Er búin að versla sumargjöfina handa dúllunni og fylla húsið af matSmile, þá líður mér veeeel. Vaknaði að vísu klukkan sexBlush en það þýðir að ég fer að sofa klukkan níu í kvöld allt í lagi með það..

Að vísu er ég ekkert hress með hvað ég hef á mánuði, sorry finnst líka bara ömurlegt að mega ekki hafa nema 25.000 kr á mánuði ef svo vildi til að maður hefði nú smá heilsu til vinna..Þannig að í heild ef ég væri með þessar 25+örorkuna, er það ekki samt nóg fyrir mig að reka heimiliAngry guð hvað ég læt þetta fara í taugarnar á mér, en sonna er þettaFrown.

Er á fullu að þvo og þurrka meðan þurrkur helst, enda er ég alin upp við að þurrka úti, ekki inni. Það kemur svo góð lykt og það elska égInLove

Svo er það þannig að dúllan mín fékk göt í eyrun þann 1 águst í fyrra og hefur neitað staðfastlega að skipta um lokka síðan. Nema að núna er hún orðin gelgja (á fyrsta skeiði) og tók upp á því að vilja skipta, enda á hún fullt af lokkum. En nei, mömmulokka vill hún þannig að ég tók upp gamla stóra hringi í eyrun, hreinsaði og pússaði og núna skartar hún hringjum sem ná niður á axlirW00t, ekki átti ég von á því óneiGetLost

Svo allt er gott í sundunum og allir ofsa happy, nema kannski gamla ég sem sé ekki út úr augunum fyrir verkefnum, en það kemurWink

Gott að ég er orðin bjartsýn og er í góðu með mig og þvottinn minnTounge

Fegurðin kemur innanfrá, munum þaðInLove

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lady

já það getur verið pirrandi að meiga ekki vinna nema fyrir 25 kr á mánuði annars skerðist hjá manni bæturnar,,,þeir í heilbrigðisgeiranum ættu að brufa lifa á okkar launum hvað verður þá sagt   ég bara spyr  en takk að kvitta hjá mér Unnur mín

lady, 1.4.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Hulla Dan

Hvaða bull er það??? Hver lifir á 25.000 á mánuði?
Skil að þú sért fúl yfir því. Bara fáránlegt.

Ég átti einu sinni eyrnahringi sem voru svo stórir að ég gat notað þá sem húlla hringi í öllum fríminútum
Beyglaði þá ef ég yppti öxlum...

Hafðu það gott mín kæra

Hulla Dan, 1.4.2008 kl. 16:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ætla að vona að þetta meiði hana ekki, fæ alltaf verki þegar ég hef gengið með stóra hringi.

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.4.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Innlitskvitt...
Hvernig er hægt að hafa bara 25.000 á mán... það er ekki fyrir mat nema í 2 vikur !

Linda Lea Bogadóttir, 1.4.2008 kl. 17:38

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Knús á þig sæta

Birna Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 17:57

6 Smámynd: Unnur R. H.

Stelpur mínar ég sagði + aumingjabætur og hugsið ykkur að geta ekki, þótt maður vildi, vinna HA, ekki nokkur leið til  þess. Ég er svo fúl yfir hvernig er farið með okkur öryrkjana, er ekki verið að tala um að við getum farið út á vinnumarkaðin HA! En þar sem ég er með geðrænan sjúkdóm , sem ég bæ þe vei, var greind með 8 ára! Ég er ekki alveg að fatta þetta kerfi

Unnur R. H., 1.4.2008 kl. 18:23

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Ég get ekki einu sinni hugsað um þessar skerðingar hjá tr þá verð ég pirruð,mér finnst þetta svo ósanngjarnt ;(

Anna Margrét Bragadóttir, 1.4.2008 kl. 19:34

8 Smámynd: Unnur R. H.

já Anna mín svona er þetta svokallaða líf í dag og þið allar hinar, Takk Ég er komin með á hreint að enginn kallmaður geri svo mikið að lesa sonna kellingarblogg, enda er ég kannski að bögga þá í og með

Unnur R. H., 1.4.2008 kl. 20:00

9 Smámynd: Unnur R. H.

Og annað dúllurnar minar, ég er hætt að vera fúl Það má ég ykkur að þakka

Unnur R. H., 1.4.2008 kl. 20:05

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 2.4.2008 kl. 05:57

11 identicon

Ég bíð spennt eftir að Tryggingarlöggan komi og taki mig.Ég er farin að vinna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 20:00

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Fanney Björg Karlsdóttir, 3.4.2008 kl. 13:46

13 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.4.2008 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband