Páskastund nálgast.

Jæja stutt að bíða eftir páskunum, enda búið að fela páskaegg á þessu heimili..Fyrst dúllunar(3) síðan stóru minnar og svo vildi dúllan endilega fela mitt egg..Ókei ég leifði henni það, en veit með sanni að ef ég finn ekki eggið við fyrstu hendingu í fyrramálið, verð ég ógeðslega fúl, er nebblega alltaf svona ef eitthvað er falið fyrir mér!!!!

En ókei þá verður það bara svona..En í gær föstudaginn laaaanga, þá kom lille fam frá danmark í mat, sem sagt í tilraunareldamennskuna mína..Fyrst held ég að kannað hafi verið hvaða matsölustaðir voru opnir just in case, bara að djóka!! En auðvitað var maturinn mjög góður og fóru allir saddir og sælir frá borði...Og í gærkvöldi var stóra mín að leika í Kærleikanum og frétti ég að hún hafi staðið sig mjög vel, enda ekki við öðru að búast, þar sem hún er dóttir mín hehe!!

Ég að vísu skutlaði dúllunni og vinkonu hennar upp í skeifu svo að þær gætu horft á stóru mína og þar hitti dúllan aðra vinkonu sem endaði með að gista hér hjá henni..Svo í morgun sutluðumst við gamla settið í bónur, eins og vant er og þegar við komum til baka voru dúllurnar ennþá sofandi, og varð ég að vekja þær kl hálf tólf!!! Held að dúllan hafi ekki sofið svona lengi síðan á nýjársdag, en þá fór hún að vísu mjög seint að sofa en ekki núna ,já kraftaverkin ske ennþá svei mér þá!!!

Nú er ég að láta netið pirra mig, get ekki sett inn nein tilfinningartákn urrrr!

Ég er búin að vera svona frekar neikvæð seinnipartinn, er að drepast í skrokknum og læt það náttlega dynja á næsta manni, sem er að venju kallinn, hann fer að verða vanur þessu, elsku kallinn og einhvernveginn verð ég að fá útrás um annað er ekki að ræða uhumm(hér átti að vera tilfinningartákn æts).

Nú verð ég fara að drífa mig í að klára að skúra. Svo á ég von á að við verðum 14 hér í mat annan páskadag og ætla ég að eiða morgundeginum í að undirbúa það. Jabb svoddan er livet!

En góða nótt og sofum rótt

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag og gleðilega páska

Jónína Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 06:00

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hafðu það sem best,mín kæra

Birna Dúadóttir, 23.3.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Unnur mín, gleðilega páska og hafðu það gott

Kristín Gunnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:29

4 identicon

Gleðilega Páska.Kveðja til stóru þinnar.Hún er í frábærum félagsskap í kærleikanum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:44

5 Smámynd: Hulla Dan

Gleðilega páska á þig og þína

Hulla Dan, 23.3.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Helga skjol

Gleðilegan páskadag mín kæra.

Helga skjol, 23.3.2008 kl. 17:04

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðilega Páska Unnur mín!Easter Basket

Óskar Arnórsson, 23.3.2008 kl. 19:50

8 Smámynd: Unnur R. H.

Gleðilega páska öll, stór og smá og ástarþakkir fyrir mig:)

Unnur R. H., 23.3.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband