Frídagar

Hjá mér hafa ekki verið neinir frídagar svo sem, fór í mat á skagan síðasta sunnudag(gvöð hvað ég hef verið löt að blogga) og fengum við náttlega dýrindismat..Gæs var það heillin, mareneruð og flott namm..Þegar ég kom svo í bæinn var brunað upp í árbæ og náð í litla skvísu, vinkonu dúllunar, og fékk hun að vera hér hjá okkur þangað til í dag.

Það er nú svona þegar báðir foreldrar vinna úti, ekki er hægt að láta blessuð börnin ganga lausagöngu, eða það finnst mér ekki..Við nutum þess bara að hafa hana hér hjá okkur. Þær eru búnar að vera vinkonur síðan þær voru 4 ára og vil ég fyrir alla muni að þær haldi vinskapnum áfram, enda eru þær æðislegar saman.

Hef ég náttúrulega haft ýmislegt að gera, held áfram að henda rusli og drasli og hef gaman afLoL.

Svo byrjaði ég að vinna og líst mér alveg ljómandi vel á mig í vinnunni..Fínt að koma aðeins út á meðal fólks, ekki endalaust innilokuð (af eigin valiBlush) og sjá lífið í kringum migWink

Svo kíktum við á lille fam fra danmark, í gærkvöldi og var yndislegt að sjá þau afturInLove og  þau koma í kjúllatilraun til okkar á föstudaginn langa..Ég hlakka svo tilHeart.

Kallinn minn er með eindæmum duglegur þessa dagana. Nú er ég búin að fá nýjan front á fataskápinn sem er niðri hjá mér og í hús eru komnar 4 nýjar innihurðir sem verða settar í á morgun..Ég get ekki beðið, ég er svo spennt..Hurðirnar sem fyrir eru á efri hæðinni eru börn síns tíma og alveg handónýtar..Ég kem til með að dansa gleðidansinn bara næstu vikur og mánuðiTounge

En nú er ég að fara að hátta, ætla frekar snemma á fætur og baka brauð og bollur, auðvitað úr spelti, enda komin í eins mikla hollustu og ég get....(gæti gert meira) en einhverstaðar byrjar maður og þarna er mitt start. Hef samt dáltið miklar áhyggjur af genginu þessa dagana. Verðið á húsum í danmark fer ört hækkandi með dönsku krónunni, verð bara að leggjast á bæn og vona það allra besta.

En eins og ég segi, farin að drífa mig í bólið og hana nú!!!

Verum góð hvert við annað og elskum friðinn

kv unns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Gæs... ummmm minnir mig bara á jólaöndina

Spennandi að vita hvernig fer með dk ferðina... Koldin var það, er það ekki?
Verðin á húsum hérna er rosalega fyndið í samanburð við verðlagið heima, en þið pælið náttúrulega í drukknandi krónunni... Það er ekki gott fyrir þá sem á Íslandi búa  En frábært fyrir þá sem vilja senda pening heim...

Góða nótt á þig og vona að þú getir sofið lengur en til 6 í fyrramálið.

Hulla Dan, 19.3.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 07:24

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Vinna,sem er gott

Birna Dúadóttir, 20.3.2008 kl. 09:32

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Dansaðu bara sem mest Unnur mín það er bráðholt bæði fyrir líkama og sál. Gleðilega hátíð.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.3.2008 kl. 17:02

5 identicon

Dugleg að vanda.Gleðilega páska

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: lady

sæl Unnur mín vil þakka þér  fyrir að kvitta hjá mér ,,,en er sammála síðasta ræðumanni að þú ert dugleg óska þér og fjölsk gleðileg páska

lady, 21.3.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband