Pirringsdagur.....

Ég er búin að vera pirruð í allan dag svei mér þá...Byrjaði í morgun þegar ég var að baka..Byrjaði á muffins sem ég er örugglega búin að baka mörg þúsund sinnum, en nei, þær urðu eins og kinnfiskasognar gellurAngry Gleymdi nefnlega að setja helminginn af hveitinu, þar sem ég var svo upptekin að slúðra við stóru mína..Ég fattaði þetta ekki fyrr komið var að síðustu plötunni og þá fór ég í svo feita fílu að ég henti öllu og ákvað að meira yrði ekki bakað í dag.

 

Nú svo þurfti ég að fara í Bónus þar sem ég gleymdi smáræði og þar lenti ég náttlega í rosa biðröð, þótt ég hafi verið komin strax og opnað varAngry. Ekki var þetta til að bæta skapið hjá minni!!!! Og til að bæta aðeins við þá sá ég einmitt sömu persónu þar úr fortíðinni sem ég sá einmitt í Bónus síðast, hef ekki rekist á þessa persónu í svoooo mörg ár en allt í einu er hún alltaf í Bónus um leið og égDevil. Ég skil ekki af hverju ég er að láta persónuna fara svona í mig, hélt ég væri búin að vinna úr þessu öllu, en eitthvað situr eftir, og ef hægt væri að drepa með augnagotum væri ég morðingi, já ljótt er það nú orðið!!!

Þegar úr bónus var komið, var mágkona mín komin í kaffi, sem var það besta við daginn, en nei, þá fór ég að láta kallinn fara í taugarnar á mér..Fannst hann vera í því að vera ekki sammála mér og við það fór alveg hræðilega í mínar fínustu og langaði mig helst af öllu að segja honum að dr....til að klára að setja hurðirnar í..Mikið hræðilega getur maður verið andstyggilegur ojjjjjShocking

Svo kom að matnum og þá var ég svo pirruð að ég nennti ekkert að gera af því sem ég ætlaði, þannig að eitthvað var maturinn snubbóttur og lítið spennandi...En eitthvað fór ég þó að skána í geðinu, þannig að ég var svaka ánægð með hurðirnar, tók allt og skúraði og sjænaði og bara nokkuð sátt við mig svona í augnablikinu..Dúllan er að gista hjá vinkonu sinni, þannig að ég er komin í náttfötin, búin að úða í mig súkkulaðisælu og ætla að fara í háttinn...Lille fam fra danmark er svo í mat hjá okkur á morgun og hlakka ég rosa til að hafa þau..Ég meira að segja tók stól sem dúllan átti, tók áklæðið af og þvoði svo nú getur litla rósin setið í hægindastól og látið fara vel um sigInLove

En nú skulum við vera góð og fara að sofa hljóð....

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vona að þú sért búin að sofa úr þér pirringinn og líði betur í dag

Jónína Dúadóttir, 21.3.2008 kl. 07:45

2 Smámynd: Helga skjol

Elsku Unnur mín,vonandi verða páskarnir þér góðir,mikið varð ég fúl þegar ljóst varð að við kæmumst ekki suður en lazarus mætti á svæðið í öllu sínu veldi og hann heldur áfram að birtast og nú er hann að reyna að ráðast á mig,ég var farin að hlakka svo til að hitta hitta þig,en nú seigji ég eins og þú við hittumst við brúðkaupið hjá Fríðu og Helga.

Gleðilega páska elskan

Helga skjol, 21.3.2008 kl. 08:12

3 identicon

Ummmmmmmmmmmmm nota enn muffins uppskriftina sem ég fékk hjá þér hérna í denn,

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 10:31

4 Smámynd: Ása Hildur Guðjónsdóttir

 Gleðilega páska

Ása Hildur Guðjónsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:20

5 Smámynd: Hulla Dan

ÓMG

Ég ætti að skammast mín... hér sit ég og hlæ og hlæ yfirþínum pirring... Fynnst þú bara segja svo skemmtilega frá...

Gleðiega páska.

Hulla Dan, 21.3.2008 kl. 17:46

6 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Já, bakstur, er eitthvað að eldavélunum, mín er ny, ég bakaði 2 tertur og ég held að þær hafi mistekist báðar við skulum bara seigja að þetta séu eldavélarnar

Kristín Gunnarsdóttir, 22.3.2008 kl. 09:35

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Allt hálfkák reyndist okkur gagnslaust,annað hvort að vera almennilega pirruð,eða sleppa því

Birna Dúadóttir, 22.3.2008 kl. 11:13

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gleðilega páska.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.3.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband