Páskar búnir..

Sem betur fer er hverdagsleikinn að taka við að nýju...Ég er ennþá að vandræðast með bloggsíðuna, kem ekki nokkru tilfinningatákni inn og það geri mig bara fúla!!!!

En að sjálfsögðu er ég búin að eiga góða páska eins og þorri landsmanna, við matar og súkkulaðiát. Ég meira að segja gerðist svo góð að grilla gæs á páskadag en það hef ég ekki gert áður..Þar var á ferð copymatargerð al a skagakrútt;) þetta tókst með ágætum nema að kallinn minn fékk seigustu bitana, meðan við dömurnar fengum lungamjúkt kjötið hehehe...Að kvöldi páskadags fór ég að gera klárt fyrir mánudaginn, en þá var ég með alla í mat, það er börnin mín, börnin hans og okkar saman;)

Stóð ég síðan á haus í allan gærdag og vorum við 14 hér í mat og tókst alveg glimrandi vel og var ég rosalega ánægð með daginn:) Var ég með hamborgarahrygg ásamt glás af meðlæti og rann þetta vel ofan í mannskapinn.

En núna styttist í að lille fam í danmark, fari aftur heim og finnst mér það hálf fúlt, hefði viljað sjá þau meira, en sonna eretta bara..En litla rósin og Ásan koma aftur í sumar og verða hér, þannig að ég sé vonandi meira af þeim þá.

Í dag var ég svo að vinna, boyóboy, þetta voru þvílík viðbrigði að vera að vinna frá 8 til 4, var búin að gleyma hversu þreyttur maður getur orðið, eða kannski er þetta bara aldurinn hjá mér;) En hvað um það þá fannst mér þetta meiriháttar, sjá fullt af fólki og fá að tala sonna mikið í síman, já bara gaman:)

Svo þegar heim var komið þá var ég enn í stuði, kláraði að ganga frá restinni síðan í gær, eldaði afganga og er í þessum skrifuðu orðum búin að hátta og ætla að fara að koma mér í rúmmið, veit að ég verð eftir mig á morgun, en það er nú í góðu lagi:)

Förum sátt að sofa:)

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 25.3.2008 kl. 22:39

2 Smámynd: Hulla Dan

Það er kannski ekkert þreytandi að vinna 8-4... en að byrja eftir eitthvað hlé getur verið ógeðslega erfitt...

Sofðu dásamlega og njóttu draumanna

Hulla Dan, 25.3.2008 kl. 22:48

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Aldurinn hvað ? Látt´ekki svona stelpa..... Gangi þér vel í vinnunni og góða skemmtun

Skrifaðu umsjónarmanni bloggsins og segðu frá vandræðunum, þeir eiga að geta lagað þetta. Hérna efst uppi í hægra horninu stendur: Hafðu samband.

Jónína Dúadóttir, 26.3.2008 kl. 05:01

4 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 09:10

5 Smámynd: Unnur R. H.

Takk fyrir mig, og Jónína ég er búin að senda þeim póst , bara bíð þolinmóð!!!!

Unnur R. H., 26.3.2008 kl. 11:05

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Þú ert aldeilis búin að vera dugleg um páskana. Elda ofaní svona margt fólk. Ekki er að undra þó þú sért þreytt. Hvíldu þig nú vel.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.3.2008 kl. 17:24

7 Smámynd: Helga skjol

Alltaf jafndugleg mín kæra,14 manns í mat þú slærð mér alveg við

Knús á þig

Helga skjol, 26.3.2008 kl. 17:25

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

 

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.3.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband