31.3.2008 | 20:30
Enn slöpp
Var ekkert of hress í morgun þegar ég vaknaði, en ákvað samt að liggja ekki í rúminu heldur fara að gera eitthvað..Sem ég og gerði, þvoði þvott, skúraði gólf og lagaði til hjá dúllunni.
En eitt er mikið að angra mig, það er þessi ógeðstilfinning, mér finnst allt svo ógeðslegt, öll lykt matur og bara allt. Vona að þetta sé nú bara eitthvað sem fylgir þessari pest, því ekki er ábætandi meira Skapið ennþá alveg hræðilegt er held égað gera alla kolvitlausa í kringum mig. Er að láta mig dreyma um að vera orðin svaka hress og kát í fyrramálið, því það er svo mikið sem mig langar að gera en hef ekki orku í núna..Jæja nóg um þetta væl og vol, lífið hefur svo margt annað að bjóða
Ég er svo rosalega stolt af henni stóru minni, hún hefur þvílíkt breyst og þroskast síðustu mánuði að það hálfa væri nóg. Hun er svo hrein og bein, er í rosalegri vinnslu með sjálfa sig og bókstaflega blómstrar
Að vísu finnst mér að þrátt fyrir að vera lasin núna, þá er ég þokkalega góð, er miklu rólegri, ekki alltaf með kvíða yfir engu, já svona bara að nálgast það að vera eins og fólk er flest. Ég mætti sennilega hreyfa mig meira og þvílíkt, og það ætla ég að gera um leið og ég er orðin góð af þessari ógeðs-skapvonsku pest. Best að knúsa bara heiminn þá er maður nokkuð góður að ég held ( á sonna glób hæfilegur í fangið)
Best að hætta þessu að sinni og fara að halla mér svo ég verði (skap)góð á morgun
Munum að bros kostar ekkert
kv unns
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 20:52
Bata kveðjur til þín :)
Anna Margrét Bragadóttir, 31.3.2008 kl. 21:05
Batakveðjur til þín Unnur mín
Helga skjol, 31.3.2008 kl. 21:08
Jónína Dúadóttir, 31.3.2008 kl. 21:40
Sendi ter risa
Batakvedjur til tin...
Hulla Dan, 31.3.2008 kl. 22:12
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:35
Vona þér líði betur í dag
Jónína Dúadóttir, 1.4.2008 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.